Fréttablaðið - 12.01.2013, Side 93
LAUGARDAGUR 12. janúar 2013 | MENNING | 61
ÚTSALA
HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND utilif. is
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
í öllum verslun
um ÚTILÍFS
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2013
Sýningar
12.00 Tvær nýjar sýningar opna í
Hafnarborg. Annars vegar er það inn-
setning Bjarkar Viggósdóttur sem ber
yfirskriftina Aðdráttarafl– hringlaga
hreyfing og hins vegar teikningar
Ingólfs Arnarssonar.
13.00 Listasýning sjálfboðaliða á
Íslandi opnar í Gallerí Tukt í Hinu Hús-
inu, Pósthússtræti 3-5. Um er að ræða
samsýningu nokkurra sjálfboðaliða
sem staddir eru hér á landi og ber hún
heitið Home.
15.00 Bjarki Bragason opnar einka-
sýninguna Hluti af hluta af hluta:
Þættir I-III í Listasafni ASÍ. Aðgangur er
ókeypis.
15.00 Sýning Helga Þorgils Friðjóns-
sonar, Tónn í öldu, opnar í Listasafni
Kópavogs, Gerðarsafni.
15.00 Norrænar myndasögur dagsins
í dag verða til sýnis á Nordicomics
Islands sýningunni í aðalsafni Borgar-
bókasafnsins, Tryggvagötu 15.
15.00 Kristinn G. Jóhannsson opnar
myndlistarsýningu í Mjólkurbúðinni í
Listagilinu á Akureyri.
17.00 Jóna Hlíf Halldórsdóttir og
Guðjón Sigurður Tryggvason opna
sýninguna Reflar– brot úr einkalífi
2002-2012 í Kling & Bang, Hverfisgötu
42. Þetta er þeirra fyrsta samsýning.
Umræður
10.30 Þorsteinn Magnússon, fram-
kvæmdastjóri óbyggðanefndar, verður
gestur á laugardagsspjalli Framsóknar
að Hverfisgötu 33. Allir velkomnir.
Tónlist
20.00 Sæunn Þorsteinsdóttir selló-
leikari og Sam Armstrong píanóleikari
halda tónleika í menningarhúsinu Bergi
á Dalvík. Miðaverð er kr. 2.400 en kr.
1.000 fyrir námsmenn og eldri borgara.
21.00 Tónlistarkonan Lára Rúnars
heldur útgáfutónleika vegna sinnar
fjórðu breiðskífu, Moment, í Viðeyjar-
stofu. Verð fyrir tónleikana og ferjuna
er kr. 2.500.
22.00 Gypsyjazz-helgi verður haldin
á Café Rosenberg. Leifur Gunnarsson
leikur á kontrabassa, Gunnar Hilmars-
son og Jóhann Guðmundsson á gítara,
Grímur Helgason á klarínettu og Ingrid
Örk Kjartansdóttir syngur. Aðgangseyrir
er kr. 1.500.
23.00 Rokksveit Jonna Ólafs spilar
á Spot, Kópavogi. Öll gömlu og góðu
lögin leikin og mikið rokk og ról.
23.00 Magnús Einarsson, Eðvarð
Lárusson, Karl Pétur Smith og Tómas
Tómasson leika tónlist eftir The Rolling
Stones á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg
8. Aðgangseyrir er kr. 1.000.
Útivist
10.00 Hjólreiðaferð verður farin frá
Hlemmi. Lagt er af stað kl. 10.15 og
hjólað í 1-2 tíma um borgina í rólegri
ferð. Allir velkomnir og þátttaka ókeyp-
is. Upplýsingar á vef LHM.is
SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 2013
Félagsvist
14.00 Félagsvist verður spiluð í
Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14. Allir
velkomnir.
19.00 Bridge tvímenningur verður spil-
aður í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14.
Allir velkomnir.
Sýningarspjall
15.00 Listheimspekingurinn Jón Proppé
ræðir við gesti um feril Ragnheiðar Jóns-
dóttur á Kjarvalsstöðum. Yfirlitssýning á
verkum hennar stendur nú yfir í safninu.
Dansleikir
20.00 Dansleikur Félags eldri borgara í
Reykjavík verður haldinn að Stangarhyl
4. Danshljómsveitin Klassík leikur létta
danstónlist. Aðgangseyrir er kr. 1.500 fyrir
félaga í FEB í Reykjavík og kr. 1.800 fyrir
aðra gesti.
Tónlist
15.15 15:15 tónleikasyrpan í Norræna
húsinu hefur nýja árið með tónleikum
Sigurðar Flosasonar, saxófónleikara og Val-
gerðar Andrésdóttur píanóleikara. Almennt
miðaverð er kr. 2.000 en kr. 1.000 fyrir
nemendur, eldri borgara og öryrkja.
17.00 Andrea Jónsdóttir leikur lög af
hljómplötum á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakka-
stíg 8. Aðgangur er ókeypis.
20.00 Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari
og Sam Armstrong píanóleikari koma fram
á fyrstu tónleikum ársins í Hafnarborg.
Miðaverð er kr. 2.400 en kr. 1.000 fyrir
námsmenn og eldri borgara.
Leiðsögn
14.00 Rakel Pétursdóttir safnafræðingur
verður með leiðsögn um sýningar Lista-
safns Íslands, REK, Vetrarbúningur og
Hættumörk.
14.00 Alda Lóa Leifsdóttir spjallar við
gesti á lokadegi sýningarinnar Fólkið
á Þórsgötu, í Þjóðminjasafni Íslands.
Aðgangur er ókeypis.
Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@
frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá
inni á visir.is.