Fréttablaðið - 17.12.2016, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 17.12.2016, Blaðsíða 36
„Mér finnst metnaðurinn verða meiri og meiri en það getur á móti drepið ákveðin element sem eru mistök og galdur sem eru í músík.“ fréttablaðið/stefán karlsson Hann segir þetta vera spennandi ferli. Hann reyni að hlusta mikið á tónlist, gamalt og nýtt, og fá nýjar hugmyndir. „Það er alveg nóg til í heiminum ennþá. En ég finn samt að maður miklar það meira fyrir sér að klára eitthvað.“ Gott að vera ungur og skítsama Þegar hann var að byrja í tónlist- inni fyrir nokkrum árum var hann þekktur fyrir ýmiss konar furðuleg- heit sem öðrum hefði ekki dottið í hug að gera. Hann segist oft hugsa til þess tíma með hlýju því það hafi verið svo gott að vera algjörlega sama. „Þegar maður var að byrja, þá skipti ekkert máli, af því maður var með autt blað,“ segir Mugison og rifjar upp þegar hann var að vinna plötuna Mugimama, Is This Monkey Music? Þá tók hann upp vin sinn Stefán B. Önundarson, Fjallabróður með meiru, en margir kannast við hann undir nafninu Stebbi Panda, að ropa í sex mínútur. Mugison var harður á því að halda þessu ropi á plötunni og ræddi það fram og til baka við helstu ráðgjafa sína, Rúnu Esradóttur, konu sína, og Birgi Jón Birgisson, sem hljóð- blandaði plötuna, sem voru ekki eins hrifin. „Það var ekki séns að ég myndi henda þessu af plötunni, því mér fannst þetta rop algjör snilld. En ég var til í að stytta það niður í tvær mínútur. En ég hef oft hugsað til þess, að djöfull vona ég að ég hefði látið ropið standa ef ég hefði verið að gera þetta lag í dag. En það er kominn einhver innri Jónas Sen með gleraugu einhvers staðar í hausnum á manni að gagnrýna sjálfan sig allan daginn. Ég veit ekki hvort ropið hefði komist á Enjoy en innst inni vona ég að maður hefði látið það flakka, því það var svo gott að vera algjörlega skítsama.“ Hann segir að í dag sé hann betri gítarleikari, betri söngvari og betri upptökumaður heldur en hann var þegar hann gerði Mugimömmu- plötuna en það sé ekki endilega betra fyrir tónlistarsköpunina. „Mér finnst metnaðurinn verða meiri og meiri en það getur á móti drepið ákveðin element sem eru mistök og galdur sem eru í músík. Það er oft meira spurning um tjáninguna, en ekki hæfni þína.“ Datt í það og fann sannleikann Á Enjoy nýtur Mugison aðstoðar margra tónlistarmanna, heilt yfir 30 manns, og hefur hann eignast ófáa góða vinina í gegnum tónlistina. Lagið Tipzy King fjallar einmitt um vinina og tónlistina en hann segir lagið fjalla um hvað hann saknar þess tíma þegar allir höfðu tíma til að hoppa vestur til Súðavíkur, þar sem Mugison býr ásamt Rúnu og tveimur sonum, og spila inn á plötur með honum, drekka og skemmta sér. Það var mið nótt þegar textinn viðð lagið fæddist. Rúna og strák- arnir voru sofnuð og hann einn úti í bílskúr þar sem hann er með sitt eigið hljóðver og var með viskí við höndina. „Ég var að vinna í öðrum texta sem var alltof flókinn, alltof til- gerðarlegur, að reyna að vera klár. Ég dett stundum í þá gryfju að ég held að ég sé klárari en ég er. Það getur jafnvel gengið í nokkra daga. Svo setur maður sig í smá fjarlægð, fer í bað eða eitthvað, kemur aftur, þá sér maður að maður er bara til- gerðarlegur fáviti. Ég var orðinn fullur þarna og var farinn að vinna í þessum texta og þá var eiginlega textabrotið „I’m a little tipsy“ bara satt. Þannig að ég prófaði að endur- skrifa textann fyrst ég var orðinn fullur. Ég hugsaði hvað það væri djöfull leiðinlegt. Fyrst þegar við fluttum til Súðavíkur þá voru vinirnir barn- lausir og komu vestur og duttu í það og spiluðu inn á plötur. Það var sjúklega gaman. Og ég hugsaði: „Djöfull hefur þetta breyst á stuttum tíma, andskotinn! Nú er ég bara ein- mana fyllibytta.