Fréttablaðið - 18.03.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.03.2011, Blaðsíða 18
18 18. mars 2011 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Í grein, sem átta hæstaréttarlögmenn birtu hér í Fréttablaðinu í gær, benda þeir á ýmis mikilvæg atriði sem rétt er að fólk hafi í huga þegar það gerir upp hug sinn til Icesave-samningsins, sem greiða á atkvæði um 9. apríl. Í fyrsta lagi benda þeir á að áhætta vegna gengisþróunar, endurheimtna þrotabús Landsbankans og almennrar efnahagsþró- unar, sem vissulega tengist fyrirliggjandi samningi, hverfi ekki þótt samningurinn verði felldur. Þá blasir við að Ísland verður dregið fyrir dómstóla. Verði niðurstaðan sú að Ísland þurfi að greiða inn- stæðutryggingarnar, eiga sömu áhættuþættir við áfram. Raunar er líklegt að nei við Icesave- samningnum myndi hafa svo nei- kvæð áhrif á íslenzkt efnahagslíf að óhagstæð niðurstaða í dóms- máli myndi enn magnast upp. Í öðru lagi benda áttmenningarnir á að með fyrirliggjandi samn- ingi hafi Ísland stjórn á niðurstöðu málsins. Jáyrði við honum þýðir sömuleiðis að Icesave-deilunni er lokið, í sátt við nágrannaríkin og alþjóðasamfélagið. Nei við samningnum þýðir hins vegar að deilan heldur áfram og við höfum enga stjórn á því hver verður lokaniður- staðan. Það er fræðilegur möguleiki að hún verði hagstæð, en miklar líkur á að hún verði Íslandi í óhag og miklu óhagstæðari en samn- ingurinn. Lögmennirnir draga fram það augljósa, að Eftirlitsstofnun EFTA muni draga Ísland fyrir EFTA-dómstólinn verði Icesave-samningur- inn felldur. Reimar Pétursson hæstaréttarlögmaður segir í annarri grein í blaðinu í gær að það álit ESA sem liggur fyrir, að Ísland sé brotlegt við EES-samninginn með því að greiða ekki innstæðutrygg- ingarnar, sé „illa ígrundað“. Lögmennirnir átta benda hins vegar á þá staðreynd, að ESA hefur unnið 27 af 29 samningsbrotamálum fyrir EFTA-dómstólnum. Það þarf „sérstaka tegund af kokhreysti til þess að viðurkenna ekki að dómstólaleiðin felur í sér alvarlega áhættu fyrir Ísland,“ segja þeir. Í þriðju greininni í blaði gærdagsins fjallar Margrét Jónsdóttir, forstöðumaður Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík, um Icesave-málið út frá Evrópuréttinum, meðal annars dómafor- dæmum. Finnst henni afstaða ESA illa ígrunduð? Nei, hún kemst að þeirri niðurstöðu að dómstólaleiðinni fylgi „veruleg áhætta fyrir Íslendinga“. Í umræðunni undanfarið hefur verið vísað til fyrri þjóðarat- kvæðagreiðslunnar, þar sem yfirgnæfandi meirihluti sagði nei við þáverandi Icesave-samningi og bent á að sú niðurstaða hafi styrkt samningsstöðu Íslands. Það er rétt að synjun forsetans á fyrri Ice- save-lögum styrkti stöðu Íslands og fékk Holland og Bretland aftur að samningaborðinu. Í þetta sinn hefur ekkert slíkt gerzt og mun ekki gerast. Næsta skref er dómsmál, sem felur í sér mikla áhættu. Þeir sem vilja semja um Icesave í sátt við nágranna- og vinaríki hafa mátt sitja undir ásökunum um að ganga erinda erlendra ríkja, binda framtíðarkynslóðir á skuldaklafa og þar fram eftir götunum. Líkurnar á því að framtíðarhagsmunum þjóðarinnar sé í hættu stefnt, eru hins vegar meiri ef þjóðin segir nei við samningnum. Eins og lögmennirnir átta skrifa, höfum við engan rétt til að leika okkur að efnahagslegri framtíð barna okkar með því að þykjast vera ósigrandi og bjóða hvaða aðstæðum sem er byrginn. Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN HALLDÓR Um flest sem lýtur að Icesave þarf ekki að fjölyrða. Þar ber hæst að enginn vill taka á sig þær byrðar og allir íslenskir ráðherrar og embættismenn sem að málinu hafa komið, allt frá hausti 2008, hafa lofað Bretum og Hollendingum að um málið yrði samið. Icesave fer held- ur ekki burt þó við höfnum því í atkvæða- greiðslu. Jafnvel þó svo að Bretar og Hollend- ingar kysu að fara ekki í mál við okkur, hversu lengi viljum við vera í óvissu um hvort þeir muni gera það eða ekki? Þegar svo til málssóknarinnar kæmi, ef af henni verður, þá virðist mér með einföldum vongildismælingum að við þurfum að hafa 90% vissu fyrir því að við vinnum málið, til að vera jafn vel sett og við erum nú. Við það að hafna Icesave lendum við eina ferðina enn í óvissu sem við vitum ekki hversu lengi mun standa. Framþró- un íslenskra efnahagsmála, möguleik- inn á að skapa vinnu og velferð, veltur á því að eyða óvissu. Með Icesave frá, þá er einni óvissunni færra með fullri sæmd allra sem að málinu hafa komið. Óvissan ein kostar okkur fjármuni; að öllum líkindum miklu meiri fjármuni en við gætum sparað okkur með að hafna Icesave. Það er ódýrt að segja „látum þá bara höfða mál“ eins og hópur lögmanna og fleiri hafa boðað. Þeir sem slíkt segja vita sem er að þeir munu aldrei þurfa að standa við stóru orðin, þeir verða aldrei sóttir til ábyrgðar þó málið tapist. Þeir sem þannig tala vita að ummælin eru útgjaldalaus af þeirra hálfu. Í þessari stöðu er lítið mál fyrir áhættusækna einstaklinga að tala digurbarkalega. Öll þurfum við svo, jafnt hin áhættufælnu sem hin áhættusæknu, að bera okkar hluta hinna óhemjulegu byrða ef ráðum digurbarkanna er fylgt og allt fer á versta veg. Ótrúlegt hefur verið að fylgjast með ofstækisfullri umræðu um Icesave þar sem fólk hnyklar vöðva og leyfir sér málatilbúnað á þeim nótum að sam- þykkjendur samningsins geri þjóðina upp til hópa að gungum. Ég taldi mig ekki mundi lifa að sjá slíkan málflutn- ing hjá einstaklingum sem vilja láta taka sig alvarlega. Kannski segir mála- tilbúnaður af þessu tagi meira en margt annað um nauðsyn þess að ljúka Icesave með atkvæðagreiðslunni 9. apríl. Hvers vegna ég styð Icesave Icesave Bolli Héðinsson hagfræðingur Leiðandi Einar K. Guðfinnsson er áhugamaður um öryggi landsmanna. Þess vegna hefur hann beint þessari fyrirspurn til Ögmundar Jónassonar innanríkisráð- herra: „Hvenær verður tekin ákvörðun um kaup á nýrri Super Puma þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna og hvenær má vænta þess að hún verði komin í notkun?“ Þetta er helst til leiðandi spurning. Og raunar nokkuð furðuleg, í ljósi þess að það er bara mánuður síðan Ögmundur sagði, á þingi, að við hefðum ekki efni á að kaupa nýja þyrlu og þyrftum að láta okkur duga að leigja eina eða tvær til viðbótar. Virðing Knattspyrnusamband Íslands hefur um nokkurt skeið auglýst eftir því í sjónvarpi að dómurum sé sýnd virðing, bæði af áhorfendum og leikmönnum. Það er göfug herferð. En svo fóru dómararnir saman út á land á árshátíð og hegðuðu sér eins og fífl. Þeir geta varla vænst þess að menn beri mikla virðingu fyrir þeim í náinni framtíð. Þar fór auglýsingaher- ferðin fyrir lítið. Gæðingum raðað „Flokksfélögum og trúnaðarvinum er raðað inn í ráðuneytin án þess að þau störf séu auglýst,“ skrifar Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknar- flokksins, á vefinn. Hann er að tala um vinnubrögð ríkisstjórnarinnar sem nú situr og er ósáttur. Það er fínt að Birkir Jón skuli standa þessa vakt. Þetta er hins vegar vandamál jafngamalt lýðveldinu. Birkir hefði til dæmis mátt láta í sér heyra í ríkisstjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þegar hann var þingmaður og áður aðstoðar- maður Páls Péturssonar félags- málaráðherra. Það gerði hann ekki. stigur@frettabladid.is Lögfræðingar fjalla um Icesave. Erum við ósigrandi?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.