Fréttablaðið - 18.03.2011, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 18.03.2011, Blaðsíða 50
18. mars 2011 FÖSTUDAGUR34 sport@frettabladid.is GUNNAR HEIÐAR ÞORVALDSSON verður ekki með ÍBV í sumar því hann nýtti sér ákvæði í samningi sínum sem leyfir honum að semja við erlent félagslið og samdi til þriggja ára við sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping. „Þetta var alls ekkert auðveld ákvörðun en ég spurði mig að því hvenær ég fengi aftur svona gott tækifæri. Á endanum ákvað ég því að taka slaginn,” sagði Gunnar Heiðar við Vísi. Eyjamenn eru nú að skoða framherja frá Danmörku og Austurríki. 8 liða úrslit Iceland Express KR-Njarðvík 92-80 (33-38) Stig KR: Marcus Walker 33, Brynjar Björnsson 20, Finnur Atli Magnússon 12, Fannar Ólafsson 9, Pavel Ermolinskij 6 (9 frák./11 stoð.), Hreggviður Magnússon 5, Ólafur Ægisson 3, Skarphéðinn Ingason 2, Jón Orri Kristjánsson 2. Stig Njarðvíkur: Melzie Moore 20 (11 frák.), Giordan Watson 12, Jóhann Árni Ólafsson 11, Guðmundur Jónsson 10, Hjörtur Einarsson 8, Páll Kristinsson 7, Nenad Tomasevic 6, Friðrik Stefánsson 2, Brenton Birmingham 2, Egill Jónasson 2. Grindavík-Stjarnan 90-83 (45-38) Stig Grindavíkur: Mladen Soskic 20, Ryan Pettinella 19, Páll Axel Vilbergsson 18, Ólafur Ólafsson 17 (5 frák./7 stoðs.), Nick Bradford 12 (10 frák./7 stoðs.), Ómar Örn Sævarsson 4. Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 21 (9 stoðs.), Jovan Zdravevski 17, Renato Lindmets 16, Marvin Valdimarsson 14, Fannar Freyr Helgason 10 (15 frák.), Daníel G. Guðmundsson 3, Guðjón Lárusson 1, Kjartan Atli Kjartansson 1. LEIKIR Í KVÖLD Snæfell-Haukar Stykkishólmi kl.19.15 Keflavík-ÍR Keflavík Kl. 19.15 N1 deild karla Haukar-HK 29-28 (15–13) Mörk Hauka (skot): Björgvin Þór Hólmgeirsson 9 (12), Tjörvi Þorgeirsson 5 (9), Einar Örn Jónsson 4 (4), Guðmundur Árni Ólafsson 3 (5), Þórður Rafn Guðmundsson 3 (6), Stefán Rafn Sigurmannsson 2 (7), Freyr Brynjarsson 2 (2), Heimir Óli Heimisson 1 (1). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 14 (34/2, 41%), Aron Rafn Eðvarðsson 3/1 (10/2, 30%). Hraðaupphlaup: 1 (Freyr Brynjarsson). Fiskuð víti: 4 (Björgvin Þór Hólmgeirsson 2, Freyr Brynjarsson, Tjörvi Þorgeirsson). Utan vallar: 10 mínútur Mörk HK (skot): Bjarki Már Elísson 11/3 (12/4), Ólafur Bjarki Ragnarsson 4 (11), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 4 (11), Atli Karl Backmann 3 (4), Atli Ævar Ingólfsson 3 (5), Daníel Berg Grétarsson 1 (4), Sigurjón Björnsson 1 (2), Bjarki Már Gunnarsson 1 (1) Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 9 (29/4 31%), Andreas Örn Aðalsteinsson 0 (8, 0%) Hraðaupphlaupsmörk: 2 (Bjarki Már Elísson 2) Fiskuð víti: 4 (Atli Ævar Ingólfsson 2, Atli Karl Backmann, Ólafur Bjarki Ragnarsson) Utan vallar: 6 mínútur Valur-Fram 35-25 (16-11) Mörk Vals: Sturla Ásgeirsson 10, Anton Rúnarsson 6, Ernir Hrafn Arnarson 5, Valdimar Fannar Þórsson 4, Jón Björgvin Pétursson 3, Orri Freyr Gíslason 2, Fannar Þorbjörnsson 2, Finnur Ingi Stefánsson 1, Einar Örn Guðmundsson 