Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.12.2016, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 17.12.2016, Qupperneq 18
Sýrland „Enginn veit hve margir eru enn eftir í austurhluta borg- arinnar og brottflutningurinn gæti staðið yfir dögum saman,“ segir Marianne Gasser, yfirmaður Alþjóðanefndar Rauða krossins í Sýrlandi. Sýrlandsstjórn stöðvaði í gær- morgun allan brottflutning fólks, en á fimmtudaginn hafði tekist að koma um 9.000 manns frá borginni. Fólkið var flutt í bílalestum, margir í sjúkrabifreiðum en aðrir með stræt- isvögnum, yfir á svæði uppreisnar- manna vestan megin borgarinnar. Nærri tvö hundruð manns þurfti að flytja á sjúkrahús, ýmist á svæð- um uppreisnarmanna í Aleppo-hér- aði, vestan borgarinnar, eða Idlib- héraði þar fyrir norðan. Mikið álag er fyrir á þessum sjúkrahúsum, en sumir voru fluttir á  sjúkrahús  í Tyrklandi. Yfirlýsingar voru misvísandi í gær um það hvort brottflutningi yrði haldið áfram eða ekki. Rússneski herinn sagði að brottflutningnum væri alveg lokið en fulltrúi Sýr- lenska hersins segir að hann hafi aðeins verið stöðvaður um óákveð- inn tíma. Sameinuðu þjóðirnar segja að 50 þúsund manns hið minnsta séu ennþá eftir í borgarhlutanum, en um tíu þúsund þeirra þurfi að flytja yfir á svæði uppreisnarmanna í Idlib. Hinir fari væntanlega yfir í aðra borgarhluta, sem stjórnarher- inn hefur á sínu valdi. Uppreisnarmenn gegn stjórn Bashars al Assad forseta hafa haft austurhluta Aleppo-borgar á sínu valdi undanfarin fjögur ár. Grimmileg átök, ekki þó síst sprengjuárásir stjórnarhersins og stuðningsmanna hans á borgar- hlutana, hafa kostað þúsundir manna þar lífið. Frá 21. nóvember hefur stjórn- arhernum tekist að hrekja upp- reisnar menn að mestu úr borg- inni, þótt enn haldi þeir tveimur hverfum syðst í austurhlutanum. gudsteinn@frettabladid.is Brottflutningur frá Aleppo stöðvaður Rauði krossinn segir engan vita hve margir séu enn eftir í Aleppo. Þar eru þó enn að minnsta kosti 50 þúsund manns, samkvæmt mati Sameinuðu þjóðanna. Grimmileg átök, þó ekki síst sprengjuárásir stjórnarhersins, hafa kostað þúsundir lífið í austurhluta borgarinnar. Börn að leik innan um rústirnar í Aleppo í borgarhluta sem stjórnarherinn er með á sínu valdi. Nordicphotos/AFp Innan við þrjú prósent Innan við þrjú prósent flóttafólks frá Sýrlandi hafa fengið hæli í auð- ugum löndum, samkvæmt nýrri skýrslu frá bresku hjálparsamtök- unum Oxfam. Alls hafa um fimm milljónir manna flúið frá Sýrlandi á síðustu árum. Nærri 500 þúsund þeirra þurfa nauðsynlega á hæli að halda en aðeins um 130 þúsund þeirra hafa síðan 2013 fengið hæli í auðugri löndum heims. Flestir þeirra fengu inni í Þýskalandi, sem tók við um 43 þúsund manns, en næstflestir fengu hæli í Kanada, eða um 35 þúsund manns. Ef flóttafólkinu væri deilt niður á löndin í hlutfalli við mannfjölda þeirra, og það teldist sanngjarnt hlutfall, þá hefur Kanada staðið sig best og tekið við 248 prósentum, Noregur 144 prósentum en Þýska- land 118 prósentum af því sem sanngjarnt mætti teljast. Ísland hefur, samkvæmt Oxfam- skýrslunni, tekið við 70 manns frá Sýrlandi frá árinu 2013, en ætti að hafa tekið við 118 manns ef miðað er við jafna skiptingu í hlut- falli við íbúafjölda. Pósthús okkar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri eru opin oftar og lengur fram að jólum svo þú hafir aukinn sveigjanleika til að sækja sendingar og koma jólagjöfum, jólakortum og pökkum til skila í tæka tíð. Allt um opnunartíma og örugga skiladaga á postur.is/jol. 16 -3 56 8 H VÍ TA H Ú SI Ð /S ÍA Virkir dagar til 23. desember 9–19 11–17 13–17 9–12 laugardagur laugardagur sunnudagur 17. desember 18. desember 24. desember OPNUNARTÍMAR um jólin Enginn veit hve margir eru enn eftir í austurhluta borgarinnar og brottflutningurinn gæti staðið yfir dögum saman. Marianne Gasser, yfirmaður Alþjóða- nefndar Rauða krossins í Sýrlandi 9.000 manns höfðu komist frá Aleppo á fimmtudaginn. 1 7 . d e S e m b e r 2 0 1 6 l a U G a r d a G U r18 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.