Fréttablaðið - 17.12.2016, Blaðsíða 4
Ásta Sigrún Helgadóttir
umboðsmaður
skuldara
segir hlutfall
ungs fólks
sem biðji um
aðstoð hafa
vaxið veru-
lega frá banka-
hruni og tekið kipp
í ár. Ástæðan sé vandræði vegna
neysluskulda. Ásta kveðst hafa
áhyggjur af því úrvali tilboða á
markaðnum í dag þar sem fólk sé
hreinlega hvatt til skuldsetningar,
til dæmis með Netgíró. Hlutfall
ungra sem sóttu um greiðsluað-
lögun óx úr 7% árið 2011 í 24% í ár.
Elva
Simondsen
íbúi í Gimli í
Kanada
segir haldið í
íslenskar jóla-
hefðir á Íslend-
ingaslóðum. Jóla-
sveinarnir hafi þó aðeins komið
á aðfangadag því að alltof langt
sé fyrir þá að ferðast daglega frá
Íslandi. Hún kveðst hafa átt erfitt
með að átta sig á jólasveinum
sem bjuggu í fjöllum enda engin
fjöll að finna hjá henni. Elva bjó á
kalkúnabúgarði og jólamaturinn
var því kalkúnn.
Eygló
Harðardóttir
félags- og hús-
næðismálaráð-
herra
minnti sveitar-
félög á ábyrgð
þeirra við að sporna
gegn hækkandi fasteignaverði í
landinu. Í bréfi til stærstu sveitar-
félaganna á höfuðborgarsvæðinu
lýsti ráðherrann yfir áhyggjum af
lóðaskorti. Nægjanlegt framboð af
lóðum yrði að vera til að tryggja að
húsnæðisverð hækkaði ekki eins
mikið og sést hefði undanfarin ár.
Þrjú í fréttum
Neysla, jólastúss
og íbúðaverð
Tölur vikunnar 11.12.2016 Til 17. 12. 2016
„… einkar þægileg og skemmtileg ...
ein hans frumlegasta og óvæntasta skáldsaga.“
MAGNÚS GUÐMUNDSSON / FRÉTTABLAÐIÐ
„Passíusálmarnir eru, líkt og Stormur,
stórskemmtileg bók, sannur skemmtilestur.“
KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR / DV
www.forlagid.i s | Bókabúð Forlagsins | F i sk i slóð 39
40%
íþróttamanna hafa fengið höfuð
högg sem leiddi til einkenna heila-
hristings, samkvæmt rannsókn.
55%
fjölgun er á sendingum frá erlendum
verslunum til einstaklinga milli
nóvember 2015 og 2016.
100 kennarar
sögðu starfi sínu lausu vegna kjara
mála. Hluti dró uppsögnina til baka;
aðrir liggja undir feldi.
4.500 metra djúp er bor-
hola í djúpborunarverkefninu á
Reykjanesi orðin.
100 eldri útgerðir
eru að baki 12 stærstu fyrirtækjun
um í sjávarútvegi í dag. 5 menn
voru handteknir í tengslum við rann
sókn á stóru fíkniefnamáli nýlega
– fjórir þeirra voru úrskurðaðir í
gæsluvarðhald.80 til 90
metra háar er talið
að vindmyllur sem
hér rísa í framtíðinni
verði.
40%
af viðskiptum almenn
ings eru greidd með kreditkorti
– sem er miklu hærra hlutfall en í
öðrum ríkjum Evrópu.
Dómsmál „Hvað varðar mansalsmál
þá er það ljóst að brotaþolar eru ekki
alltaf stöðugir í framburði eða segja
rétt frá atvikum máls, sem getur
skýrst af þeim aðstæðum sem brota-
þolar eru í,“ segir Arnþrúður Þórar-
insdóttir, saksóknari hjá héraðssak-
sóknara, almennt um mansalsmál.
