Fréttablaðið - 18.03.2011, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 18.03.2011, Blaðsíða 40
18. mars 2011 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is KOLBRÚN BJÖRGÓLFSDÓTTIR listamaður er 59 ára í dag. „Maður gerir sig hamingjusaman sjálfur.“ Hestamannafélagið Sörli í Hafnarfirði efnir til kynningar á námskeiði í frumtamningum í kvöld klukkan 19 þar sem öldungurinn Ingimar Sveinsson lýsir sínum aðferðum er hann nefnir Af frjálsum vilja. Tveir flottir folar verða not- aðir sem kennslutæki. Ingimar byggir tamningaaðferðir sínar að hluta til á kenningum hins bandaríska Monty Roberts og að hluta til á eigin reynslu. „Ég hef tekið ýmislegt frá útlöndum og lagað það að íslenska hestinum því hann er ólíkur öðrum hesta- kynjum á margan hátt, hefur aðra hæfileika og allt öðru vísi skapgerð,“ segir hann og lýsir nánar. „Íslenski hestur- inn er miklu sjálfstæðari en aðrir enda er hann alinn upp úti við og er að miklu leyti villtur. Erlendis er strax farið að teyma folöldin nýfædd en mín aðferð virkar langbest á hesta sem aldrei hafa verið snertir. Ég hef verið með nám- skeið annars staðar á Norðurlöndunum og þar eru hestarn- ir orðnir ofdekraðir heimalningar,“ segir Ingimar. „Þá er erfitt að eiga við þá því hesturinn vill valta yfir manninn.“ Ingimar er 83 ára og nýfluttur á höfuðborgarsvæðið ásamt konu sinni, eftir 25 ára búsetu á Hvanneyri í Borg- arfirði. Mosfellsbærinn varð fyrir valinu. „Ég kann svona sæmilega við mig. Þegar ég verð búinn að fá hestana mína þá gerbreytist lífið,“ segir hann glaðlega. Hann kveðst fá fjóra þeirra í næstu viku og vera búinn að leigja tvær stíur fyrir þá í Mosfellsbænum. „Svo á ég sex til viðbótar uppi á Hvanneyri, þar verður sinnt um þá í vetur.“ Ingimar var kennari á Hvanneyri í þrettán ár en kveðst hafa farið í „úreldingu eins og aðrir“ þegar hann varð sjö- tugur. „En ég hef verið með námskeið bæði við skólann og annars staðar og er búinn að taka um 1.500 manns og jafnmarga hesta á þau.“ Ekki kveðst hann skella sér á bak á námskeiðunum heldur fari hver á bak á sínum hesti. „Ég stjórna hestinum frá jörðu og læt ekki fólk fara á bak fyrr en það er öruggt,“ segir hann og tekur fram að aldrei hafi orðið slys á námskeiðum hjá honum. Hátt í 400 blaðsíðna bók, Hrossafræði Ingimars, kom út í byrjun desember og seldist upp á hálfum mánuði. Nú er önnur útgáfa komin úr prentun. „Hún er ekki bara um tamningar, heldur um allt sem viðkemur hestinum,“ útskýrir höfundurinn, sem sjálfur pikkaði textann inn á tölvu. „Ég er ekkert óskaplega hraðvirkur á takkaborðinu,“ segir hann. „Enda ekkert unglamb lengur.“ gun@frettabladid.is INGIMAR SVEINSSON TAMNINGAMAÐUR: ER MEÐ NÁMSKEIÐ HJÁ SÖRLA Í KVÖLD Aldeilis ekki af baki dottinn INGIMAR SVEINSSON TAMNINGAMAÐUR „Mín aðferð virkar langbest á hesta sem aldrei hafa verið snertir,” segir reynsluboltinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Áskær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún M. Hjaltalín Ingólfsdóttir er látin. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 24. mars kl. 13.30. Jarðsett verður í Ólafsfjarðar- kirkjugarði föstudaginn 25. mars kl. 16.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Lautina, athvarf Rauða krossins á Akureyri, 565-14-607610, kt. 650101-3320. Ingunn H. Hallgrímsdóttir Garðar Jóhannsson Sigrún M. Hallgrímsdóttir Hilmar Már Aðalsteinsson Sóley R. Hjaltalín barnabörn, barnabarnabarn, systkini hinnar látnu og vinir. Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Árbjörg Ólafsdóttir Húsagarði, áður Suðurhólum 30, lést á dvalarheimilinu Lundi 12. mars sl. Útför fer fram frá Skarðskirkju í Landsveit laugardaginn 19. mars kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Ólafs Björnssonar. Sigrún Ingólfsdóttir Einar Brynjólfsson Jóna St. Sveinsdóttir Ólafur S. Sveinsson Guðbjörg Anna Ellertsdóttir Ólafía Sveinsdóttir Ólafur Andrésson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Innilegar þakkir til ykkar allra, sem sýnduð okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Halls Jónassonar bifreiðarstjóra, Lindarbrekku, Varmahlíð, Skagafirði. Sérstakar þakkir eru til Álftagerðisbræðra. Guð blessi ykkur öll. Aðalbjörg A. Jónsdóttir Steinunn Helga Hallsdóttir Gunnar Randver Ágústsson Jónas J. Hallsson Inga Hanna Dagbjartsdóttir Hafdís Hallsdóttir Bjarni Ingvarsson Jónína Hallsdóttir Einar Einarsson og afabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Magnús Þór Helgason Kirkjuvegi 1, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 17. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Einar Magnússon Ingibjörg Bjarnadóttir Grétar Magnússon Margrét Borgþórsdóttir Guðríður Magnúsdóttir Magnús Karlsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Gunnar Jóhannesson Hólabraut 7, Hrísey, varð bráðkvaddur á heimili sínu föstudaginn 11. mars. Jarðarförin fer fram frá Hríseyjarkirkju þriðjudaginn 22. mars kl. 14.00. Innilegar þakkir og hlýja til nágranna okkar. Sóley Hannesdóttir Hannes Sveinn Gunnarsson Jóna Jóhannsdóttir Jóhanna Sigurbjörg Gunnarsdóttir Emil Albertsson Ingvar Gunnarsson Særún Guðgeirsdóttir Gylfi Gunnarsson Kristrún Inga Hannesdóttir Eva Gunnarsdóttir Friðrik Ottesen afa- og langafabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hulda Þórarinsdóttir Fögrubrekku 24, Kópavogi, lést á Landspítalanum Fossvogi þriðjudaginn 15. mars. Halldór S. Guðmundsson Jónas H. Bragason Guðrún Sólveig Guðmundsdóttir Halla Ósk Halldórsdóttir Geir Atli Zoëga barnabörn og langömmubörn. Okkar ástkæri Ragnar Georgsson skólastjóri og forstöðumaður Skólaskrifstofu Reykjavíkur, verður jarðsunginn í dag föstudaginn 18. mars kl. 13.00 frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Rannveig Magnúsdóttir Steinunn Birna Ragnarsdóttir Hans Gústafsson Brynhildur Björnsdóttir Helgi Gunnarsson Ragnar Logi, Arent Orri, Steinunn Thalia og Gerður Tinna Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigrún Þorbjörg Runólfsdóttir frá Fáskrúðsfirði, andaðist á elliheimilinu Grund sunnudaginn 13. mars. Útförin fer fram frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 19. mars kl. 14.00. Sigurður Emil Ólafsson Guðný Ásta Ottesen Sigmar Ólafsson Úlfhildur Gunnarsdóttir Hrefna Ólöf Ólafsdóttir Sveinbjörn Arnarson Auður Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Þorgerður Árnadóttir Blandon lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni þriðjudaginn 15. mars. Útförin fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 28. mars kl. 13.00. Þorbjörg Skarphéðinsdóttir Sigurður Þorgrímsson Haraldur Sigurðsson Guðleif Helgadóttir Arnheiður E. Sigurðardóttir Óskar Sæmundsson barnabörn og barnabarnabörn. 59 Elsku sonur okkar, bróðir og dóttursonur, Kári Þorleifsson Drekavogi 16, andaðist á gjörgæsludeild Landspítala Fossvogi 16. mars. Útförin verður auglýst síðar. Guðný Bjarnadóttir Þorleifur Hauksson Þórunn Þorleifsdóttir Álfdís Þorleifsdóttir Ari Þorleifsson, Mette, Mathilde, Jóhann Sigrún Hermannsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.