Fréttablaðið - 12.01.2013, Side 51

Fréttablaðið - 12.01.2013, Side 51
| ATVINNA | Vélstjóri Faxaflóahafnir sf óska að ráða til starfa vélstjóra frá og með 2. apríl 2013. Starfið felst aðallega í vélstjórn og viðhaldsverkefnum á dráttarbátum Faxaflóahafna sf., móttöku skipa og öðrum tilfallandi störfum. Nauðsynlegt er að umsækjandi uppfylli eftirfarandi skilyrði: • Hafi vélstjóraréttindi - VF III • Hafi sótt námskeið í Slysavarnarskóla Sjómanna • Hafi góða kunnáttu í íslensku og ensku • Hafi góða tölvukunnáttu Faxaflóahafnir sf. eru með starfsemi í Reykjavík, á Akranesi, á Grundartanga og í Borgarnesi og sinna starfsmenn Faxaflóahafna sf. verkefnum á þeim stöðum. Unnið er alla virka daga 07:00 –17:00. Umsóknir sendist Faxaflóahöfnum sf. Tryggvagötu 17, 121 Reykjavík merkt VÉLSTÓRI fyrir 1. febrúar n.k. Þar sem í gildi eru ákvæði laga um hafnavernd þá er óskað eftir að umsókn fylgi sakavottorð. Nánari upplýsingar gefur yfirhafnsögumaður í síma 525 8900. Hefur þú áhuga á starfa hjá ungu og spennandi fyrirtæki á sviði ferðaþjónustu á Íslandi og Grænlandi? Við erum að leita að metnaðarfullum og hæfileikaríkum einstakling- um til að slást í hópinn. Ef þú ert með brennandi áhuga á viðskiptum og ástríðu fyrir ferðaþjónustu, þá skaltu endilega hafa samband við okkur. Sendu okkur ferilskrá þína ásamt því hvað þú hefðir fram að færa til Iceland Unlimited á job@icelandunlimited.is. Umóknarfrestur er til 26.janúar nk. Við hlökkum til að heyra frá þér! Team Iceland Unlimited ÍS L E N SK A S IA .I ST A L 6 25 68 0 1/ 13 ALLT BRJÁLAÐ AÐ GERA KOMDU AÐ VINNA MEÐ OKKUR Við þurfum kraftmikið fólk í samheldinn hóp Talsmanna Tal hefur frá upphafi haft frumkvæði að því að bjóða nýjar þjónustuleiðir og stuðlað þannig að aukinni samkeppni á fjarskiptamarkaði. Hjá Tali er lögð mikil áhersla á góðan starfsanda, öfluga liðsheild ásamt hvetjandi og skemmtilegu starfsumhverfi. SÖLURÁÐGJAFAR ÓSKAST Starf söluráðgjafa er fyrir árangursdrifna einstaklinga með reynslu af sölustörfum. Starfið felst í að fjölga nýjum viðskiptavinum Tals. Söluráðgjafar Tals leggja áherslu á að veita faglega ráðgjöf í samræmi við fjarskiptaþarfir viðskiptavina. Menntun og hæfniskröfur • Farsæl reynsla af sölu er skilyrði • Brennandi áhugi á sölu er skilyrði • Sannfæringarkraftur og hæfni í mannlegum samskiptum eru nauðsynleg • Keppnisskap og metnaður til að ná árangri í starfi • Almenn tölvufærni æskileg • Frumkvæði, drifkraftur og skipulagshæfni eru skilyrði • Góð laun í boði fyrir réttan aðila og sveigjanlegur vinnutími Frekari upplýsingar um starfið veitir: Arthúr Vilhelm Jóhannesson, forstöðumaður sölusviðs, í síma 445 1646 eða á arthur@tal.is TÆKNIFULLTRÚAR ÓSKAST Í ÞJÓNUSTUVER Starf tæknifulltrúa gengur út á að tryggja úrlausn mála fyrir viðskiptavini. Leitast er við að koma til móts við þarfir, til móts við þarfir og óskir viðskiptavina og fara fram úr væntingum þeirra. Í þjónustuveri er leyst úr tæknilegum atriðum og fyrirspurnum viðskiptavina er varða internet, heimasíma og farsíma. Um er að ræða bæði fullt starf og hlutastarf. Menntun og hæfniskröfur • Þú verður að hafa gaman af því að veita góða þjónustu • Þú verður að vilja umgangast fólk, hafa metnað og frumkvæði • Þú verður að kunna á tölvur • Það er fínt ef þú ert með stúdentspróf eða sambærilega menntun • Það er mjög mikilvægt að þú hafir áhuga á tækni, tölvum og nýjungum Frekari upplýsingar um starfið veitir: Guðný Halla Hauksdóttir, forstöðumaður þjónustusviðs, á gudny.halla@tal.is Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Allar umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Vinsamlegast fyllið út umsókn um störfin og látið ferilskrá fylgja á www.tal.is/atvinna Umhverfið er krefjandi og spennandi og við erum skemmtileg – svona á samband að vera! SPENNANDI STÖRF Í BOÐI Borg Restaurant mun opna í húsakynnum Hótel Borgar í febrúar. Erum að leita að metnaðarfullum og duglegum einstaklingum sem vilja taka þátt í ógleymanlegu ævintýri. Við leitum að: Bókara Kokkum Þjónum (bæði í fullt starf og hlutastörf ) Umsóknir sendist á: Bókari - Haukur / haukur@borgrestaurant.is Kokkar - Völundur Snær / volli@borgrestaurant.is Þjónar - Óli / oli@borgrestaurant.is Óskum einnig eftir metnaðarfullum, duglegum og áreiðanlegum nemum. Frábært vinnuumhverfi og samkeppnishæf laun í boði fyrir rétta fólkið: Þjónanemar hafi samband við Óla / oli@borgrestaurant.is Kokkanemar hafi samband við Völund Snæ / volli@borgrestaurant.is KOKKANEMAR / ÞJÓNANEMAR B o rg R e s t a u ra nt | Pó s t h ú s s t ræ t i 7 | s . 5 7 8 - 2 0 0 8 Skaftholt Búseta og starf í sveit Óskar eftir að ráða þroskaþjálfa og stuðningsfulltrúa til leiðbeiningar og aðstoðar við íbúa í daglegu lífi bæði á heimili og í vinnu. Reynsla af starfi með einstaklinga með þroskahömlun og einhverfu er æskileg. Leitað er að jákvæðum og framtaksömum manneskjum með góða hæfni í mannlegum samskiptum. Áhugasamir sendi fyrirspurnir og/eða umsókn með ferilskrá á sskaftholt@gmail.com. Á Skaftholti búa 8 einstaklingar með þroskahömlun. Starfsemin byggir á hugmyndafræði Rudolf Steiner. Í Skaftholti er stunduð lífefld ræktun og land- búnaður á félagslegum forsendum. Hollusta, heilbrigðir lifnaðarhættir, sjálf- bærni og jákvæð umgengni við náttúruna eru í hávegum höfð í daglegu lífi. LAUGARDAGUR 12. janúar 2013 5
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.