Kristrún Elsa Harðardóttir, rétt-
argæslumaður tveggja kvenna frá
Srí Lanka sem höfðu stöðu þolenda
mansals á árinu, gagnrýnir harðlega
að ekki hafi verið gefin út ákæra í
meintu vinnumansali í Vík í Mýr-
dal. Konurnar fengu 5.200 krónur
greiddar á viku fyrir vinnu sína og
frítt fæði og húsnæði.
„Ef ekki á að líta til framburðar
brotaþola, meðal annars um þætti
eins og vinnuframlag og aðbúnað,
þá þurfa aftur á móti að vera til
staðar í viðkomandi máli einhver
gögn sem hnekkja framburðinum.
Líkt og kveðið er á um í lögum um
meðferð sakamála þá er ekki ákært
í málum nema þau séu talin nægileg
eða líkleg til sakfellingar fyrir dómi.
Gildir það jafnt um mansalsmál sem
önnur sakamál,“ segir Arnþrúður.
Þótt Arnþrúður tjái sig ekki um
atvik einstakra mála útskýrir hún
hvaða þættir koma til við mat henn-
ar á málum er varða ætlað mansal. „Í
þeim tilvikum sem mál varða ætlað
vinnumansal þá þarf í fyrsta lagi
að vera uppfyllt skilyrði um nauð-
ungarvinnu. Hugtakið „nauðungar-
vinna“ er ekki sérstaklega skilgreint
í almennum hegningarlögum eða
greinargerð með lögunum.
Við mat á því hvort um nauð-
ungarvinnu er að ræða verður því
að líta til skilgreiningar á hugtakinu
samkvæmt orðanna hljóðan og skil-
greiningar í alþjóðasáttmálum og
dómaframkvæmd ef henni er fyrir
að fara. Út frá því er ljóst að við mat á
nauðungarvinnu kemur meðal ann-
ars til skoðunar hvert vinnuframlag
er, hvort og þá hvert endurgjald er
fyrir vinnuframlagið og aðbúnaður
á vinnustað,“ segir Arnþrúður,
Kristrún Elsa segir saksóknara
ekki hafa skilning á aðstæðum þol-
enda mansals hvað varðar þetta mat
og gagnrýnir að frítt húsnæði og fæði
sé talið til greiðslu.
Andrés Ingi Jónsson, nýkjör-
inn þingmaður Vinstri grænna,
tók málið upp á Alþingi í gær í
umræðum um störf þingsins. „Það
er almennt þekkingar- og skilnings-
leysi á eðli mansalsmála í réttarkerf-
inu,“ sagði Andrés Ingi. „Samkvæmt
aðgerðaáætlun gegn mansali hefur
átt að fræða lögreglu, saksóknara og
dómara. Eftir því sem fréttir segja
virðist lögregla hafa staðið sig vel
í þessu máli en svo strandar á sak-
sóknarstiginu.“
Mansalsþáttur málsins hefur verið
felldur niður en málið er rannsakað
áfram sem brot gegn atvinnurétt-
indum útlendinga. kristjana@stod2.is
og thorgeir@frettabladid.is
Réttargæslumaður gagnrýnir
vinnubrögð í mansalsmáli í Vík
Réttargæslumaður segir saksóknara ekki hafa skilning á aðstæðum þolenda mansals. Alþingismaður
telur að mansalsmálið í Vík í Mýrdal hafi strandað hjá saksóknara. Telur réttarkerfið skorta þekkingu í
mansalsmálum. Lögreglan rannsakar hvort brotið hafi verið gegn lögum um atvinnuréttindi útlendinga.
grunur vaknaði um að mansal væri stundað í Vík í mýrdal. Saksóknari ákvað að ákæra ekki í málinu. Fréttablaðið/Heiða
Það er almennt
þekkingar- og
skilningsleysi á eðli mansals-
mála í réttarkerfinu.
Andrés Ingi Jónsson,
alþingismaður
1 7 . D e s e m b e r 2 0 1 6 l a u G a r D a G u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð