Fréttablaðið - 17.12.2016, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 17.12.2016, Blaðsíða 48
Enginn stjórnmálamaður meiddist við gerð þessarar bókar, stendur á titilsíðu nýrrar bókar Halldórs Baldurssonar teiknara, Konungur flónanna. Í bókinni er að finna teikningar Halldórs frá tímabilinu 2013-2016. Tímabil sem Halldór segir hafa ein- kennst af óþoli vinstrimanna fyrir persónu Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra. „Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs setti sitt mark á tímabilið og er viðfangsefni bókarinnar. Per- sóna hans var eins og olía á kraumandi reiði eftirhrunsáranna. Afsakið dramatíkina, en vinstrimenn náðu að magna með sér merki- legt óþol gagnvart honum. Auðvitað efni- viður sem er ómótstæðilegur í pólitískt skop. Kannski samfélagsmiðlar hafi þarna haft sitt að segja. Bombumál magnast upp en eru líka fljót að gleymast. Hönnu Birnu málið er dæmi um það. Það virðist fjarlægt í dag miðað við allt púðrið sem fór í það,“ segir Halldór. Halldór segist ekki mikið verða var við sár- indi eða reiði stjórnmálamanna. Flestir vilji þeir komast á mynd og láta taka eftir sér. „Ég hef aldrei orðið var við nein leiðindi nema þá helst frá einstaka aðstoðarmanni sem hefur þá í mesta lagi haft á orði að ég hafi verið ósanngjarn. Sem er auðvitað alveg rétt hjá þeim. Ég er oft mjög ósanngjarn en á afskaplega Forsætisráðherra er alltaf aðalfórnarlamb pólitíska skopsins. Fréttablaðið anton brink Ósanngjarn en viðkunnanlegur Halldór Baldursson teiknari kryfur samtímann í teikningum sínum og hefur gefið út skopmyndabók sem fjallar að mestu um ríkisstjórn Sigmundar Davíðs. Hún hafi reynst óþrjótandi efniviður. Hann segist komast upp með flest. endabréf dagblaðana voru ekki eins skilvirk,“ segir Halldór. Forsætisráðherra aðalfórnarlambið Halldór segir helsta skotspón sinn ávallt hinn sama í gegnum árin. „Forsætisráðherrann er alltaf aðalfórnarlamb pólitíska skopsins. Sá sem tekur það að sér verður alltaf mest teiknaður og gengur inn í hlutverkið. Hann verður minn Don Kíkóti. Fjármálaráðherra verður Sanchó Panza.“ Þér er lagið að teikna, en hvað með orð? Lýstu íslensku stjórnmálalífi í einni setningu „Ein stjórn segir meira en þúsund smáflokk- ar.“ Frá þessu þriggja ára tímabili koma tvær myndir upp í hugann þegar hann er spurður um eftirlæti. Sigmundur Davíð kemur við sögu á þeim báðum og kindur á annarri sem hann hefur sagst hafa dálæti á að teikna. „Myndin sem kom fyrst upp í hugann er kosn- ingabaráttumynd frá 2013. Sigmundur Davíð og Árni Páll á listasafni. Það er fallegt listasnobb í henni finnst mér, með forspárgildi. Ég held líka upp á myndina þar sem ég nota undirskrift Sig- mundar sem gaddavír. Undirskriftin kveikti þar á hugmyndinni. Svo eru kindur á myndinni.“ Hvaða stjórnmálamenn er erfiðast að teikna? Af hverju? „Yfirleitt þá sem ég teikna sjaldnast. Það tekur smá tíma að gera stjórnmálamenn að mínum karakterum. Fólk þarf fyrst að venjast því hvern- ig ég teikna hvern og einn. Eftir það get ég dregið þá sundur og saman í háði og pennastrikum og þeir samt verið þekkjanlegir.“ sinnum og verið með alls kyns spælingar sem enginn kippir sér upp við. Það er helst ef ég tekst á við kynjamál, kynþáttamál, kynlíf, kyn- skiptingar … allt sem byrjar á kyn, að ég finn anda köldu ofan í hálsmálið á mér. Það hefur eitthvað með að gera hverslags manneskja ég er. Miðaldra, hvítur og hetrósexúal. Ég elska samt að teikna kindur. Fólk var samt alveg jafn hneykslunargjarnt áður fyrr. Það er til ótrúlega mikið af pirruðu gömlu fólki. Það hafði bara ekki Facebook. Les- viðkunnanlegan hátt, held ég. Flestir stjórn- málamenn vilja komast á mynd, að það sé tekið eftir þeim.“ En finnst honum tímarnir hafa breyst? Er íslensk þjóð hneykslunargjarnari en áður? Eru einhver tabú? „Það er eins og fólk geti skapað sér umburðar- lyndisrými. Sumir teiknarar fá að gera næstum hvað sem er og enginn hneykslast, aðrir fá reiði- öldur auðveldlega yfir sig. Ég virðist komast upp með flest. Hef teiknað Múhameð nokkrum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is 1 7 . d e s e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r d A G U r48 h e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.