1, Hjálmar Þór Arnarson 1. Mörk Fram: Einar Rafn Eiðsson 6, Arnar Birkir Hálfdánsson 6, Magnús Stefánsson 3, Jóhann Karl Reynisson 3, Róbert Aron Hostert 3, Stefán Baldvin Stefánsson 2, Andri Berg Haraldsson 1, Hákon Stefánsson 1. Selfoss-Akureyri 31-31 (11-15) Mörk Selfoss: Ragnar Jóhannsson 7, Guðjón Finnur Drengsson 6, Andrius Zigelis 5, Atli Kristinsson 3, Guðni Ingvarsson 3, Einar Héðínsson 2, Milan Ivancev 2, Gunnar Ingi Jónsson 2, Helgi Héðinsson 1. Mörk Akureyrar: Bjarni Fritzson 12, Heimir Örn Árnason 6, Oddur Grétarsson 6, Hörður Fannar Sigþórsson 3, Guðmundur Hólmar Helgason 2, Daníel Einarsson 1, Halldór Logi Árnason 1. FH-Afturelding 34-23 (17-7) Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 9, Baldvin Þorsteinsson 6, Örn Ingi Bjarkason 5, Ólafur Andrés Guðmundsson 5, Ólafur Gústafsson 3, Ari Magnús Þorgeirsson 2, Halldór Guðjónsson 2, Benedikt Reynir Kristinsson 1, Atli Rúnar Steinþórsson 1. Mörk Aftureldingar: Böðvar Ásgeirsson 5, Arnar Theódórsson 5, Sverrir hermansson 4, Þrándur Gíslason 4, Hilmar Stefánsson 2, Jón Andri Helgason 1, Bjarni Aron Þórðarson 1, Ásgeir Jónsson 1. STAÐAN Í DEILDINNI: Akureyri 17 13 2 2 492-444 28 FH 17 11 1 5 497-446 23 Fram 17 9 1 7 533-503 19 Haukar 17 8 3 6 446-438 19 HK 17 9 0 8 505-515 18 Valur 17 7 0 10 448-471 14 Afturelding 17 4 0 13 429-477 8 Selfoss 17 2 3 12 480-536 7 N1 deild kvenna Fram-Grótta 42-17 (23-5) Mörk Fram: Stella Sigurðardóttir 9, Birna Berg Haraldsdóttir 7, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 6, Marthe Sördal 5, Ásta Birna Gunnarsdóttir 4, Pavla Nevarilova 4, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 3, María Karlsdóttir 3, Hafdís Shizuka Iura 1. Mörk Gróttu: Hildur Marín Andrésdóttir 3, Elísabet Þórunn Guðnadóttir 3, Fríða Jónsdóttir 2, Björg Fenger 2, Helga Þórunn Óttarsdóttir 1, Tinna Laxdal Gautadóttir 1, Steinunni Kristín Jóhannsdóttir 1, Katrín Viðarsdóttir 1, Alexandra Kristjánsdóttir 1, Helga Rún Hlöðversdóttir 1, Auður Ólafsdóttir 1. ÚRSLTIN Í GÆR KÖRFUBOLTI „Þetta vill oft vera ákveðin þolinmæðisvinna hjá okkur,“ sagði Hrafn Kristjáns- son, þjálfari KR-inga, eftir að þeir unnu 92-80 sigur á Njarðvík á heimavelli sínum. Þetta var fyrsta viðureign liðanna í úrslitakeppn- inni en KR getur tryggt sig inn í undanúrslitin með sigri í Njarðvík á sunnudag. KR-ingar voru lengi í gang í gær en léku á als oddi eftir hlé. „Varn- arlega vorum við að gera það sem við ætluðum að gera í fyrri hálf- leik en í hálfleik töluðum við um að verða árásargjarnari. Við fórum ekki að framkvæma fyrr en þá,“ sagði Hrafn. Gestirnir frá Njarðvík byrj- uðu leikinn betur. Það virtist vera ákveðið stress í KR-ingum sem voru ekki að spila sem lið og hittu illa. Njarðvík var fjórum stigum yfir eftir fyrsta fjórðung. Sá annar einkenndist af mikilli baráttu og var mönnum orðið ansi heitt í hamsi. Nokkrir vafasamir dómar hjálpuðu ekki til að lækka hitann og gott að leikhlutinn var ekki lengri því það var öllum fyrir bestu að komast inn í klefa og róa aðeins taugarnar. Það gerði KR-ingum