Fréttablaðið - 17.12.2016, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 17.12.2016, Blaðsíða 8
Samfélag „Það er mikið veðjað í Sví- þjóð á allar íþróttir. Miklu meira en annars staðar þar sem ég hef spilað og maður verður meira var við veð- mál,“ segir Kári Árnason, landsliðs- maður í knattspyrnu og leikmaður Malmö í sænsku deildinni. Í ljós hefur komið að 43 leikmenn í efstu tveimur deildum Svíþjóðar eru grun- aðir um að hafa hagrætt úrslitum. Alls eru 25 leikmenn sagðir hafa hagrætt meira en þremur leikjum en hinir 18 einum eða tveimur. Sá sem er sagður hafa verið stórtækastur á að hafa hagrætt níu leikjum. Sænskir og þýskir blaðamenn hafa unnið að fréttaskýringum um málið og er hagræðing úrslita sögð vera svartur blettur á sænskum fótbolta. Sænska ríkissjónvarpið, SVT, komst yfir leynileg skjöl frá sviss- neska fyrirtækinu Sports Radar, sem sérhæfir sig í útreikningum á mögu- legri hagræðingu á úrslitum leikja og vinnur með Evrópska knattspyrnu- sambandinu, UEFA, þar sem þetta kemur fram. Fyrirspurn Fréttablaðs- ins um hvort einhver Íslendingur væri í gögnunum hefur ekki verið svarað en enginn leikmaður hefur verið nafngreindur. „Það kæmi mér ekki á óvart að dómarar væru með í þessu svindli. Ég hef aldrei kynnst annarri eins dómgæslu og á þessu tímabili. Ég spurði meira að segja einn dómara hvort hann væri að reyna að dæma illa, hann var svo mikill brandari,“ segir Kári léttur. Hann er staddur hér á Íslandi í jólafríi en lið hans, Malmö, fagnaði sænska meistaratitlinum á tíma- bilinu. Hann sagðist ekki hafa fylgst nægilega vel með fréttum ytra til að geta tjáð sig um skandalinn. „Ég veit ekki af hverju Svíar v e ð j a s v o n a mikið. Í Englandi er búið að banna fótboltamönnum að veðja á fótbolta- leiki en í Svíþjóð má veðja á allt nema þína eigin leiki. Ég gæti þannig veðjað á leiki í sömu deild og ég er að spila í sem er auðvitað fáránlegt. Það var fundur hjá okkur í Malmö ekki alls fyrir löngu með manni frá sænska knattspyrnusambandinu þar sem farið var yfir veðmál og hvað það væri slæmt. Hann einmitt sagði að það hefði aldrei komið upp skandall í efstu deild og hvað sænska sambandið væri að vinna gott starf.“ Sjálfur hefur Kári fengið símtal frá óprúttnum aðilum sem vildu komast yfir upplýsingar um liðið sem hann var þá að spila fyrir, AGF í Danmörku. „Það er þekkt að fólk er að reyna að hafa sam- band við leikmenn til að komast yfir upplýsingar. Það kom fyrir mig þegar ég var að spila í Dan- mörku. Þá hringdu einhverjir í mig til að forvitnast um liðið og ég vissi ekkert hverjir þetta voru. Því minna áberandi sem þú ert sem leik- maður þá er líklegra að einhver hringi. Það gerist síður þegar leikmenn verða meira áber- andi. Þá bjóða þeir smá pening fyrir að fá liðið og eitthvað fleira og halda svo áfram og biðja um meira og meira og hóta alltaf að klaga leikmanninn. Þann- ig vindur þetta upp á sig.“ benediktboas@365.is Íþróttaveðmál í Svíþjóð valda miklu hneyksli Landsliðsmaðurinn Kári Árnason, sem leikur með liði Malmö í Svíþjóð, hefur fengið símtöl frá óprúttnum aðilum þar sem falast var eftir upplýs- ingum um lið hans. 43 leikmenn í Svíþjóð eru grun- aðir um að hafa hagrætt úrslitum leikja þar í landi. vinbudin.is Við höfum opnað glæsilega Vínbúð í Smáralind við nýja innganginn Hlökkum til að taka á móti ykkur í nýrri Vínbúð. Með gjafabréfi á gjofsemgefur.is geturðu styrkt bágstadda fjölskyldu um til dæmis geit, hænu, brunn, matjurtagarð, menntun eða aðrar nauðsynjar. Gefðu skemmtilegar gjafir til verkefna heima og erlendis. GEFÐU GJÖF SEM GEFUR www.gjofsemgefur.is GEFÐU GEIT P IP A R \T B W A • S ÍA • 102985 Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að glæpamenn sem áður einbeittu sér að eitur lyfja­ innflutningi einbeita sér í auknum mæli að hagræðingu úrslita. FRéttablaðið/EyþóR Veðmál á Íslandi Vitað er að miklum fjárhæðum er veðjað á knattspyrnuleiki hér á landi. Í sumar var leikmaður sem lék með liði í 2. deild karla rekinn frá félaginu vegna gruns um veðmála- svindl. Í fréttaskýringu Morgunblaðsins í sumar kom fram að leikmenn fái mikið af hringingum og beiðnum um að gefa upplýsingar. Erlendar fjárhættuspilasíður virðast standa fyrir kerfisbundinni öflun upplýsinga um stöðu liða og leikmanna fyrir leiki. KSÍ veit með vissu að dómarar í yngri flokkum hafa verið að veðja á leiki sem þeir sjálfir dæma. 1 7 . d e S e m b e r 2 0 1 6 l a U g a r d a g U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.