Fréttablaðið - 17.12.2016, Page 18

Fréttablaðið - 17.12.2016, Page 18
Sýrland „Enginn veit hve margir eru enn eftir í austurhluta borg- arinnar og brottflutningurinn gæti staðið yfir dögum saman,“ segir Marianne Gasser, yfirmaður Alþjóðanefndar Rauða krossins í Sýrlandi. Sýrlandsstjórn stöðvaði í gær- morgun allan brottflutning fólks, en á fimmtudaginn hafði tekist að koma um 9.000 manns frá borginni. Fólkið var flutt í bílalestum, margir í sjúkrabifreiðum en aðrir með stræt- isvögnum, yfir á svæði uppreisnar- manna vestan megin borgarinnar. Nærri tvö hundruð manns þurfti að flytja á sjúkrahús, ýmist á svæð- um uppreisnarmanna í Aleppo-hér- aði, vestan borgarinnar, eða Idlib- héraði þar fyrir norðan. Mikið álag er fyrir á þessum sjúkrahúsum, en sumir voru fluttir á  sjúkrahús  í Tyrklandi. Yfirlýsingar voru misvísandi í gær um það hvort brottflutningi yrði haldið áfram eða ekki. Rússneski herinn sagði að brottflutningnum væri alveg lokið en fulltrúi Sýr- lenska hersins segir að hann hafi aðeins verið stöðvaður um óákveð- inn tíma. Sameinuðu þjóðirnar segja að 50 þúsund manns hið minnsta séu ennþá eftir í borgarhlutanum, en um tíu þúsund þeirra þurfi að flytja yfir á svæði uppreisnarmanna í Idlib. Hinir fari væntanlega yfir í aðra borgarhluta, sem stjórnarher- inn hefur á sínu valdi. Uppreisnarmenn gegn stjórn Bashars al Assad forseta hafa haft austurhluta Aleppo-borgar á sínu valdi undanfarin fjögur ár. Grimmileg átök, ekki þó síst sprengjuárásir stjórnarhersins og stuðningsmanna hans á borgar- hlutana, hafa kostað þúsundir manna þar lífið. Frá 21. nóvember hefur stjórn- arhernum tekist að hrekja upp- reisnar menn að mestu úr borg- inni, þótt enn haldi þeir tveimur hverfum syðst í austurhlutanum. gudsteinn@frettabladid.is Brottflutningur frá Aleppo stöðvaður Rauði krossinn segir engan vita hve margir séu enn eftir í Aleppo. Þar eru þó enn að minnsta kosti 50 þúsund manns, samkvæmt mati Sameinuðu þjóðanna. Grimmileg átök, þó ekki síst sprengjuárásir stjórnarhersins, hafa kostað þúsundir lífið í austurhluta borgarinnar. Börn að leik innan um rústirnar í Aleppo í borgarhluta sem stjórnarherinn er með á sínu valdi. Nordicphotos/AFp Innan við þrjú prósent Innan við þrjú prósent flóttafólks frá Sýrlandi hafa fengið hæli í auð- ugum löndum, samkvæmt nýrri skýrslu frá bresku hjálparsamtök- unum Oxfam. Alls hafa um fimm milljónir manna flúið frá Sýrlandi á síðustu árum. Nærri 500 þúsund þeirra þurfa nauðsynlega á hæli að halda en aðeins um 130 þúsund þeirra hafa síðan 2013 fengið hæli í auðugri löndum heims. Flestir þeirra fengu inni í Þýskalandi, sem tók við um 43 þúsund manns, en næstflestir fengu hæli í Kanada, eða um 35 þúsund manns. Ef flóttafólkinu væri deilt niður á löndin í hlutfalli við mannfjölda þeirra, og það teldist sanngjarnt hlutfall, þá hefur Kanada staðið sig best og tekið við 248 prósentum, Noregur 144 prósentum en Þýska- land 118 prósentum af því sem sanngjarnt mætti teljast. Ísland hefur, samkvæmt Oxfam- skýrslunni, tekið við 70 manns frá Sýrlandi frá árinu 2013, en ætti að hafa tekið við 118 manns ef miðað er við jafna skiptingu í hlut- falli við íbúafjölda. Pósthús okkar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri eru opin oftar og lengur fram að jólum svo þú hafir aukinn sveigjanleika til að sækja sendingar og koma jólagjöfum, jólakortum og pökkum til skila í tæka tíð. Allt um opnunartíma og örugga skiladaga á postur.is/jol. 16 -3 56 8 H VÍ TA H Ú SI Ð /S ÍA Virkir dagar til 23. desember 9–19 11–17 13–17 9–12 laugardagur laugardagur sunnudagur 17. desember 18. desember 24. desember OPNUNARTÍMAR um jólin Enginn veit hve margir eru enn eftir í austurhluta borgarinnar og brottflutningurinn gæti staðið yfir dögum saman. Marianne Gasser, yfirmaður Alþjóða- nefndar Rauða krossins í Sýrlandi 9.000 manns höfðu komist frá Aleppo á fimmtudaginn. 1 7 . d e S e m b e r 2 0 1 6 l a U G a r d a G U r18 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.