allavega gott því þeir komu gríðarlega öfl- ugir til leiks eftir hlé. Staðan var 33-38 í hálfleik en með frábærri byrjun komst KR loks yfir 44-42 og vakti það stuðningsmenn þeirra sem höfðu vægast sagt látið lítið fyrir sér fara fram að þessu. Stemningin var algjörlega heimamanna og Njarðvíkingar brotnuðu hægt og rólega. Staðan 62-56 fyrir lokafjórðunginn. Þar kláruðu Vesturbæingar leikinn fagmannlega, voru í flottum takti með sjóðheitan Marcus Walker í fararbroddi. KR vaknaði held- ur betur af krafti og allir fóru að skila sínu. Tólf stiga sigur niður- staðan. „Marcus er bara afsprengi eigin vinnu og dugnaðar. Maður sem vinnur eins mikið og hann á hverj- um degi verður ekki drepinn niður í 40 mínútna körfuboltaleik,“ sagði Hrafn. „Fram undan er bara glæ- nýtt verkefni. Við förum á þeirra körfur á þeirra velli og þeir eiga eftir að vera alveg brjálaðir.“ Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, var ekki sáttur við varnarleik síns liðs. „Við vorum mjög slakir varnarlega í seinni hálfleik og það var bara leikur- inn. Þeir skoruðu einhver 60 stig í seinni hálfleik og þá er mjög erfitt að vinna. Þetta var barningur milli tveggja góðra liða. Það er svekkj- andi að við duttum svona mikið niður því varnarleikurinn var ekki slæmur í fyrri hálfleiknum. Það er ýmislegt sem við þurfum að fara yfir fyrir næsta leik,“ sagði Einar. elvargeir@frettabladid.is KR-sýningin hófst eftir hlé KR er komið í 1-0 í einvígi sínu við Njarðvík í átta liða úrslitum Iceland Express- deildar karla í körfubolta eftir að hafa unnið flottan sigur á Njarðvík í DHL- höllinni í gær. KR-ingar voru rólegir í fyrri hálfleik en sprungu út í þeim síðari. STEMNING Í KR-LIÐINU KR-ingar höfðu yfir nógu að fagna í seinni hálfleiknum þegar allt gekk upp hjá liðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 27 STIG Í SEINNI HÁLFLEIKNUM KR- ingurinn Marcus Walker fór á kostum í vörn og sókn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI Leik Hauka og HK í N1-deild karla lauk með drama- tískum 29-28 sigri Hauka á Ásvöllum í gærkvöldi. Tjörvi Þorgeirsson skoraði sigurmark- ið þegar aðeins 7 sekúndur voru eftir. Með þessu lyfta Haukar sér upp fyrir HK og í sæti í úrslita- keppni N1-deilarinnar. „Þetta var súr endir, sérstak- lega þegar við vorum búnir að berjast til að komast aftur inn í leikinn,“ sagði Kristinn Guð- mundsson, aðstoðarþjálfari HK. „Við hentum þessu eiginlega frá okkur, vorum að gera okkur erf- itt fyrir og vantaði meiri grimmd til að klára þetta,“ sagði Krist- inn. „Mjög stór sigur fyrir mig og allt liðið,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson, þjálfari Hauka. „Þetta datt okkar megin í dag, við lögðum meira í þennan leik en hina leikina við HK enda ætl- uðum við ekki að tapa öllum þrem leikjunum gegn þeim,“ sagði Gunnar. - kpt Haukar upp fyrir HK í gær: Tjörvi skaut Hauka í 4.sætið EINAR ÖRN JÓNSSON Fékk rautt spjald í lokin í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KÖRFUBOLTI „Fyrir áramót var þessi barátta til staðar hjá okkur en