Fréttablaðið - 18.03.2011, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 18.03.2011, Blaðsíða 45
FÖSTUDAGUR 18. mars 2011 29 Feneyjatvíæringurinn verður í brennidepli á málþingi sem Lista- safn Reykjavíkur og Kynningarmið- stöð íslenskrar myndlistar standa fyrir á Kjarvalsstöðum á sunnudag. Framsögumenn hafa allir komið að Feneyjatvíæringnum með einum eða öðrum hætti og munu þeir miðla af reynslu sinni og reifa ýmis álita- mál varðandi hátíðina. Birta Guðjónsdóttir, sýningar- stjóri og myndlistarmaður, munu ræða um Feneyjatvíæringinn út frá þátttöku hennar sem aðstoðar- manns við uppsetningu í íslenska skálanum árið 2005. Börkur Arn- arsson rekur gallerí i8 í Reykjavík og hefur komið að tvíæringnum í gegnum listamenn á vegum gall- erísins, til dæmis Ragnar Kjart- ansson. Börkur fjallar um stöðu og eftirfylgni við listamenn sem taka þátt í Feneyjatvíæringnum. Dor- othée Kirch hefur mótað nýja stefnu sem forstöðumaður Kynningarmið- stöðvar íslenskrar myndlistar, KÍM, og mun varpa ljósi á framtíðarsýn miðstöðvarinnar á tvíæringinn. Að lokum mun Ellen Blumenstein, sýn- ingarstjóri íslenska skálans í Fen- eyjum 2011, fjalla um tvíæringinn í alþjóðlegu samhengi og í tengslum við íslenskan myndlistarveruleika. Fríða Björk Ingvarsdóttir stýrir málþinginu, sem fer fram á ensku og stendur frá klukkan 15 til 17. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Tvíæringurinn tekinn til kostanna HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 18. mars ➜ Tónleikar 20.00 Kristjana Stefánsdóttir, söng- kona, og Kjartan Valdemarsson, píanóleikari,halda tónleika í Menn- ingarmiðstöðinni Gerðubergi kl. 20. Aðgangseyrir er kr. 2.000. 23.00 Fjáröflunartónleikar Of Mon- sters and Men fara fram á Faktorý í kvöld kl 23. Sveitin er á leið í hljóðver að taka upp sína fyrstu breiðskífu. Einnig koma fram Orphic Oxtra og Who Knew?. Húsið opnar kl. 22. Aðgangseyrir kr. 1.000. ➜ Síðustu forvöð Síðasta sýn- ingarhelgi mál- verkasýningar Huldu Hlínar, Huldir heimar, er um helgina. Listamaðurinn verður á staðn- um frá kl. 13-15 á laugardag. Sýningu lýkur á sunnudag. Opið frá kl. 9-22. ➜ Málþing 12.00 Málþing um niðurstöður rannsókna á aðstæðum og upplifun kvenna í fjórum greinum á verkfræði- og náttúruvísindasviði HÍ fer fram í dag kl. 12. Aðgangur er ókeypis. Allir velkomnir. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is ÚR SÝNINGU SÝNINGANNA Steingrímur Eyfjörð er í hópi þeirra listamanna sem hafa sýnt á Feneyjatvíæringnum sem fulltrúar Íslands. Ólafur Elíasson myndlistarmað- ur hefur hannað frímerki í til- efni þess að Harpa verður tekin í notkun 4. maí næstkomandi. Ólafur hannaði glerhjúpinn utan á tónlistarhúsinu, sem er tilvísun í stuðlaberg sem finna má víða á landinu, og dregur frímerkið einnig dám af því. Henning Lar- sen Architects hönnuðu bygg- inguna en Artec Consultants hljómburðinn. Íslandspóstur gefur frímerk- ið út 4. maí næstkomandi, sama dag og Harpa verður opnuð með tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Vladimírs Ashkenazy. Ólafur hann- ar frímerki fyrir Hörpu Canon Powershot SX30 Verðlaun febrúar- mánaðar 2011 1. verðlaun: Canon EOS 60D Samtals 13 glæsileg verðlaun frá Sense, dreifingaraðila Canon neytendavara á Íslandi Ljósmyndakeppni fyrir dagatal Eimskips 2012 Taktu þátt í ljósmyndakeppni Eimskips og freistaðu þess að fá landslagsmyndina þína gefna út á dagatali félagsins næsta ár. Hægt er að senda inn mynd í hverjum mánuði og veitt eru glæsileg verðlaun fyrir bestu mynd mánaðarins. Fyrstu verðlaun fyrir bestu myndina, glæsileg Canon EOS 60D myndavél, verða síðan kynnt í lok nóvember um leið og það kemur í ljós hverjir eiga þær myndir sem valdar voru myndir mánaðarins. Myndefnið: Landslag í náttúru Íslands er myndefnið. Á myndinni, sem á að vera í lit, mega ekki sjást mannvirki eða fólk. Dýr mega ekki vera í forgrunni. Myndina skal taka í þeim mánuði sem hún tilheyrir, þ.e. janúarmyndina í janúar osfrv. Skiladagur í hverjum mánuði: Skiladagur myndar mánaðarins hverju sinni er í síðasta lagi 20. dag mánaðarins á eftir. Febrúarmynd á þannig að skila inn í síðasta lagi 20. mars. Um fyrirkomulag keppninnar, skil á myndum og nánari keppnisreglur er að öðru leyti vísað á www.eimskip.is/ljosmyndakeppni 20. Munið skilafrestinn mars að verðmæti 94.900 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.