Fréttablaðið - 18.03.2011, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 18.03.2011, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI veðrið í dag Sími: 512 5000 Föstudagur skoðun 18 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Tónlistarskóli Kópavogs stendur fyrir raftónleikum í Salnum í Kópavogi á morgun. Þar flytur Rík- harður H. Friðriksson nýleg verk eftir sjálfan sig byggð á umhverfishljóðum, raddhljóð-um, rafhljóðum og gítarhljóðum. Tónleik-arnir hefjast klukkan 15. L ilja Sigurgeirsdóttir, matreiðslu-maður og eigandi Mömmukaffis í Búðakór í Kópavogi, hefur alla tíð verið mikil súpugerðarkona og reynir að hafa hollustuna að leiðar-ljósi þegar hún stendur yfir súpupott-unum. Hún opnaði Mömmukaffi síðast-liðið haust og býður upp á ilmandi súpu alla daga. „Hugmyndin að kaffihúsinu var að bjóða upp á fjölskylduvænan stað í úthverfi, fjarri ys og þys borgarinnar, og hefur það gefist vel,“ segir Lilj Hsegir aðstöð Sérfræðingur í súpum Lilja opnaði Mömmukaffi í Búðakór síðastliðið haust og hefur það fallið vel í kramið hjá fjölskyldum í hverfinu, sem og hjá íbúum nágrannasveitarfélaganna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 1,5 lítri vatn 2 stórar sætar kartöflur í teningum2 meðalstórar saxaðar gulrætur 2-3 hvítlauksrif eftir smekk fínt söxuðFerskt engifer á Aðferð: Grænmeti og kryddi blandað saman og létt-steikt (svitað) með olíu í potti. Vatni bætt út í og látið ENGIFERBÆTT SÆTKARTÖFLUSÚPAFyrir 4 Lilja Sigurgeirsdóttir geymir ógrynni súpuupskrifta í kollinum og deilir með sér góðri uppskrift:föstudagur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 18. mars 2011 Sigga Heimis er flutt á æsk slóðirna ● HAF by Hafsteinn Júlíusson ● Yfirheyrsl 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Föstudagur 18. mars 2011 64. tölublað 11. árgangur Fjárfestingu þarf til Forstjóri NMÍ telur litlar fjárfestingar standa þjóðfélaginu fyrir þrifum. föstudagsviðtalið 16 Algjört súkkulæði! – Lifið heil www.lyfja.is kl. 7-1 í Lágmúla kl. 8-24 á Smáratorgi Hjá okkur er opið alla daga langt fram á kvöld Kringlukast Opið til 19 í kvöld PÓSTURINN FYLGIR BLAÐINU Í DAG LÖGREGLUMÁL Tveir menn á svört- um bíl reyndu að lokka tvo drengi upp í bílinn í Engjahverfi í Graf- arvogi á miðvikudag. Staðgengill skólastjóra í Engjaskóla sendi for- eldrum nemenda tilkynningu um þetta í gær og bað þá um að vera vel á varðbergi. Þetta er í fjórða sinn sem til- kynnt er um menn á svörtum bíl sem reyna að lokka börn til sín inn í bílinn með ýmsum gylliboðum. Fyrstu tilvikin voru í Hafnar- firði og Garðabæ í síðustu viku. Lýsingarnar á þeim atvikum voru svipaðar. Í bæði skiptin var um tvo unga menn að ræða sem buðu börnunum sælgæti, leikföng og „flottar fótboltavörur“ gegn því að þau kæmu inn í bílinn. Lýs- ingarnar þóttu nægilega áþekk- ar til að draga mætti þá ályktun að sennilega væri um sömu menn að ræða. Ekkert barnanna þáði boðið. Fyrir réttri viku virðist sem mennirnir hafi aftur verið á ferð við Húsaskóla í Grafarvogi. Aðstoðarskólastjórinn sendi for- eldrum þá tilkynningu um málið. Í henni kom fram að tveir menn á svörtum bíl hefðu boðið dreng inn í bílinn að skoða Legókubba. Annar mannanna var sagður með yfirvaraskegg og mjóan hökutopp. Björgvin Björgvinsson, yfir- maður kynferðisbrotadeildar lög- reglunnar á höfuðborgarsvæð- inu, segir að málið sé í alla staði mjög óvenjulegt. Nánast algilt sé að menn sem hyggjast níðast á börnum athafni sig einir og beini auk þess athygli sinni nær alltaf að einu barni, en ekki mörgum í einu eins og raunin hefur verið í sumum