Fréttablaðið - 12.01.2013, Blaðsíða 51
| ATVINNA |
Vélstjóri
Faxaflóahafnir sf óska að ráða til starfa vélstjóra frá og
með 2. apríl 2013. Starfið felst aðallega í vélstjórn og
viðhaldsverkefnum á dráttarbátum Faxaflóahafna sf., móttöku
skipa og öðrum tilfallandi störfum.
Nauðsynlegt er að umsækjandi uppfylli eftirfarandi skilyrði:
• Hafi vélstjóraréttindi - VF III
• Hafi sótt námskeið í Slysavarnarskóla Sjómanna
• Hafi góða kunnáttu í íslensku og ensku
• Hafi góða tölvukunnáttu
Faxaflóahafnir sf. eru með starfsemi í Reykjavík, á Akranesi,
á Grundartanga og í Borgarnesi og sinna starfsmenn
Faxaflóahafna sf. verkefnum á þeim stöðum. Unnið er alla
virka daga 07:00 –17:00.
Umsóknir sendist Faxaflóahöfnum sf. Tryggvagötu 17, 121
Reykjavík merkt VÉLSTÓRI fyrir 1. febrúar n.k. Þar sem
í gildi eru ákvæði laga um hafnavernd þá er óskað eftir að
umsókn fylgi sakavottorð.
Nánari upplýsingar gefur yfirhafnsögumaður í síma 525 8900.
Hefur þú áhuga á starfa hjá ungu og spennandi
fyrirtæki á sviði ferðaþjónustu á Íslandi og Grænlandi?
Við erum að leita að metnaðarfullum og hæfileikaríkum einstakling-
um til að slást í hópinn. Ef þú ert með brennandi áhuga á viðskiptum
og ástríðu fyrir ferðaþjónustu, þá skaltu endilega hafa samband við
okkur. Sendu okkur ferilskrá þína ásamt því hvað þú hefðir fram að
færa til Iceland Unlimited á job@icelandunlimited.is.
Umóknarfrestur er til 26.janúar nk.
Við hlökkum til að heyra frá þér!
Team Iceland Unlimited
ÍS
L
E
N
SK
A
S
IA
.I
ST
A
L
6
25
68
0
1/
13
ALLT BRJÁLAÐ AÐ GERA
KOMDU AÐ VINNA MEÐ OKKUR
Við þurfum kraftmikið fólk í samheldinn hóp Talsmanna
Tal hefur frá upphafi haft frumkvæði að því að bjóða nýjar þjónustuleiðir og stuðlað þannig að aukinni samkeppni á
fjarskiptamarkaði. Hjá Tali er lögð mikil áhersla á góðan starfsanda, öfluga liðsheild ásamt hvetjandi og skemmtilegu
starfsumhverfi.
SÖLURÁÐGJAFAR ÓSKAST
Starf söluráðgjafa er fyrir árangursdrifna einstaklinga
með reynslu af sölustörfum. Starfið felst í að fjölga nýjum
viðskiptavinum Tals. Söluráðgjafar Tals leggja áherslu á að veita
faglega ráðgjöf í samræmi við fjarskiptaþarfir viðskiptavina.
Menntun og hæfniskröfur
• Farsæl reynsla af sölu er skilyrði
• Brennandi áhugi á sölu er skilyrði
• Sannfæringarkraftur og hæfni í mannlegum samskiptum eru
nauðsynleg
• Keppnisskap og metnaður til að ná árangri í starfi
• Almenn tölvufærni æskileg
• Frumkvæði, drifkraftur og skipulagshæfni eru skilyrði
• Góð laun í boði fyrir réttan aðila og sveigjanlegur vinnutími
Frekari upplýsingar um starfið veitir:
Arthúr Vilhelm Jóhannesson, forstöðumaður sölusviðs, í síma
445 1646 eða á arthur@tal.is
TÆKNIFULLTRÚAR ÓSKAST Í ÞJÓNUSTUVER
Starf tæknifulltrúa gengur út á að tryggja úrlausn mála fyrir
viðskiptavini. Leitast er við að koma til móts við þarfir, til móts
við þarfir og óskir viðskiptavina og fara fram úr væntingum
þeirra. Í þjónustuveri er leyst úr tæknilegum atriðum og
fyrirspurnum viðskiptavina er varða internet, heimasíma og
farsíma. Um er að ræða bæði fullt starf og hlutastarf.
Menntun og hæfniskröfur
• Þú verður að hafa gaman af því að veita góða þjónustu
• Þú verður að vilja umgangast fólk, hafa metnað og frumkvæði
• Þú verður að kunna á tölvur
• Það er fínt ef þú ert með stúdentspróf eða sambærilega menntun
• Það er mjög mikilvægt að þú hafir áhuga á tækni, tölvum
og nýjungum
Frekari upplýsingar um starfið veitir:
Guðný Halla Hauksdóttir, forstöðumaður þjónustusviðs,
á gudny.halla@tal.is
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Allar umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.
Vinsamlegast fyllið út umsókn um störfin og látið ferilskrá fylgja
á www.tal.is/atvinna
Umhverfið er krefjandi og spennandi og við erum skemmtileg – svona á samband að vera!
SPENNANDI STÖRF Í BOÐI
Borg Restaurant mun opna í húsakynnum Hótel Borgar í febrúar. Erum að
leita að metnaðarfullum og duglegum einstaklingum sem vilja taka þátt í
ógleymanlegu ævintýri.
Við leitum að:
Bókara
Kokkum
Þjónum (bæði í fullt starf og hlutastörf )
Umsóknir sendist á:
Bókari - Haukur / haukur@borgrestaurant.is
Kokkar - Völundur Snær / volli@borgrestaurant.is
Þjónar - Óli / oli@borgrestaurant.is
Óskum einnig eftir metnaðarfullum, duglegum og áreiðanlegum nemum.
Frábært vinnuumhverfi og samkeppnishæf laun í boði fyrir rétta fólkið:
Þjónanemar hafi samband við Óla / oli@borgrestaurant.is
Kokkanemar hafi samband við Völund Snæ / volli@borgrestaurant.is
KOKKANEMAR / ÞJÓNANEMAR
B o rg R e s t a u ra nt | Pó s t h ú s s t ræ t i 7 | s . 5 7 8 - 2 0 0 8
Skaftholt
Búseta og starf í sveit
Óskar eftir að ráða þroskaþjálfa og stuðningsfulltrúa til
leiðbeiningar og aðstoðar við íbúa í daglegu lífi bæði á
heimili og í vinnu. Reynsla af starfi með einstaklinga með
þroskahömlun og einhverfu er æskileg.
Leitað er að jákvæðum og framtaksömum manneskjum með
góða hæfni í mannlegum samskiptum.
Áhugasamir sendi fyrirspurnir og/eða umsókn með ferilskrá
á sskaftholt@gmail.com.
Á Skaftholti búa 8 einstaklingar með þroskahömlun. Starfsemin byggir á
hugmyndafræði Rudolf Steiner. Í Skaftholti er stunduð lífefld ræktun og land-
búnaður á félagslegum forsendum. Hollusta, heilbrigðir lifnaðarhættir, sjálf-
bærni og jákvæð umgengni við náttúruna eru í hávegum höfð í daglegu lífi.
LAUGARDAGUR 12. janúar 2013 5