Fréttablaðið - 18.03.2011, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 18.03.2011, Blaðsíða 21
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Tónlistarskóli Kópavogs stendur fyrir raftónleikum í Salnum í Kópavogi á morgun. Þar flytur Rík- harður H. Friðriksson nýleg verk eftir sjálfan sig byggð á umhverfishljóðum, raddhljóð- um, rafhljóðum og gítarhljóðum. Tónleik- arnir hefjast klukkan 15. L ilja Sigurgeirsdóttir, matreiðslu- maður og eigandi Mömmukaffis í Búðakór í Kópavogi, hefur alla tíð verið mikil súpugerðarkona og reynir að hafa hollustuna að leiðar- ljósi þegar hún stendur yfir súpupott- unum. Hún opnaði Mömmukaffi síðast- liðið haust og býður upp á ilmandi súpu alla daga. „Hugmyndin að kaffihúsinu var að bjóða upp á fjölskylduvænan stað í úthverfi, fjarri ys og þys borgarinnar, og hefur það gefist vel,“ segir Lilja. Hún segir aðstöðuna og veitingarnar taka mið af þörfum fjölskyldunnar og þá sér í lagi yngstu gestanna, en fjórðungur staðarins er lagður undir leiksvæði sem foreldrar hafa góða yfirsýn yfir. Lilja segir viðskiptavini koma úr ýmsum áttum og að fólk úr ólíkum hverfum mæli sér mót á staðnum, enda er hann miðsvæðis. Þá er gjarnan boðið upp á léttar og fjölskylduvænar upp- ákomur og má þar nefna reglulega fræðslu og ráðgjöf fyrir mæður með börn á brjósti. vera@frettabladid.is Sérfræðingur í súpum Lilja opnaði Mömmukaffi í Búðakór síðastliðið haust og hefur það fallið vel í kramið hjá fjölskyldum í hverfinu, sem og hjá íbúum nágrannasveitarfélaganna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 1,5 lítri vatn 2 stórar sætar kartöflur í teningum 2 meðalstórar saxaðar gulrætur 2-3 hvítlauksrif eftir smekk fínt söxuð Ferskt engifer á stærð við þumal- putta, afhýtt og fínt saxað 1 stk. matarlaukur, saxaður 2 msk. krydd lífsins frá Pottagöldrum 1 msk. Garam masala frá Potta- göldrum 1-2 teningar grænmetiskraftur eftir smekk olía til steikingar Aðferð: Grænmeti og kryddi blandað saman og létt- steikt (svitað) með olíu í potti. Vatni bætt út í og látið sjóða í þrjú korter og maukað með töfrasprota. Þá er komin þessa fína súpa og ekkert eftir nema að smakka hana til og bæta við kryddunum ef þurfa þykir. Mjög gott er að bera súpuna fram með nýbökuðu brauði og hummus eða smjöri. ENGIFERBÆTT SÆTKARTÖFLUSÚPA Fyrir 4 Lilja Sigurgeirsdóttir geymir ógrynni súpuupskrifta í kollinum og deilir með sér góðri uppskrift:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.