svo hvarf hún. Nú er hún komin aftur og vonandi heldur þetta svona áfram,“ sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, eftir sigur sinna manna á Stjörnunni í gær, 90-83. Grindavík sýndi þá takta sem svipaði til spilamennsku liðsins í upphafi tímabilsins þegar liðið var nánast ósigrandi. Síðan þá hafa þeir gulklæddu gefið eftir en þeir ætla sér að berjast fyrir sínu í úrslitakeppninni og sýndu í gær að þeir eru til alls líklegir á góðum degi. Nick Bradford átti góðan leik með Grindavík í gær og sýndi að þó svo að hann hafi oft verið í betra formi kann hann enn að spila góða vörn, leita félagana uppi og keyra upp að körfunni. Allt þetta gerði hann í gær með góðum árangri en fleiri hjá Grindavík spiluðu vel í gær. Grindavík hafðið undirtökin lengst af í leiknum og gaf tóninn með því að skora sex þriggja stiga körfur í fyrsta leikhluta. Leikarn- ir jöfnuðust í síðari hálfleik og komust Stjörnumenn fljótt yfir, 51-49. Þá tók harðjaxlinn Páll Axel Vilbergsson til sinna mála og skoraði næstu níu stig Grinda- víkur, öll utan þriggja stiga lín- unnar. Stjarnan átti reyndar aftur eftir að komast yfir í upp- hafi fjórða leikhluta en aftur höfðu Grindvíkingar betur í bar- áttunni á báðum endum vallarins og unnu að lokum sjö stiga sigur. „Það voru allir að standa sig vel í kvöld og allir að skila sínu. Við þurfum að kíkja á ákveðna punkta sem við þurfum að laga og ef við gerum það þá erum við í góðum málum fyrir framhaldið,“ sagði Helgi Jónas en kollegi hans hjá Stjörnunni, Teitur Örlygsson, segir að sínir menn geti miklu betur. „Ég er auðvitað hundfúll því að við spiluðum ekki nógu vel í kvöld. Við getum bætt okkar leik á mörgum sviðum og nú fáum við tvo daga til að gera það áður en næsti leikur kemur,“ sagði Teit- ur. „Við náðum þó að halda í við þá í kvöld þó svo að við hefðum ekki verið að spila vel. Það er kannski það eina sem manni líður vel yfir, að vita að við getum gert svo miklu betur þegar við mætum þeim heima á sunnudaginn.“ - esá Grindavík er komið í 1-0 eftir hörkuleik við Stjörnuna í gær í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitunum: Baráttan aftur komin í Grindavíkurliðið ÁNÆGÐUR MEÐ SÍNA MENN Helgi Jónas Guðfinnsson er tábrotinn og gat ekki spilað í gær en stýrði sínum mönnum til sigurs af bekknum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR FÓTBOLTI Ensku liðin Liverpool og Manchester City duttu bæði út úr sextán liða úrslitum Evrópudeild- arinnar í gærkvöldi. Liverpool náði aðeins markalausu jafntefli á móti Braga á Anfield en Portú- galirnir unnu fyrri leikinn 1-0. Manchester City féll úr keppni þrátt fyrir 1-0 sigur á úkraínska liðinu Dynamo Kiev. Dynamo Kiev vann fyrri leikinn 2-0 og þar með 2-1 samanlagt. Mario Balo- telli fékk beint rautt spjald á 36. mínútu en Aleksandar Kolarov skoraði eina mark leiksins. Ben- fica, Spartak Moskva, Twente, Porto, PSV Eindhoven og Villar- real komust líka áfram í gær. - óój Evrópudeildin í gærkvöldi: Liverpool og City úr leik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.