“ Ég fann þarna síg- arettupakka sem ég hafði falið fyrir sjálfum mér. Ég er hættur að reykja, nema þegar ég fer frá Súðavík, allt annað en Súðavík er útlönd og það má reykja í útlöndum. Þá kláraðist textinn, einn, tveir og þrír, þá var þetta allt satt og næs. Á fyrstu plöt- unni minni er lag sem heitir Poke a Pal og það er samið um vini mína og pabba, þegar ég bjó í London, þann- ig að mér fannst að þetta væri fram- hald af Poke a Pal.“ erfitt lag um afa En nýja tónlist eftir Mugison er ekki bara að finna á nýjustu plöt- unni hans, Enjoy, heldur einnig á nýrri plötu karlakórs Fjallabræðra, Þess vegna erum við hér í kvöld. Um er að ræða lagið Ljósa ljós sem Mugison samdi um móðurafa sinn og nafna, Örn Geirsson. Textinn við lagið er örugglega einn sá einlægasti sem Mugison hefur sent frá sér en hann segir lagið eiga sér langa sögu og erfiða fæðingu. „Ég var mikill afakall og það var svo mikill stuðningur í afa. Hann var alltaf megastoltur af manni,“ segir Mugison og rifjar upp þegar hann var við nám í London. „Fyrstu þrjá mánuðina hringdu vinir og vandamenn en síðasta eina og hálfa árið var það eiginlega bara afi sem hringdi,“ segir Mugison og tekur sig til og lýsir þessu klassíska ömmu- og afasímtali sem svo margir kannast við. Stutt símtöl þar sem maður er stöðugt minntur á að það sé svo dýrt að hringja á milli landa og helstu upplýsingar um líðan og nýjustu fregnir fljóta með. „En hann hringdi í hverjum mán- uði, karlinn, og tékkaði á manni,“ segir Mugison og rifjar upp þegar hann var fyrst að vinna til verð- launa fyrir tónlistina sína. Þeim áfanga fylgdu tugir hamingjuóska í formi SMS-a en í seinni tíð var það yfirleitt bara eitt SMS, og það frá afa sem sagði: „Ánægður með þig kall- inn minn.“ Þeir voru því afar nánir en afi hans féll frá fyrir um tveimur mán- uðum. „Við vorum búnir að grínast með það seint í sumar, því hann talaði um það að ég og Geir frændi þyrftum að syngja í jarðarförinni hans, hann var alltaf að plana hana. Mér fannst hann alveg eiga inni hjá Hefði ég farið á fullu að reyna að fylgja Hagléli eftir og tekið einHvern paranoju- sjúkling á þetta og ætlað að gera aðra jafn frábæra plötu á íslensku þá Hefði ég örugglega skotið mig ennþá meira í löppina. ég dett stundum í þá gryfju að ég Held að ég sé klárari en ég er. það getur jafnvel gengið í nokkra daga. svo setur maður sig í smá fjarlægð, fer í bað eða eittHvað, kemur aftur, þá sér maður að maður er bara tilgerðarlegur fáviti. manni lag, í staðinn fyrir að maður væri að syngja Stingum af eða eitt- hvað gamalt sem væri ekki endilega alveg tengt við hann. Þá yrði ég að gera lag sem myndi ríma við karl- inn,“ segir Mugison en hann segir þetta eitt erfiðasta lag sem hann hefur samið. „Alveg sjúklega erfið fæðing. Það er meira að segja bara erfitt að tala um þetta. Ég vildi óska þess að ég væri líkari honum.