Fréttablaðið - 17.12.2016, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 17.12.2016, Blaðsíða 74
Ég get nú lítið sagt meira heldur en stendur í for-málanum,“ segir Sváfnir Sveinbjarnarson, fyrr-verandi prófastur, af hóg- værð,  aðspurður um hvort hann sé fáanlegur í viðtal um bók sína Á meðan straumarnir sungu. Þar segir Sváfnir frá fyrri hluta af ævi sinni og starfi sem sóknarprestur, fyrst í Suð- ursveit en síðar að Breiðabólsstað þar sem hann óx úr grasi á sóknar- prestsárum föður síns. En í formála Sváfnis segir meðal annars þetta: „Það sem hér verður fært í letur er ekki vísindaleg sagnfræði, heldur tilraun til að lýsa mínum sérstaka heimi sem skarast við heimana allra hinna sem voru í sömu ferð á sömu slóðum.“ Aðspurður um tilurð verksins hefur Sváfnir þó við að bæta: „Ég er nú búinn að vera í átján ár á eftir- launum og maður verður að hafa eitthvað fyrir stafni. Ég byrjaði reyndar ekki á þessu fyrr en fyrir fáum árum. En hins vegar bygg- ist þetta svona talsvert á því að ég hélt alltaf dagbók, svona nokkuð reglulega, þannig að ég hef tíma- setningar á því sem ég er að segja frá hverju sinni.“ Sváfnir segir að það hafi vissulega hjálpað mikið til við að rifja upp liðna tíða að hafa dag- bækurnar við hendina. Enda fylgi það hans ævistarfi að koma víða við í samfélaginu og að samferða- menn eru margir. Sváfnir bendir einnig á að hann hafi alla tíð verið með búskap með prestskapnum en það tíðkist nú ekki lengur. „Ég held að það sé búið þó svo að ég þekki það nú ekki nógu vel. En ég var alinn upp við þetta á Breiðabólstað í Fljótshlíð þar sem ég var svo lengst prestur. Faðir minn var prestur á Breiðaból- stað, Sveinbjörn Agnarsson. Ég var svo sem ekki viss um að ég ætlaði í prestsskapinn að loknu stúdentsprófi, það kom svona ýmis- legt til greina, en það fór svo að ég fetaði þessa braut. Að loknu námi var ég svo fyrst prestur að Kálfa- fellsstað í Suðursveit. Reyndar vígðist ég aðstoðarprestur til föður míns að Breiðabólstað en var þar ekki nema í einhverja tvo mánuði en þá sendi Sigurgeir biskup mig þarna austur í Skaftafellssýslu. Þar var sóknarprestur séra Eiríkur Helgason í Bjarnanesi, hann var þá orðinn sjúklingur og lést svo um ári eftir að ég kom þarna austur og þá tók ég við.“ Árin í Suðursveit lenti Sváfnir í ýmsu en hann ber fólkinu í sveitinni ákaflega vel og fallega söguna. Sam- göngur voru erfiðar og það hafði auðvitað í för með sér margháttaðan vanda fyrir sóknarprest sem þurfti að sinna dreifbýlli sókn. „Það voru komnar tvær brýr á stærri ár, Kol- grímu og Kvíá, en hitt var allt óbrúað. Í kaupstað þurfti maður að fara yfir Hornafjarðarfljót á ferju þannig að það var fyrir ferðunum haft. Ég var þarna í hátt í ellefu ár og kunni því vel. Fór eiginlega hálf nauðugur þaðan aftur. En ég fór þá á heima- slóðir. Römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til.“ Í endurminningarbók sinni, Á meðan straumarnir sungu, segir Sváfnir frá mörgu skemmtilegu og þar á meðal ýmsu sem tengist bæði búskap og svaðilförum á ferðum hans í prestsembætti. Sváfnir segir að honum hafi þótt fara vel saman að sinna búskap og prestsverkum. „Mér fannst ég eiginlega ekki geta verið sveitaprestur nema að vera með einhvern búskap og vera í samfélagi við söfnuðinn með það. Að fást við búskapinn myndar svo mikil tengsl. Ég hélt líka bú að Breiðabólstað í þrjátíu og fimm ár, þann tíma sem ég var prestur þar.“ Sváfnir segir að það hafi verið góður tími sem hann var sóknarprestur að Breiðabólstað. „Þetta voru nátt- úrulega gjörólíkar aðstæður frá því að vera í Austur-Skaftafellssýslu en þarna voru lengst af ekki nema tvær kirkjur og tíu kílómetrar á milli. En þarna austurfrá þá voru 120 kíló- metrar vegalengdin frá Skeiðará að Hornafjarðarfljótum og þrjár kirkjur á því svæði. Það voru þrjátíu kílómetrar á aðra kirkjuna og sextíu á hina.“ Yfir hátíðarnar þá messaði Sváfnir ekki á aðfangadag en skipti þessu svo á kirkjurnar jóladagana og þetta voru mikil ferðalög. Það tók kannski allt upp í þrjá til fjóra daga, ferðin út í Öræfi og þá var nú stundum höfð jarðarför á laugar- deginum og messa á sunnudeginum til að nýta ferðina.