Fréttablaðið - 17.12.2016, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 17.12.2016, Blaðsíða 56
Í dag stöndum við á barmi fjórðu iðnbyltingarinnar.“ Þetta ritaði Klaus Schwab, stofnandi og stjórnandi Alþjóðaefnahags-þingsins í janúar á þessu ári. Forsendur þessarar byltingar, að mati Schwabs, eru hraðar og sögu- legar framfarir á mismunandi sviðum. Hann nefnir sérstaklega erfðavísindi, gervigreind, vélfærafræði, örtækni og líftækni, en sviðin eru auðvitað fleiri. Nú, rúmlega 200 árum eftir að endurbætur James Watts á gufuvélinni leiddu til fyrstu iðnbyltingarinnar, verksmiðja og fjöldaframleiðslu, eru þessar flóknu og oft torkennilegu greinar hávísindanna farnar að tengj- ast og sameinast. „Þetta mun leggja grundvöllinn fyrir víðfeðma og svo altæka byltingu að annað eins höfum við aldrei séð.“ Í formála sínum að skýrslu Alþjóða- efnahagsþingsins um framtíðarmynd vinnumarkaðarins er Schwab greini- lega uppnuminn í ljósi þeirra miklu framfara sem hafa átt sér stað á undan- förnum árum, en um leið uggandi yfir þeim áhrifum sem fjórða iðnbyltingin (stafræn-efnisleg kerfi, internet hlut- anna, tölvuskýið, gagnagnótt o.fl.) kemur til með hafa á þjóðir, fyrir- tæki og einstaklinga, sem sofa værum blundi meðan framtíðin knýr dyra. Amazon á þröskuldinum Amazon Go, ný verslun afþreyingar- og netverslunarrisans Amazon, hóf starfsemi í Seattle á dögunum. Sem stendur er verslunin aðeins opin starfsmönnum Amazon. Þar geta verslunargestir stungið hinu og þessu í vasann og gengið út án þess að greiða fyrir vöruna á staðnum. Enginn kassi, engar raðir. Fljótlega fá viðskiptavinir meldingu um að tiltekin upphæð hafi verið tekin af Amazon-reikningi þeirra. Það þarf samverkandi þætti gervi- greindar, skynjunartækni og tölvu- sjóntækni til að gera þetta kleift. Þetta er ekki ósvipað þeirri tækni sem gerir sjálfakandi bílum kleift að komast heilu og höldnu milli staða. Þó svo að verslunin í Seattle sé til- raunaverkefni, þá ætlar Amazon sér stóra hluti með Amazon Go. Hug- myndir fyrirtækisins boða ákveðna áskorun sem aðilar í smásölu og verslunarfólk þarf að horfast í augu við. Samkvæmt Hagstofu Íslands unnu 42.200 manns við þjónustu og verslun árið 2015. Um fimm milljónir manna vinna í smásölu í Bandaríkj- unum. Verði Amazon Go að útbreiddu fyrirbæri þýðir það meiriháttar upp- stokkun og breytingar hjá gífurlegum fjölda fólks. Hugmyndafræðin bak við Ama- zon Go hefur á sama tíma víða skír- skotun og tengist því sem haft var eftir Schwab hér að framan. Amazon Go er ágæt táknmynd fyrir þær miklu og hröðu breytingar sem sjálfvirkni og deilihagkerfið boða fyrir fjölmargar stéttir. Við stöndum sannarlega á barmi byltingar og aðlögunarfrestur- inn styttist. Yngvi Björnsson, doktor í tölvunar- fræði og forseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík, tekur í sama streng og Schwab. Hann bendir á að það sé nákvæmlega ekkert nýtt við það að tækniframfarir raski þjóð- félagsgerðinni, innreið fjórðu iðn- byltingarinnar sé hins vegar á öðrum forsendum. „Það verður alltaf þjóðfélagsleg sundrun þegar breytingarnar eru að ganga í gegn,“ segir Yngvi. „En það eru sumir sem halda því fram að málum sé öðruvísi háttað núna. Núna tekur það svo skamman tíma fyrir nýja tækni að verða útbreidd að við höfum ekki endilega sama svigrúm og áður til að endurmennta vinnuaflið.“ Vinnuaflið tapar samnings- stöðunni Fjórða iðnbyltingin vegur ekki aðeins að grundvelli láglaunastarfa og geira þar sem menntunarstigið er lágt. Tölv- ur geta nú tekið að sér störf sem hing- að til hafa krafist ákveðinnar sérþekk- ingar. Þekking sem lengi hefur aðeins verið talin á færi mannanna. Lögfræði er eitt af þessum sviðum. Sumar lög- mannsstofur nýta sér nýstárlega tækni sem sameinar gagnagnótt og gervigreind til að gera venjubundna lögfræðivinnu sjálfvirka. Gervigreind sem byggir á grunni Watsons frá IBM er þegar í notkun og veður á hverjum degi í gegnum þúsundir dómsskjala í leit að viðeigandi upplýsingum fyrir tiltekið mál. Ofur-skilvirk gagna- söfnun sem þessi og gervigreind sem greinir og sigtar út mikilvægar upp- lýsingar geta hæglega ráðið úrslitum í dómssal. Svo virðist