Fréttablaðið - 17.12.2016, Síða 16

Fréttablaðið - 17.12.2016, Síða 16
Mygla hjá LHS Hringbrautarlóð • Aðalbygging Landspítala • B-álma kvennadeildar • C-álma kvennadeildar • Rannsóknarstofur í sýkla- og veirufræði • Eirberg, hús Háskóla Íslands • Geðdeild Snorrabraut 60 • Blóðbanki Dalbraut • Barna- og unglingageðdeild Fossvogslóð • Greniborg/Birkiborg Grensás við Álmgerði • Endurhæfingardeild Grensási Túngata • Landakotsspítali Skólavörðustígur 37 • Hvítabandið Við gerum meira fyrir þig – Nóatún Austurveri – www.noatun.is NAUTALUND WELLINGTON Á VEISLUBORÐIÐ Erum byrjuð að taka við pöntunum fyrir hátíðarnar, pantið á www.noatun.is NÓATÚNS Hamborgar- hryggur 2498 kr./kg Úrbeinað fyllt lambalæri með villisveppum og trönuberjum verð áður 2899 kr./kg 14% afsláttur heilbrigðismál Rakaskemmdum og myglutilfellum í húsum Land­ spítalans er ekki sinnt að fullu vegna fjárskorts, að mati Land­ spítalans. Stjórnvöldum er árlega gerð grein fyrir stöðunni og segja stjórnendur Landspítalans um 1,2 milljarða aukalega þurfa í viðhalds­ verkefni á næsta ári. „Við erum að fá til viðhalds og endurbóta um 850 milljónir króna en fjárþörfin samkvæmt okkar bókum og ítarlegum rannsóknum EFLU verkfræðistofu er um tveir milljarðar til að laga það húsnæði sem er rakaskemmt og með myglu,“ segir Ingólfur Þórisson, fram­ kvæmdastjóri rekstrarsviðs Land­ spítalans. „Það eru rakaskemmdir víða og mygla í húsum okkar og það er óviðunandi að sjúkrahús þurfi að eiga í slíkum vanda.“ Heildarfjárþörf Landspítalans til viðhalds bygginga er í kringum fimm milljarðar samkvæmt gögn­ um spítalans. Spítalinn hefur á síðustu árum unnið í viðgerðum á húsum utanhúss til að fyrirbyggja frekari skemmdir af raka. Það hefur verið stefnan síðustu misseri og að sama skapi bíða þá mikilvægar og aðkallandi innanhússviðgerðir. Fjöldi húsa spítalans er skemmd­ ur af raka eða myglu og því þarf að ganga í það á næstu árum að fyrirbyggja frekari myglu. Sagt hefur verið frá því að um 100 starfsmenn sjúkrahússins hafa verið frá vinnu vegna myglueinkenna. Spítalinn er til húsa í um eitt hundrað byggingum. Ingólfur telur það mikilvægt að menn geri sér grein fyrir stöðu mála. „Það þarf að fara í framkvæmdir við húsin en vegna fjárskorts höfum við þurft að fresta aðkallandi verkefnum og lengja tímann sem tekur að bæta húsakost okkar. Árlega setjumst við niður með hinu opinbera og gerum grein fyrir stöðunni á húsa­ kostinum,“ segir Ingólfur. A næsta ári verður 360 milljónum varið til utanhússframkvæmda til að verja hús fyrir rakaskemmdum en aðeins 125 milljónum varið til að gera við mygluð og ónýt hús vegna rakaskemmda. sveinn@frettabladid.is Fjöldi bygginga LSH orðið myglu að bráð Landspítalinn segir ekki nægilega mikið gætt að endurbyggingu húsnæðis spítalans sem liggi undir skemmdum vegna raka og myglu. Að mati fram- kvæmdastjóra rekstrarsviðs vantar upp á að geta tekið á málum. Forsvarsmenn spítalans segja byggingar liggja undir skemmdum. FréTTablaðið/GVa Árlega setjumst við niður með hinu opinbera og gerum grein fyrir stöðunni á húsakost- inum. Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Land- spítalans skipulagsmál Vagnstjórar hjá Strætó bs. segjast harma að borgar­ yfirvöld séu sífellt að þrengja að ferðum strætisvagna um götur borgarinnar með framkvæmdum sínum. „Það er mjög sorglegt að hlusta á borgaryfirvöld tala digurbarka­ lega í fjölmiðlum um að efla þurfi almenningssamgöngur og greiða forgang þeirra í gatnakerfinu á sama tíma og hindrunum er stöð­ ugt brugðið fyrir eðlilegan akstur strætisvagna,“ segir í ályktun fundar vagnstjóranna. Skipulagsyfirvöld borgarinnar eru sögð vinna markvisst að þreng­ ingum á leiðum strætisvagnanna. „Nægir þar að nefna hina sorglegu framkvæmd á Grensásvegi og núna síðast þrengingar á Geirsgötu og Lækjartorgi.