“ Svo lesendur geti betur áttað sig á aðstæðum þessa tíma og staðar þá er birt hér á síð- unni skemmtilegt kaflabrot úr bók séra Sváfnis en þar er hann á ferð að vetrarlagi ásamt Sigurði Björnssyni á Kvískerjum. Að fást við búskapinn myndar svo mikil tengsl Sváfnir Sveinbjarnarson fyrrverandi prófastur hefur skráð endurminningar sínar frá fyrri hluta ævinnar í bókinni Á meðan straumarnir sungu. Þar segir einkar skemmtilega frá áhugaverðu lífs- hlaupi, samferðafólki og veröld sem var. Séra Sváfnir Sveinbjarnarson segir það að hafa haldið dagbækur á starfsárum sínum hafa komið að góðu gagni við endurminningarnar. Fréttablaðið/SteFán boðuð hafði verið hátíðarguðs­ þjónusta í Hofskirkju í Öræfum klukkan tvö á nýársdag 1956 og daginn eftir átti að vera þar jarðarför. búast mátti við að það tæki fjóra daga fyrir mig að ljúka þessum embættisskyldum. Þótti mér það fullmikið að vera svo lengi að heiman, frá konu, þremur börn­ um og búi og hafði því áformað, í von um gott ferðaveður, að fara af stað klukkan sex á nýársmorgun og freista þess að ná að Hofi fyrir aug­ lýstan messutíma. en fyrir hádegi á gamlársdag tekur Veðurstofan að spá vaxandi stormi og snjókomu þegar líði á kvöldið og nóttina. Var þá einboðið að breyta ferðaáætlun og leggja sem fyrst af stað, áður en veður tæki að versna. ég fór því í símann og talaði við Sigurð björnsson á Kvískerjum og bað hann að koma sem skjótast á móti mér austur yfir Jökulsá. Hann var þess albúinn, en kvað svo mikinn snjó vestan til á Sandinum að vart mundi bílfært. Kvaðst hann því koma með tvo hesta og hraða för eftir föngum. Eftir að Sváfnir hafði farið fyrsta hluta ferðarinnar á Willys-jeppa sínum heldur hann förinni áfram á hestum sem Sigurður kom með til móts við hann út við skála Slysa- varnafélagsins við Jökulsá. Héldum við brátt af stað vestur yfir á hestunum, en þegar vestur á lónið kom varð allt í einu fyrir okkur allbreið sprunga í ísnum, sem þó var þykkur og traustur beggja megin sprungunnar. Virtist Sigurði bregða nokkuð við þessa óvæntu hindrun, því ísinn var heill og sprungulaus þegar hann kom austur yfir. Við héldum með sprungunni inn eftir lóninu í átt til jökulsins, en hún virtist heldur breikka í þá áttina svo að við snerum við. Héldum við nú í átt að ánni, en ekki þótti okkur sprungan árennileg að heldur ­ auk þess sem hættulegt var að fara of nálægt útfalli árinnar þar sem ísinn varð ótraustari. Snerum við enn við og loks nam Sigurður staðar og sagði: „Hér verðum við að reyna, það verður ekki betra annars staðar.“ ekki þori ég lengur með vissu að giska á breidd sprungunnar, kannski var hún aðeins tvö til þrjú fet ­ en við vissum að undir var meira en 100 metra dýpi. Sjávar­ falla gætir þarna og því getur ísinn gliðnað þegar að fellur. Með nokkurri fyrirhöfn og eftir­ rekstri fengum við hestana til að stökkva þarna yfir, enda voru þeir vel skaflajárnaðir. allt tók þetta sinn tíma og þegar við stigum aftur á bak og héldum vestur yfir lónið var farið að skyggja og fór að með vaxandi vindi og snjófjúki. Veður­ spáin virtist ætla að rætast. Þegar hér er komið sögu var veðurofsinn orðinn slíkur að í verstu hviðunum var erfitt að ná andanum. er skemmst frá því að segja að nú reyndi ég það í fyrsta og eina skiptið á ævinni hvað það er að verða rammvilltur. ég missti svo rækilega allt áttaskyn að mér fannst allt fara að snúast í kringum mig. Þegar ég nam staðar tók það mig nokkra stund að átta mig á því hvort væri hægri og hvort vinstri ­ það skýrðist þegar ég þreifaði á giftingarhringnum á hægri hendi. Þetta er ótrúlegt ­ og líklega getur enginn skilið hvernig svona villa er nema reyna það sjálfur. Síðar hefi ég talað við menn sem hafa orðið fyrir sömu reynslu. Sigurður tók nú forystuna aftur og tróð skaflana jafnt og þétt af sinni alkunnu seiglu. loks nam hann skyndilega staðar og þreifaði fyrir sér með stönginni niður fyrir all­ háan bakka eða hengju og þar niðri var vatn, auður lækur, allbreiður og lygn. „Þetta getur ekkert verið annað en hann Stórilækur,“ segir Sigurður, „hann er eina vatnið hér, sem ekki leggur í því frosti sem búið er að vera. en hvernig liggur straumurinn? ef við getum komist að því, ættum við ekki að vera mjög lengi heim.“ Það rann upp fyrir mér að Sigurður kynni að vera í vafa um áttir og breytingu á vind­ stöðu. en það var ekki svo auðvelt að greina strauminn, bakkar allháir og myrkrið og veðurofsinn hjálpuðu ekki til. Við færðum okkur fram með læknum og fundum leið niður að vatnsborðinu, en sem við hugðumst komast að niðurstöðu um rennslisáttina þá rofar allt í einu til ­ og við sjáum báðir grilla í ljós í gegnum hríðarkófið. Það varði aðeins andartak og sást svo ekki meir um sinn. en nú höfðum við stefnuna og eftir svo sem tíu til fimmtán mínútna ferð fórum við að grilla í ljósið aftur. Úr bók Sváfnis Sveinbjarnarsonar, Á meðan straumarnir sungu, bls. 130- 133. Útgefandi: Sæmundur. Stiklað á stóru úr kaflanum Gamlárskvöld á Breiðamerkursandi 1955 1 7 . d e s e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r d A G U r74 m e n n i n G ∙ F r É T T A b L A ð i ð menning Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.