Fréttablaðið - 12.01.2013, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 12.01.2013, Blaðsíða 38
12. janúar 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 38 Varstu ákveðinn í því að verða leik-stjóri strax á meðan þú varst í leikaranáminu? „Ég fann snemma út í leikaranáminu að ég er of mikil frekja til þess að það nægði mér. Mig langaði til þess að hafa um allt að segja: búninga, texta, leikmynd, ljós, og fannst það gaman. Var svo heppinn að búa með annan fótinn í Berlín á þessum tíma og sá þar mjög spennandi leikhús. Það kveikti mikinn áhuga hjá mér og ég sá að þegar maður er svona mikil frekja hentar leikstjórnin manni betur og að sennilega væri það eitthvað sem maður þyrfti að læra. Sótti um í Statens Teaterskole í Kaupmanna- höfn, komst inn og hef verið meira og minna viðloðandi hann síðan og prófessor þar síðan 2005.“ Þú hefur alltaf bæði kennt og leikstýrt til skiptis, hver er helsti munurinn á því tvennu? „Þetta eru gjörólíkir heimar. Heimur listamannsins sem leikstjóra í atvinnuleikhúsi er svo síngjarn. Þar fjallar allt um það hvaða hugmyndir ég hef, mína sýn o.s.frv. sem er auðvitað að mörgu leyti mjög gott og eins og það á að vera. En á sama tíma er það alveg hrikalega óhollt því þá er hætt við að maður verði svo síngjarn, þannig að mér finnst mjög hollt að skipta um umhverfi og hef alltaf gert það. Farið að kenna til þess að láta „renna af mér“ eftir uppfærslu því kennslan er ósíngjörn í eðli sínu. Hún fjallar um miðlun og að nemandinn eigi að verða betri en þú, sem er manni holl lexía. Í kennslunni er maður líka að endurskilgreina fræðin og þannig þjálfa þau, á meðan þú ert alltaf að nota þau í leik- stjórninni. Það sem getur verið hættulegt við það að vera sífellt að leikstýra er að þú ert alltaf að nota sömu tækin, þau annað hvort þreytast í höndunum á þér eða verða þér svo daglegt brauð að þú gleymir hvað það í raun er sem þú ert með í höndunum. Leikhúsið er líka svo móðursjúkt í eðli sínu og valkvætt. Maður á ákveðinn tíma þar og svo er maður ekki nógu skemmtilegur lengur, eða ekki nógu „hot“ eða að síðasta sýning gekk ekki nógu vel eða hvað það nú er. Leikhúsið er dyntótt og skammsýnt á meðan skólarnir hugsa meira um framtíðina og sjá miklu lengra. Ef við viljum sjá leik- listina breytast og þroskast gerist það ekki með einni og einni sýningu inni í leikhús- unum. Það gerist í náminu og miðluninni og skilar sér í því að það sviðslistafólk sem kemur út hefur tileinkað sér aðrar leiðir. Það er meginástæðan fyrir því að mér fannst mjög mikilvægt að fara að kenna.“ Alls konar verk í ýmsum löndum Þú hefur verið að leikstýra í Danmörku, Þýskalandi, Svíþjóð, Finnlandi, Íslandi og víðar. Er einhver munur á því að vinna í þessum löndum? „Já, það er mjög ólíkt. Milli þjóða er mikill munur, bæði á hinni svoköll- uðu þjóðarsál og því hvernig leiklist er búin til. Munurinn á þjóðarsálum smitast inn í vinnulag og vinnusiðferði og hvernig það sem sagt er í leiklistinni er sett fram. Það sem er sammerkt með þessum þjóðum hins vegar og hefur breyst síðan ég útskrifaðist er að hin sterka hugmyndafræði frjáls- hyggjunnar smitaðist inn í allt rekstrar- fyrirkomulag leikhúsanna. Þetta varð okkur dálítið sjokk og þessi krafa um hagnað af miðasölu er oft erfið þegar við viljum vinna á sérviskulegan hátt, á það sem við köllum listrænan máta, þótt hitt sé auðvitað listrænt líka. Samtímis þessari þróun á sér stað öflug sprenging í öllum miðlum og hugmyndir um það hvernig manneskjan er kynnt í listinni gjörbreytast. Sjálfssköpunin verður ein- kennilega tengd einhverjum markaðslög- málum og einstaklingshyggju. Spurningin sem leikhúsin á Norðurlöndunum og í Þýska- landi, sem eru að mörgu leyti mjög framar- lega á sínu sviði, standa frammi fyrir er: hvernig kynnum við þennan nýja veruleika? Það er á þessum tíma sem póstmódern- isminn fer að verka mjög sterkt á leikhúsið og það verða til ólíkar greinar innan þess, leiksýning verður ekki lengur bundin við dramað heldur verða til þessi brotakenndu verk sem gjarna byggja á beinum sam- skiptum við samfélagið. Gerast kannski ekki einu sinni í leikhúsinu lengur heldur eru bundin við ákveðna staði, það sem kallast „site-specific“ leiksýningar. Maður er ekki lengur að búa til heildstætt verk heldur fer að glíma við ákveðið þema. Ég bjó til dæmis til kvintett af verkum sem hverfast um spurninguna: hvers lags geðheilsu býr hin vestræna Evrópa yfir? Við fórum að nota vestræna hugmynda- fræði til að laga geðheilsu okkar og það gekk náttúrulega bara verr og verr. Annað verk kallaðist Democrazy og byggir á hroll- vekju Fukuyama um að nú sé kominn endir Leikhúsið er líka svo móður- sjúkt í eðli sínu og valkvætt. Maður á ákveðinn tíma þar og svo er maður ekki nógu skemmtilegur lengur, eða ekki nógu „hot“ … Of mikil frekja til að verða leikari Egill Heiðar Anton Pálsson er einn okkar best menntaði og víðförlasti sviðslistamaður. Hann hefur starfað sem leikstjóri víða um Evrópu, er prófessor í leikstjórn við Statens Teaterskole í Kaupmannahöfn, kennir við Listaháskóla Íslands og leikstýrði eigin leikgerð af kvikmynd eft ir Kaurismäki hjá LA í haust. Hann er nú í Berlín að setja upp sýningu sem tengist matarást Leonardos da Vinci. LEIKSTJÓRINN Egill Heiðar er floginn til Berlínar þar sem hann setur upp verk Argentínu- mannsins Rodrigos García, Eldhúsráð, sem meðal annars sækir innblástur í matreiðslubók sem sögð var vera eftir Leonardo da Vinci. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is Ferill Egils Heiðars í grófum dráttum Útskrifast sem leikari úr Leiklistarskóla Íslands Útskrifast sem leikstjóri úr Statens Teaterskole í Kaupmanna- höfn Prófessor í leiktúlkun við LHÍ Hættir sem prófessor í leiktúlkun við LHÍ Prófessor á leikstjórnar- braut Statens Teaterskole í Kaupmanna- höfn HELSTU UPPSETNINGAR Arabíska nóttin Stockholms Stadtsteater Electronic City Viirus Teatteri Helsinki Invasion Nationaltheater Mannheim Galskab Det Kongelige Teater København Hunger Gøteborgs Stadsteater Bogtyven Det Kongelige Teater København Estemand Cassavetes Nationaltheater Mannheim Kellermensch Schaubühne Berlin Cassavetes 1.2.3. Mammut Teater København Die Tiefe Schaubühne Berlin tímans, baráttunni sé lokið og við höfum fundið að markaðslýðræðið er það sem koma skal. Þessi kvintett hélt svo áfram í Mind Camp hér á Íslandi þar sem við gerðum til- raun til að skoða tilveru manneskjunnar sem eingöngu skilgreinir sig út frá neyslu sinni og yfirborðskenndum hlutum eins og stjörnuspeki og raunveruleikasjónvarpi. Svo gerðum við verk sem heitir Hungur og var sett upp í Gautaborg þar sem við veltum fyrir okkur hvað það sé sem okkur hungrar eftir í dag. Öll þessi verk urðu til á æfinga- tímabilinu, svokölluð samsett verk, og sum „site-specific“ eins og Pretty Woman sem við settum upp með vændiskonum á Isted- gade. Þar settum við upp lítið leikhús þar sem áhorfendur hittu vændiskonur sem voru að reyna að komast í spor vændiskonunnar í myndinni frægu Pretty Woman, sem er víst ein vinsælasta kvikmynd kvikmyndasög- unnar, svo ótrúlegt sem það nú er. Ég setti líka upp töluvert af nýjum leikritum eftir áhugaverða höfunda, en hef í seinni tíð verið að færa mig meira í átt að dramatísku leik- skáldunum; setti upp Tékov og svo Strind- berg hérna í LHÍ um daginn. Annar angi af minni vinnu tengist uppáhaldskvikmyndum mínum og kvikmyndaleikstjórum og ég hef til dæmis gert fjórar uppsetningar af kvik- myndum Johns Cassavetes um manneskj- urnar, einmanaleikann og þrá okkar eftir ást. Af sama meiði er uppsetningin á I Hired a Contract Killer eftir Aki Kaurismäki sem ég setti upp hjá L.A. í haust undir nafninu Leigumorðinginn.“ Dugleg að pikka upp strauma Þú kemur eiginlega sem gestur inn í íslenskan leikhúsheim annað slagið, hvernig finnst þér hann standa í samanburði við hin löndin sem þú vinnur í? „Við erum náttúr- lega enn þá að glíma við afleiðingar þess að hafa verið nýlenda þannig að minnimáttar- kenndin er gríðarleg og þegar hún grípur okkur tökum við heljarstökk og dettum | 1999 | 2002 | 2004 | 2005 | 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.