þessara tilfella. Af þessum sökum sé lögreglan tvístígandi, þótt hún taki málið mjög alvarlega. Björgvin segir að í ljósi þessa sé ekki hægt að úti- loka að mennirnir geri sér þetta að leik og séu í raun alls engir barnaníðingar. En hvað ef í ljós kæmi að menn- irnir væru að gera að gamni sínu? Hvernig tæki lögreglan á því? „Við myndum taka mjög fast á því,“ segir Björgvin, jafnvel þótt ekki væri endilega hægt að refsa þeim fyrir þá háttsemi lögum samkvæmt. „Börnin sofa sum órólega eftir þetta og eru mjög hrædd þannig að þetta er auð vitað alls ekkert grín,“ segir hann. Fleiri atvik, óskyld þessum, þar sem menn reyna að lokka börn í bíla, hafa komið inn á borð lögreglu að undanförnu. Á einu þeirra hefur fengist eðlileg skýring. - sh Mennirnir á svarta bílnum ekki hættir Menn á svörtum bíl reyndu að lokka drengi upp í bílinn í Engjahverfi í Grafar- vogi. Fjórða tilkynningin í þá veru á skömmum tíma. Lögreglan tvístígandi. Málið þykir óvenjulegt og ekki útilokað að mennirnir séu að gera að gamni sínu. Börnin sofa sum órólega eftir þetta og eru mjög hrædd þannig að þetta er auðvitað alls ekkert grín. BJÖRGVIN BJÖRGVINSSON YFIRMAÐUR KYNFERÐISBROTADEILDAR Lét drauminn rætast Oddur Snær Magnússon tók upp sólóplötu í tilefni af þrítugsafmæli sínu. fólk 38 KALT Í VEÐRI Í dag verður fremur stíf vestanátt og víða él einkum vestan til en úrkomulítið SA-lands. Dregur úr vindi og ofankomu í kvöld. Frost 1-10 stig. -6 -5 -2 -2 -7 VEÐUR 4 HRUNIÐ „Engin rússnesk fyrirtæki voru nokkru sinni með nokkur viðskipti við Kaupthing Luxem- bourg,“ segir Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. „Uppspun- inn um rússneska leynisjóði og peningaþvætti er innistæðulaus þvættingur.“ Í greininni rekur Sigurður nokkur dæmi um það sem hann kallar „óvandaða blaðamennsku á undanförnum dögum“. Hann fjallar um aðgerðir breskra lögregluyfirvalda vegna rannsóknar á Kaupþingi á dög- unum og segir Björn Þorvaldsson, aðstoðarsaksóknara hjá sérstök- um saksóknara, hafa tekið þátt í þeim sem túlkur. „Sjálfur var ég frjáls ferða minna í eftirmið- dag þessa dags eftir 15 mínútna langa yfirheyrslu og ekki krafinn um neinar tryggingar frekar en aðrir,“ segir Sigurður. Sjá síðu 22 Grein Sigurðar Einarssonar: Engin rússnesk fyrirtæki hjá Kaupþingi í Lúx VORVERK Í HRÍÐINNI Skipverjar á rússnesku togurunum sem hafa haft vetursetu í Hafnarfjarðar- höfn eru farnir að gera klárt áður en þeir halda út á miðin á ný og voru að hífa kost um borð þegar ljósmyndari átti leið hjá í gær. Skipin þrjú eru jafnan hér yfir háveturinn, en halda aftur til veiða á Reykjaneshrygg með vorinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KR og Grindavík leiða Úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla fór af stað í gærkvöldi. sport 34 JAPAN Verkfræðingum tókst í gærkvöldi að tengja rafmagn við einn af fjórum kjarnakljúfum í kjarnorkuverinu í Fukushima í Japan. Vonir stóðu til að þeim tækist að ná dælum fyrir kæli- búnað kjarnakljúfsins í gang á nýjan leik. Kjarnakljúfurinn var kældur með sjó í gær til að koma í veg fyrir kjarnorkuslys. Fólki er ráð- lagt að halda sig fjarri. Íslenska utanríkisráðuneytið hvetur Íslendinga til að yfirgefa Tókýó og halda sig í að minnsta kosti 90 kílómetra fjarlægð frá Fikushima. Sendiráð Íslands í Japan býður þeim aðstoð sem þurfa. Staðfest hefur verið að 5.400 manns hafi látist í hörmungunum og 9.500 sé saknað. Tugir þús- unda hafast við í neyðarskýlum. - bj / sjá síðu 12 Unnið að viðgerð í Fukushima: Rafmagn komst á kjarnakljúf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.