Fréttablaðið - 17.12.2016, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 17.12.2016, Blaðsíða 78
Sveitin fylgir því sem lagt hefur verið upp með alla tíð, að flytja hátíðlega barokk-tónlist og ekkert annað,“ segir Áshildur Haraldsdótt-ir flautuleikari, talandi um jólatónleika Kammersveitar Reykja- víkur á morgun, sunnudag, klukkan 17.15 í Norðurljósasal Hörpu. Hún segir það fasta jólahefð í lífi margra að fara á þessa árlegu tónleika og nú verði sú nýbreytni að söngvari komi fram með sveitinni, enginn annar en Kristinn Sigmundsson. Kammersveitin stendur á tíma- mótum því Rut Ingólfsdóttir sem stofnaði hana fyrir 40 árum er hætt. „Nú erum við nokkur saman sem rekum sveitina af ástríðu. Erum atvinnumenn en þetta er samt hug- sjónastarf því okkur finnst nauðsyn- legt að hafa eina svona kammersveit í samfélaginu. Það er líka stór hópur sem vill hafa hana áfram en það er ekki alveg sjálfgefið mál á okkar tímum.“ Áshildur segir jólatónleikana mannfrekustu tónleika ársins. „En þetta gengur vel hjá okkur. Það er góð stemning í hópnum og mér líst mjög vel á samstarfið við Kristin Sigmunds og Jory Vinikour, einn af fremstu semballeikurum heims, sem mun stjórna tónleikunum, auk þess að flytja sembalkonsert C.P.E. Bachs.“ Áshildur kveðst hafa kynnst Jory Vinikour fyrst þegar hún var í Banda- ríkjunum í námi, þá hafi þau spilað saman, síðar hafi þau rekist hvort á annað í Parísarkonservatoríinu. Hann hafi líka unnið með Kristni í Parísaróperunni og það sé sérstakt ánægjuefni að fá þessa tvo frábæru listamenn til samstarfs við Kammer- sveitina nú. Spurð hvort ekki þurfi að skipu- leggja svona gigg með margra mán- aða fyrirvara svarar Áshildur: „Jú, því frægari sem listamenn eru, því meiri fyrirvari.“ Áshildur byrjaði að spila með Kammersveitinni sem einleikari þegar hún var nýbúin í námi og kveðst hafa verið viðloðandi hana í tíu ár. Hún segir áheyrendur á tón- leikum sveitarinnar jafnan vera á öllum aldri. „Stærsti áheyrendahópur klassískrar tónlistar er samt miðaldra og upp úr,“ segir hún. „En það koma alltaf nýir miðaldra svo ég hef engar áhyggjur.“ gun@frettabladi.ids Föst jólahefð í lífi margra að hlýða á barokkið Jory Vinikour semballeikari stjórnar Kammersveit Reykjavíkur  á árlegum jólatónleikum  í Norðurljósasal Hörpu á morgun. Einn af fremstu semballeikurum heims mun stjórna tónleikunum og Kristinn Sigmundsson syngur með. Það ER góð StEmN- iNg í HópNum og méR líSt mJög VEl á SamStaRfið Við KRiStiN SigmuNdS og JoRy ViNiKouR, EiNN af fREmStu SEmballEiKuRum HEimS. Bækur Svartigaldur HHHHH Stefán Máni Útgefandi: Sögur Prentun: í Lettlandi Fjöldi síðna: 373 bls. Kápa: Kontor Reykjavík L ö g r e g l u m a ð u r i n n Hörður Grímsson á sér drauma um að verða ra n n s ó k n a r l ö g r e g l u - maður. Enn er hann samt í götulöggunni en fær óvænt tækifæri til að láta að sér kveða þegar hann uppgötvar tengsl milli rannsóknar á morðinu á alþingismanni og hauskúpu sem finnst í geymsluhúsnæði á Granda- garði. Morðmálið vindur upp á sig í óvenjulegar áttir og Hörður þarf ekki bara að trúa ýmsu ótrú- legu heldur ná að sannfæra yfir- menn sína. Meðfram þessu fáum við innsýn í einkalíf Harðar, sem er hávaxinn, þögull og einrænn með lágt sjálfsmat