“ Hann flutti lagið í fyrsta sinn opinberlega í Vikulokum Gísla Marteins 14. október síðastliðinn og mátti sjá að það reyndi mikið á hann og þá sem fluttu lagið með honum. „Já, það var varla hægt,“ segir Mugison spurður út í flutn- inginn. að syngja með meiningu Þegar hlustað er á lagið er eitt sem kemur svo skýrt fram og Mugison gerir betur en flestir, það er að ná að syngja hvert einasta orð með svo mikilli meiningu, en hann segir hægt að syngja hvað sem er svo lengi sem maður trúir á það. „Ég þarf að finna einhverja lykt eða einhvern þráð sem ég get hengt mig á og ég trúi. Þó ég skilji ekki textana hjá Pixies þá finn ég að þau syngja textann eins og þau trúi öllu sem þau segja. Eina viðmiðið fyrir texta er að söngvarinn trúi því, þá verður hann aðeins betri.“ Hræddi túrista í rútumiðstöð Annað sem einkennir Mugison er að hann er alltaf með einhver járn í eldinum. Til að mynda ákvað hann að halda tónleika öll fimmtu-, föstu-, laugar- og sunnudagskvöld í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í heilan mánuð í sumar. Hugmyndin var fengin frá systur hans sem vinnur í ferðamannabransanum og átti að reyna að finna tónlistinni hans ein- hvers konar farveg í þessum mikla ferðamannastraumi sem liggur til Íslands og sleppa þannig við að dvelja lengi frá fjölskyldunni á tón- leikaferðalögum erlendis. Hann segir þessa tilraun hafa gengið misjafnlega, hann hafi verið þrjóskulega einn í þessu verkefni og hann hefði kannski mátt fá ein- hverja manneskju til að hjálpa sér við að kynna tónleikana fyrir ferða- mönnunum. „Ég hjólaði á hótelin með bækl- inga, svo prófaði ég að spila á rútu- miðstöð klukkan sex um morgun- inn. Ég fann að þar hræddi ég bara fólkið, eins og maður er sjálfur hálf hræddur við einhverja róna þegar maður er að labba í New York. Það þorði enginn að horfa í augun á mér eða neitt. Eftir á að hyggja hefði ég þurft að finna einhvern sem þekkir bransann,“ segir Mugison. lengi í tónlist vegna súðavíkur Hann er spenntur fyrir að prófa þessa hugmynd aftur en þetta er það sem fylgir því að lifa á því að vera tónlistarmaður sem hann segir ganga upp og ofan. „Það er mjög heppilegt að búa í Súðavík. Við erum að samnýta þetta með Íbúðalánasjóði, ég held að við séum að borga 80 þúsund kall til þeirra. Þetta er einbýlishús með geggjuðum bílskúr sem er líka vinnuaðstaðan mín. Það að borga 80 þúsund kall í húsið er svona einn þriðji – einn fjórði á við það sem er hérna í bænum. Og tíminn er aðeins öðruvísi, ég þarf ekki að skutla neinum neitt. Ég held að ef ég byggi ekki í Súðavík þá væri ég ekki í músík, ég gæti búið einhvers staðar annars staðar þar sem væri líka svona ódýrt, en það er ein af stóru ástæðunum fyrir því að ég hef verið svona lengi í þessu, að ég get komið í bæinn og tekið nokkra tónleika og verið heima að semja.“ Spurður hvort fjölskyldan muni verða í Súðavík til frambúðar segir hann þau alltaf vera á leið í burtu. „Við höfum það alveg fáránlega gott í Súðavík og þess vegna erum við örugglega búin að hanga þarna lengi. En við erum alltaf með ein- hver plön um að fara eitthvað út að læra eða prófa eitthvað annað. En ég hugsa að Súðavík verði alltaf 1 7 . d e s e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r d A G U r36 h e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.