sem engin stétt sé óhult. Því miður er engin regla í þessum efnum. Tilteknar tækniframfarir geta útrýmt störfum, meðan aðrar skapa störf. Í upphafi 20. aldarinnar unnu 40 prósent af vinnuafli Bandaríkjanna í landbúnaði. Tvö prósent gera það í dag. Þegar hraðbankar voru kynntir til leiks í Bandaríkjunum á sjötta áratug síðustu aldar óttuðust margir að dagar gjaldkera væru taldir. Þvert á móti hefur gjaldkerum fjölgað síðan þá. „Í sjálfvirknivæðingu fjórðu iðnbylt- ingarinnar eru það þekkingarstörfin sem eru undir. Rútína einkennir mörg þekkingarstörf og gervigreindin er komin á það stig núna að tölvur eru farnar að sinna þeim jafn vel og sér- fræðingarnir,“ segir Yngvi. „Það hægir ekkert á þessu. Þessi bylting kemur til með að eiga sér stað og við þurfum að undirbúa okkur eins vel og við mögu- lega getum, því það verða miklar þjóð- félagslegar raskanir, efnahagslegar og samfélagslegar.“ Yngvi bendir á að öldum saman hafi skapandi tæknigeiri, gnægð fjármagns og hraust vinnuafl myndað grunn far- sælla samfélaga. Hætta er á að vinnu- aflið tapi samningsstöðu sinni í yfir- vofandi breytingum og að misskipting auðs aukist enn frekar. Það blasir ekki flókin sviðsmynd við í þessum efnum þegar fyrirtæki eins og Amazon, Uber, Walmart og fleiri eru annars vegar. Starfsfólki fækkar og auðurinn færist á færri og færri hendur. „Mögulega er þetta stærsta áskor- unin, hvernig við breytum samfélags- myndinni þannig að við getum deilt þessum auði á sanngjarnan hátt,“ segir Yngvi. Tækifæri í breyttu ástandi Stóra spurningin hlýtur að vera hvernig samfélag mannanna tekst á við þessar breytingar. Sé þessari spurningu ekki svarað fljótlega blasir við örkumlandi atvinnuleysi og aukin misskipting undir skugga meiriháttar tækniframfara. Það var niðurstaða Alþjóðaefnahagsþingsins að ríki og fyrirtæki verði að taka höndum saman í endurmenntun vinnuafls- ins og undirbúa nýjar kynslóðir fyrir breytta tíma í gegnum menntakerfið. „Vandamálið er að við vitum ekki hvaða störf krakkarnir okkar koma til með að vinna, þessu störf eru ekki til í dag,“ segir Yngvi. Yngvi horfir til þess sem gerir manneskjuna svo einstaka. Að lögð verði áhersla á það sem gerir okkur frábrugðin vélunum (sem stendur, að minnsta kosti) og að mennta- kerfið leggi áherslu á þessa þætti. „Að menntakerfið innleiði ákveðin gildi, með áherslu á samskipti, sköpun og gagnrýna hugsun. Þetta eru allt hlutir sem tölvurnar standa okkur langt að baki í,“ segir Yngvi. „Allir geta haft það betra. Framleiðnin verður meiri, en hvað við gerum með auðinn, það er stóra spurningin. Með framförum fjölgar ávallt tækifærum. Á barmi fjórðu iðnbyltingarinnar Netverslunarrisinn Amazon boðar byltingu í smásölu með því að útrýma greiðslukassanum og þar með milljónum starfa. Hugmyndir Amazon eru aðeins brotabrot af flóknu púsli fjórðu iðnbyltingarinnar. Kjartan Hreinn Njálsson kjartanh@365.is Iðnbyltingarnar Meginstoðir fjórðu iðnbyltingarinnar Stafræn-efnisleg kerfi (cyber-physical) Vélbúnaður sem stjórnað er af tölvu (algrími) með tengingu við netið og notendur þess. Sjálf- keyrandi bílar, orku- net, iðnstýring o.fl. Internet hlutanna (IoT) Nettengd tæki af öllum toga sem safna og skiptast á upplýsingum. Allt frá eldhústækjum og um- ferðarljósum til snjallsíma. Gagnagnótt (Big data) Gagnamagn heimsins fimm- tíufaldast á allra næstu árum. Gagnagnótt vísar til þess hvernig stofnanir og fyrirtæki hagnýta og halda utan um þessi gögn. Tölvuský (Cloud-computing) Gögn geymd á netþjóni, ekki hörðu drifi. Hægt að nálgast upp- lýsingar hvar og hvenær sem er á leifturhraða. Iðnbyltingin 1760-1840 Vélvæðing Vatnsafl Gufuafl Síðari iðnbyltingin 1870-1914 Fjölda- framleiðsla Færibanda- vinnsla Rafmagn Tölvur og sjálfvirkni Stafræn- efnisleg kerfi Fjórða iðnbyltingin 50×4G Upplýsingabyltingin 1950-2016+ Með fraMföruM fjölgar ávallt tækifæruM. Yngvi Björnsson, doktor í tölvunar- fræði og forseti tölvunarfræði- deildar Háskólans í Reyjavík 1 7 . d e s e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r d A G U r56 h e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð Tækni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.