Fréttablaðið - 17.12.2016, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 17.12.2016, Blaðsíða 44
Þekktu þingmanninn Jóna Sólveig Elínardóttir Fædd: 13. ágúst 1985 Maki: Úlfur Sturluson Börn: Sóllilja, Elín Ylfa og Karítas Úlfsdætur Foreldrar: Elín Einarsdóttir og Magnús Þór Snorrason Menntun: Stúdentspróf (Baccalauréat Géneral) Lycée Emile Duclaux í Frakklandi 2004. BA-próf í frönsku HÍ 2007. MA-próf í alþjóðasamskiptum HÍ 2011. Fyrri störf: Hef unnið mikið fyrir Alþjóðamálastofnun HÍ og verið í rannsóknum og kennslu við stjórnmálafræðideild HÍ. Var í fjölbreyttum störfum fyrir Evrópusambandið í tengslum við aðildarviðræðurnar og stofnaði ráðgjafarfyrirtæki ásamt öðru góðu fólki. Þegar ég var yngri vann ég á geðsviði Landspítalans, hjá Ferðaþjónustu bænda, á bókasafni KHÍ, í ferðaþjónustufyrirtæki fjölskyldunnar og hjá SS á Hvolsvelli. Áhugamál: Lesa góðan skáldskap og sagnfræðilegar bækur. Jafnréttismál. Handavinna. Þykist geta spilað örlítið á píanó. Hver hefur þinn ferill í stjórn- málum verið? Hvar byrjaði þetta allt? Þetta fór allt frekar hratt af stað. Ég hafði aldrei tekið þátt í stjórnmálum áður. Fann mig eigin­ lega hvergi en þegar Viðreisn var að fara af stað fyrir um tveimur árum dróst ég mjög að þeirri hugmynda­ fræði sem var að gerjast þar, þ.e.a.s. frjálslyndinu, en líka fagmennsk­ unni sem einkenndi allt starfið. Á sama tíma var þess gætt, og er enn, að allir finni að þeir eru velkomnir í hópinn. Málefnafundirnir lögðu svo grunninn að málefnahópunum okkar sem eru ótrúlega virkir og öflugir. Svo það var þessi andi og vinnubrögðin sem drógu mig að Viðreisn í upphafi og varð svo til þess að ég fór á fullt. Ég var t.a.m. ein af þeim sem lögðu grunninn að ungliðahreyfingunni okkar, Upp­ reisn, sem er kraftmikil hreyfing ungs, frjálslynds fólks auk þess sem ég hef lagt áherslu á jafnréttismálin og að virkja konurnar hjá okkur en í dag eru þær a.m.k. jafnmargar og karlarnir. Það var svo í fæðingarorlofinu mínu sl. sumar sem ég ákvað að láta slag standa og gefa kost á mér á lista hjá flokknum og þar sem ræturnar liggja austur í Mýrdal þá lá beinast við að ég færi á lista fyrir Viðreisn í Suðurkjördæmi þar sem ég tók odd­ vitasæti listans. Á landsþingi flokksins í septem­ ber var ég svo kjörin varaformaður flokksins svo ég hélt bara áfram að synda í djúpu lauginni. Hvernig lýst þér á þingmanns- starfið? Mér líst vel á það. Þetta er auðvitað ekkert venjulegt starf. Að vera kjörinn fulltrúi felur í sér mikla ábyrgð sem ég finn mjög sterkt fyrir. Við sem sitjum á þingi erum að vinna fyrir umbjóðendur okkar og aðhaldið er mikið. En það sem ég er kannski mest spennt fyrir, fyrir utan það auðvitað að tryggja ábyrgan rekstur ríkisins öllum til heilla og að Ísland sé ábyrgur og virkur þátttakandi á alþjóðavett­ vangi, er að vinna í kjördæminu mínu og halda áfram að setja mig inn í öll þau risaverkefni og tæki­ færi sem eru uppi á borðum þar. Kvíðirðu fyrir einhverju varðandi starfið? Hverjar verða hindran- irnar? Ég held að aðaláskorunin verði að komast yfir allt sem mig langar til að áorka. Auðvitað vill maður standa sig 150% og ég gef mig alla í þetta. Svo ætli það verði ekki hin klassíska tímastjórnun og forgangsröðun sem verða aðalhjall­ arnir. Hvað úr reynslubankanum mun nýtast þér í nýja starfinu? Allt sem ég hef fengist við mun nýtast. Að hafa verið í gegningum í sveit­ inni, að hafa unnið í kjötvinnslu, á bókasafni, í ferðaþjónustu, á Landspítalanum, í stjórnsýslunni, í háskólanum, hjá alþjóðastofnun, í útlöndum að vera mamma, allt mun þetta koma að góðum notum. Sérðu fyrir þér að gera stjórnmál að ævistarfinu? Sennilega mun ég alltaf vinna eitthvað tengt stjórn­ málum, hvort sem það verður í eldlínunni eða á hliðarlínunni. Hvar ólstu upp og hvernig var æska þín? Ég er sveitastelpa, alin upp að mestu í Sólheimahjáleigu austur í Mýrdal. Bærinn stendur undir rótum Mýrdalsjökuls, þar sem Katla býr. Miklar andstæður einkenna umhverfið: Hvítur jökull, svartar Sólheimasandsöldurnar, heiðgrænar hæðir og djúp gil. Þetta er sannkölluð draumaveröld fyrir barn og ungling að alast upp í og þegar ég fer austur er ég alltaf að fara heim. Það er bara þannig. Þegar ég var yngri vorum við með 13 kýr að jafnaði og ég hef senni­ lega verið með þeim síðustu af minni kynslóð sem