Fréttablaðið - 17.12.2016, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 17.12.2016, Blaðsíða 54
Margrét Hallgrímsdóttir tók við embætti þjóðminja-varðar um aldamótin 2000 þegar hugað var að framtíðarhlutverki Þjóð-minjasafnsins. Hlutverk Þjóðminjasafns Íslands á nýrri öld, s.s. varð- veisla, rannsóknir og miðlun safnkostsins, hefur verið henni hugleikið og nú hefur verið gefin út vegleg og ríkulega myndskreytt bók þar sem hún greinir frá sögu safnsins, við- fangsefnum þess og sýn. Í henni fjallar hún um hinn fjölbreytta menningararf, þjóðminj- arnar, sem safnið geymir. „Tilefnið fyrir útgáfu bókarinnar er 150 ára afmæli safnsins 2013,“ segir Margrét en segist líka hafa fengið áskoranir um að það væri mikilvægt að miðla þeirri sýn sem safnið starf- aði eftir í dag. „Við leggjum áherslu á að ná til sem flestra, helst allra í samfélaginu, og hafa mótandi áhrif í samfélaginu. Fyrir utan það höfum við einnig lagalega skyldu til að miðla menningararfinum. Við viljum gera fólki kleift að nálgast menningararf okkar með sem bestum hætti. Kynna heildina og þá hugsun sem býr að baki starfsemi Þjóðminjasafnsins sem starfar á grundvelli laga og alþjóðlegra siðareglna. Þessarar fornu en síungu stofn- unar sem má segja að margar helstu menn- ingarstofnanir hér á landi eigi svolítið rætur sínar í,“ segir Margrét frá. Innan safnsins er að finna hundruð þús- unda muna. Forngripi sem hafa fundist í jörðu, tækniminjar, fjölmarga kirkjugripi og listmuni, já, gersemar og þarfaþing hvers konar sem endurspegla líf fólks í gegnum aldirnar. Margréti finnst fjölbreytileikinn skemmti- legt einkenni safnkostsins. „Mér finnst sam- hengi fjölbreytileika minjanna heillandi. Við erum að varðveita hús og húsaþyrpingar, torf- hús sem eru einstök í alþjóðlegu samhengi. Við eigum líka hluti sem tengjast lífi fólks og myndir sem auðga enn frekar þessar heim- ildir. Þjóðminjasafnið snýst alltaf um líf fólks, líf fólks í fortíðinni, líf fólks í samtímanum og það sem við ætlum að gefa til komandi kyn- slóða. Það sem mér finnst heillandi við menn- ingararfinn og þjóðminjar er einmitt þetta heimildargildi um mannlífið og fjölbreyti- leika þess,“ segir Margrét og leggur áherslu á að þá eigi hún við allar hliðar mannslífsins. „Konur og karla, börn og fullorðna, fólk af öllum stéttum og stigum, bæði alþýðuna og þá sem voru í forsvari. Hreinar heimildir um mannlíf fólks eru dýrmætar,“ segir hún. Margrét segir mikilvægt að Íslendingar geri sér betur grein fyrir því hversu ríkir þeir eru af menningararfi sínum. „Mér finnst stundum að við þyrftum að gera okkur betur grein fyrir því hvað við eigum í menningararfinum og hvernig hann endurspeglar sögu okkar og líf. Líka hvernig samfélag okkar hefur þróast í samspili við aðrar þjóðir. Stundum finnst mér örla á því, til dæmis í samhengi við ferða- þjónustuna, að við sýnum okkar eigin sögu og menningararfi ekki nægilegan áhuga og virðingu,“ segir Margrét. „Við erum að taka á móti gestum og ferða- mönnum og höfum heilmikið fram að færa, sterkar minningar þess að sjá það sem er ein- stakt eða sérstakt. Við eigum því að hlúa að gæðum og sanngildi, að bjóða gestum að sjá það sem er raunverulegt, okkar eigin sögu og mannlíf og náttúru. Það á einnig við okkur sem hér búum, við erum líka ferðamenn í okkar landi og annars staðar. Og við eigum að rækta mannlífið í samtímanum til þess að við séum áhugaverðari að heimsækja en ekki að vera að setja á svið, við freistumst stundum til þess. Okkar raunverulega menning og náttúra er það sem veitir erlendum gestum hughrif og hugmyndir. Við þurfum ekkert að afsaka okkur,“ bætir hún við. „Að þekkja