“ Þá krefjast vagnstjórar þess að hraðahindranir verði fjarlægðar þar sem kostur sé. „Þær eru heilsu­ spillandi og bjóða upp á stoð­ kerfisvandamál hjá vagnstjórum. Auk þess fara hraðahindranir illa með vagnaflotann sem er þegar orðinn gamall og slitinn og bilana­ tíðni há,“ segja þeir í ályktun sinni. Þá segja vagnstjórarnir að umferð í höfuðborginni hafi aukist svo um muni á milli ára og full þörf sé á að endurskoða leiðakerfi og tímatöflur í því ljósi. „Fundurinn harmar að lokum að borgaryfirvöld klifi á umræðu um léttlestarkerfi og borgarlínu með tilheyrandi tugmilljóna kostnaði í stað þess að hlúa að núverandi strætisvagnakerfi,“ segja þeir. „Vagn­ ar sem aka til dæmis um miðbæinn standast ekki lengur tímaáætlanir og því er erfitt fyrir viðskiptavini að treysta á þjónustu þeirra. Því hlýtur að vakna sú spurning hvort strætó sé yfirhöfuð valkostur?“ – gar Sorglegar framkvæmdir á Grensásvegi segja vagnstjórar Strætó samfélag Bæjarráð Hafnarfjarðar ákvað á fundi sínum í vikunni að stofna eftirlitsnefnd með fjármál­ um íþróttafélaga í bænum. Tölu­ vert hefur verið fjallað um fjármál íþróttafélaganna í bænum, FH og Hauka, nú síðast í byrjun desem­ ber eftir að Haraldur L. Haraldsson bæjar stjóri lagði fram minnisblað á fundi bæjarráðs þar sem kom fram að bærinn hefði greitt 138,8 millj­ ónum hærri upphæð en áætlanir gerðu ráð fyrir vegna leigu á Ris­ anum, knatthúsi FH­inga. Á árunum 2007­2015 greiddi bærinn alls 207,2 milljónir kr. á verðlagi hvers árs vegna leigunnar. Haraldur sagði í samtali við Fréttablaðið að kveðið sé á um nefndina í samningi á milli bæjarins og Íþróttabandalags Hafnarfjarðar. Hún hafi eitt sinn verið starfandi en ekki verið endurvakin á þessu kjör­ tímabili. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarfull­ trúi segir að nefndin verði skipuð utanaðkomandi fagaðilum. „Það eru miklir hagsmunir í húfi. Bær­ inn er að veita miklum peningum inn í íþróttafélögin á hverju ári og það er eðlilegt að það sé fagleg eftir­ litsnefnd að störfum og hún verði skipuð fagaðilum. Þá er allt uppi á borðum og allir ársreikningar eru vel yfirfarnir og gegnsæi því það eru miklir hagsmunir. Það er eðlilegt að í svona stóru bæjarfélagi með virkt íþróttalíf sé eftirlit.“ Rósa segir að bæjarfélagið hafi unnið mikið starf í að endurskipuleggja allan rekstur. Meðal þess sem var skoðað voru greiðslur til íþróttafélaga. – bb Skipa eftirlitsnefnd með fjármálum íþróttafélaga samfélag Barnavernd Vestmanna­ eyja bárust 36 tilkynningar vegna 17 barna í október og 10 tilkynningar vegna níu barna í nóvember. Þetta kom fram á fundi Fjölskyldu­ og tómstundaráðs bæjarins í vikunni. Í október bárust tvær tilkynningar vegna vanrækslu á börnum, 16 vegna ofbeldis og 18 vegna áhættu­ hegðunar barns. Mál 11 barna af 17 voru send til frekari meðferðar. Í nóvember bárust sjö tilkynningar vegna ofbeldis gegn börnum og þrjú vegna áhættuhegðunar barns. Mál allra barnanna í nóvember var til frekari meðferðar. Trausti Hjaltason, formaður ráðs­ ins, segist eðlilega ekki geta tjáð sig um málin. „Það er einn sálfræðingur starfandi á heilsugæslustöðinni. Við höfum verið að auglýsa eftir sálfræðingi inn í grunnskólann en það hefur ekki tekist að manna þá stöðu,“ segir hann. – bb Um 50 tilkynningar bárust til barnaverndar Í nóvember bárust sjö tilkynningar vegna ofbeldis gegn börnum í Vest- mannaeyjum. FréTTablaðið/VilHelm Bærinn er að veita miklum peningum inn í íþróttafélögin á hverju ári og það er eðlilegt að það sé fagleg eftirlits- nefnd að störfum og hún verði skipuð fagaðilum. Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjar- ráðs í Hafnarfirði Því hlýtur að vakna sú spurning hvort strætó sé yfirhöfuð val- kostur? Úr ályktun fundar vagnstjóra Strætó bs. 1 7 . d e s e m b e r 2 0 1 6 l a u g a r d a g u r16 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.