fengu tækifæri til að mjólka með fötumjaltakerfi. Það var mikil bylting þegar rör­ mjaltakerfið kom og maður þurfti ekki lengur að bera föturnar og hella í tankinn. Kýrnar véku síðan fyrir ferðamönnum en mamma mín og bróðir reka ferðaþjónustu meðfram sauðfjárræktinni. Ég var ein af síðustu börnunum sem fengu að hefja skólagönguna í Ketil­ staðaskóla en þegar mamma fór í kennaranám fluttum við systkinin í fimm vetur í bæinn þar sem ég gekk í Álftamýrarskóla. Þegar við fluttum aftur austur fór ég síðan í Víkurskóla. Sextán ára flutti ég að mestu að heiman eins og krakkar af mínum heimaslóðum verða að gera og fór í tvo vetur í MH. Í kjölfarið flutti ég út til Frakklands í skiptinám þar sem ég kláraði stúdentspróf. Ég fór síðan strax í frönskunám við HÍ, þá nítján ára, en þá byrjaði ég með manninum mínum, Úlfi Sturlusyni, sem ég hafði kynnst í MH. Svo tók við háskólanám, vinna og barneignir. Hvernig nærir þú þig andlega? Fyrir mig er mikilvægt að fá reglu­ lega gott næði til að skrifa. Og það má ekki vera í tölvu. Þar er svo margt sem truflar mann. Að skrifa með góðum penna á brakandi pappír er ótrúlega hreinsandi. Svo finnst mér geggjað að komast í garðinn hjá mömmu og puða eins og brjálæðingur. Það er fátt betra fyrir andann en garðrækt. En líkamlega? Fyrir nokkrum árum ákvað ég að setja mér það markmið að hreyfa mig ekki sjaldnar en tvisvar í viku en ég ákvað að sama skapi að skilgreina hreyfingu mjög vítt og vera alltaf sátt ef ég náði þessu markmiði. Að labba rösklega út í búð eða í vinnuna tikkar til dæmis 100% í boxið. Svo ákvað ég líka að ef ég gerði eitthvað smá meira þá skyldi ég vera rosalega ánægð með mig. Þannig slepp ég alveg við samvisku­ bit og kem alltaf út sem sigurvegari. Uppáhaldsborg utan landstein- anna? París. Hvert langar þig mest að ferðast? Kína. Hvaða hljómsveit eða tón- listarmaður er mest spilaður á Spotify-aðganginum þínum? Ég hlusta mikið á útvarp en svo á ég nokkra góða geisladiska sem ég smelli á fóninn heima þegar þannig stendur á mér. Mér finnst Emilíana Torrini, Jim Croce, Bubbi og Edith Piaff öll æðisleg og á erfitt með að gera upp á milli. Þegar ég er að vinna set ég stundum klassíska tónlist í eyrun. Hvað er síðasta myndband sem þú horfðir á á Youtube? Ég held að það sé eitthvert origami­ kennslumyndband sem ég horfði á með dóttur minni. Hvert er uppáhaldsjólalagið? Heims um ból. Hefurðu lent í lífsháska eða ann- arri dramatískri lífsreynslu? Já, ég hef oftar en einu sinni haldið að ég væri að kveðja pabba minn í síð­ asta sinn vegna veikinda hans en sem betur fer hefur hann sloppið fyrir horn. Svo hef ég nokkrum sinnum næstum því lent í alvar­ legum bílslysum á leiðinni austur en sem betur fer alltaf sloppið. Okkur barst til eyrna að bróðir þinn væri Framsóknarmaður. Hvernig eru fjölskylduboðin? Ertu þú kannski sú eina sem skerð þig úr í fjölskyldunni? Já, mikið rétt. Einar Freyr var í fjórða sæti fyrir Framsókn í Suðurkjör­ dæmi og er því varaþingmaður flokksins. Fjölskylduboðin hjá okkur eru alltaf fjörug og skemmti­ leg. Þar er auðvitað mikið rætt um stjórnmál enda hefur mamma lengi verið mjög virk í stjórnarmál­ um og er oddviti sveitarstjórnar í Mýrdalshreppi. Afi minn var líka mjög virkur í félagsstarfi. Það hefur því alltaf verið partur af uppeldi okkar systkina að ræða stjórnmál en að sama skapi hefur líka alltaf verið í lagi að vera ósammála um málefni og takast á um hugmyndir. Og þótt okkur systkinunum hitni stundum í hamsi þá erum við bestu vinir og látum stjórnmálin ekki komast upp á milli okkar. Blóðheit Evrópukona en bróðirinn í Framsókn Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar og þingmaður flokksins í Suður- kjördæmi, er nýliði á Alþingi. Hún er 31 árs þriggja barna móðir með áhuga á handa- vinnu og fær andlega útrás með því að skrifa upp á gamla mátann, á brakandi pappír með alvöru penna. Jóna Sólveig Elà nardóttir þingmaður Viðreisnar Fjórir ættliðir á Regnbogahátíð í Vík: amma, mamma og eldri stelpurnar mínar. Lautarferð í skógræktinni heima með ömmu Eyrúnu og stelpunum. Rauða torgið í Moskvu með Úlfi. Fjölskylduferð í Ottawa. Snærós Sindradóttir snaeros@frettabladid.is 1 7 . d e s e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r d A G U r44 h e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.