menningararfinn er líka mikil- vægt fyrir okkur sjálf, sem manneskjur og samfélag. Þannig auðgum við mannlífið og samfélagið almennt á hverjum tíma. Að þekkja sinn eigin menningararf gerir okkur víðsýnni og eykur skilning. Það er forsenda þess að við getum sett okkur í spor annarra og að við áttum okkur á því hvar við stöndum í alþjóðlegu samhengi. Það er í þágu allra. Þess vegna stöndum við í safninu fyrir víðsýni og viljum hafa áhrif í samfélagi samtímans ekki síður en varðveita og rannsaka heimildir um liðinn tíma. Það er hlutverk safna á nýrri öld. Þjóðminjarnar eru auður í samtímanum, söfnin fjalla ekki bara um fólk liðins tíma heldur starfa ekki síður fyrir fólk okkar tíma, og tilheyra alþjóðasamfélaginu. Við erum eitt púsl í stóru púsluspili. Við þurfum að bera ábyrgð á því, ekki bara gagnvart okkur heldur líka umheiminum,“ bendir Margrét á. Á safninu er fjöldi muna frá samtímanum, til að mynda er þar að finna sundurbarða sæl- gætisdós sem barið var á í búsáhaldabylting- unni. „Nýjustu gripirnir eru jarðfundnir. Svo sem sverðið sem vakti athygli í vetur. Þá get ég nefnt sem dæmi að við varðveittum Machin- tosh-dollurnar úr búsáhaldabyltingunni, með djúpum förum í, og margt fleira tengt hruninu. Við reynum alltaf að hafa puttana á púlsinum. Nýlega bættist til dæmis við sumar- hús Einars Jónssonar myndhöggvara sem nú tilheyrir húsasafni Þjóðminjasafns. Það er alltaf eitthvað spennandi að bætast í safnið,“ segir Margrét. „Þá er síaukin áhersla á að stofnanir taki höndum saman til þess að ná enn betur að miðla arfinum, eins og við gerðum við helstu menningarstofnanir okkar í Safnahúsinu við Hverfisgötu þar sem nú er sýning á helstu þjóðargersemum sex stofnana. Það sýndi skýrar þráð okkar sjónræna menningararfs sem endurspeglast í forngripum, listaverkum, handritum, skjölum og náttúrugripum.“ Rannsóknir hafa verið mikilvægur þáttur í starfi Þjóðminjasafnsins allt frá stofnun. „Rannsóknarstarfið er fjölþætt, það getur tengst forvörslu, skrásetningu, fornleifafræði, sagnfræði, listfræði og þjóðfræði. Þjóðminja- safnið er nú skilgreint sem háskólastofnun og er í virku samstarfi við Háskóla Íslands sem felur í sér spennandi þróun starfsem- innar. Rannsóknir eru einn grunnþátturinn í starfi safnsins og varða mikilvægi þess að heimildirnar veiti menntun, nýja þekkingu og skilning. Það er okkar að leggja til þekk- ingu til að kalla fram nýjan skilning. Miðlunin skiptir miklu máli í því sambandi og útgáfa safnsins,“ segir hún. Margrét segir starfið skapandi. „Þjóð- minjastofnun snertir við þúsundum manns á hverju ári. Stofnunin lifir og hrærist með sam- félaginu. Það koma sífellt fleiri gestir hingað, fjölgun ferðamanna er mikil og maður finnur bara hvað þeir kunna vel að meta sýningar safnsins. Þar starfar frábær hópur starfsfólks og það einkennir rúmlega 150 ára sögu safns- ins, enda er bókin tileinkuð öllu þessu fólki.“ Okkar mestu gersemar „Það sem mér finnst heillandi við menningararfinn og þjóðminjar er einmitt þetta heimildargildi um mannlífið og fjölbreytileika þess,“ segir Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður. Fréttablaðið/GVa Við erum eitt púsl í stóru púsluspili, segir Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður sem telur mikilvægt fyrir Íslendinga að þekkja menningararf sinn. Innan safnsins er að finna hundruð þúsunda muna. við varðveittum machintosh- dollurnar úr búsáhaldabylt- ingunni, með djúpum förum í. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is 1 7 . d e s e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r d A G U r54 h e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.