enda hefur hann sína djöfla að draga. Að auki er hann skyggn og sér fyrir hvenær dauðinn nálgast en ekki hvern eða hvernig. Allt leggst þetta á eitt um að gera hann að dæmigerðum einfaralöggu- manni sem hefur samt einhvern grófan og drengslegan sjarma sem gerir það að verkum að konan sem hann er hrifinn af lætur sig hafa allt ruglið sem fylgir honum, bæði í einkalífi og starfi. Stefán Máni er góður stílisti og skrifar texta sem rennur vel, er þétt- ur og á köflum unun að lesa. Þrátt fyrir titil bókarinnar og efnistök eru hér ekki til staðar óþægindin sem eitt sinn voru ráðandi í bókum hans og það er til marks um að Stefán Máni þarf ekki lengur að sjokkera til að halda sínu heldur er kominn með það vald á textanum að hann þarf ekki lengur að beita brögðum til að fanga lesandann. Hann hefur lýst því yfir að hann væri til í að sjá fleiri bækur sínar enda á hvíta tjald- inu en skáldsaga hans Svartur á leik varð að kvikmynd fyrir nokkrum árum og Svartigaldur er mjög myndræn saga sem auðvelt væri að sjá fyrir sér sem sjón- varpsþáttaröð eða í bíó. Gaman var líka að rekast á höfundinn sjálfan á Vitabar í litlu hlutverki, svona aðeins stærra en Hitchcock sem alltaf sást í einhverju formi í myndum sínum. Svartigaldur er að upplagi hefðbundin glæpasaga sem teygir sig yfir í hið yfirnáttúrulega og vefur það saman við grákaldan raunveru- leikann. Fléttan er skemmtileg og tekur óvæntar sveigjur og þegar hið yfirnáttúrulega og óhugnan- lega kemur í ljós hefur það verið svo haganlega samofið raunveru- leikanum að það verður lesand- anum ekkert erfitt að samþykkja þá framvindu. Stefán Máni þakkar á síðustu síðu nokkrum fagaðilum sem hann hefur greinilega leitað til og það skilar sér því sagan er trú- verðug þrátt fyrir yfirnáttúruna og sérstaklega innsýnin í starf lögreglu- manna og lífið á Litla-Hrauni. Hann þakkar einnig Matthíasi Viðari Sæmundssyni sérstaklega en sá ein- staki fræðimaður lagði gríðarlega til þekkingar Íslendinga með bók sinni Galdrar á Íslandi, þar sem er að finna einstæða heimild um galdra á Íslandi eins og þeir voru stundaðir á 17. öld. Ekki má gleyma að minnast á bókarkápuna sem er geysilega falleg og áhrifamikil, bundin eins og bibl- ía og blöðin og öll áferð í þeim dúr. Umgjörðin leggur mikið til lestrar- upplifunarinnar og saman vinna þau að því að gera þessa glæpasögu ánægjulega aflestrar og jafnvel lyfta henni aðeins yfir formið. Brynhildur Björnsdóttir NiðurStaða: Svartigaldur er prýðisgóð afþreying, vel unnin allt frá fléttu að fallegu bandi, fengur fyrir glæpasöguunnendur, galdra- áhugamenn og þá sem finnst gaman að lesa góðar bækur. Galdrar í Reykjavík S ö n g v e i s l a I c e l a n d i c a n d c l a s s i c a l s o n g s a n d a r i a s 4CD og and S I N G E R S SÖNGVARAR Ólafur Vignir Albertsson piano 43 Sön g v e i s l a á fjórum hljómdiskum Til sölu hjá:  12 TÓNUM, Skólavörðustíg Smekkleysu, Laugavegi Pennanum-Eymundsson og á netinu: panta@profilm.is Ólafur Vignir Albertsson leikur íslensk lög og erlend, svo og aríur úr óperum með 43 af helstu söngvurum okkar áranna 1964-2009. 1 7 . d e S e M B e r 2 0 1 6 L a u G a r d a G u rM e N N i N G ∙ F r É t t a B L a ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.