Fréttablaðið - 18.03.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 18.03.2011, Blaðsíða 10
18. mars 2011 FÖSTUDAGUR10 EFNAHAGSMÁL Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, samþykkti á miðviku- dag með fyrirvara 33 milljarða króna eigin- fjárframlag íslenska ríkisins til Íbúðalána- sjóðs. Alþingi samþykkti framlagið í des- ember í fyrra. Samþykki ESA er tíma- bundið og háð því skilyrði að stjórnvöld leggi nákvæma áætlun um ÍLS. Haft er eftir Per Sanderud, for- seta ESA, að framlagið hafi verið samþykkt öðru fremur þar sem það komi viðskiptavinum hans til góða með afskrift á lánum til þeirra. - jab EVRÓPUMÁL Íslendingar treysta alþjóðleg- um stofnunum eins og ESB og Sameinuðu þjóðunum mun betur en eigin stjórnvöld- um. Um 28 prósent Íslendinga segjast treysta Alþingi og ríkisstjórninni en um 54 pró- sent Evrópuþinginu. Vantraust til Alþingis mælist hins vegar 68 prósent en 28 prósent í garð Evrópuþings. Seðlabanki Evrópu er sú stofnun ESB sem flestir treysta á Íslandi, eða 56 prósent. Sameinuðu þjóð- unum treysta 84 prósent Íslendinga. Þetta kemur fram í Eurobarometer-skoð- anakönnun sem Capacent gerði fyrir Evr- ópusambandið og kynnt var fyrir nokkru. Flestir aðspurðra taka undir að þeir treysti lögreglunni (92 prósent) en fæstir segjast treysta stjórnmálaflokkum (12 pró- sent). Þar kemur og fram að fólk á Íslandi telur annað fólk í samfélaginu í verri aðstæðum en það sjálft: 77 prósent aðspurðra telja eigin atvinnuaðstæður góðar, um leið og 85 prósent telja atvinnuaðstæður annarra slæmar. Séu svör Íslendinga borin saman við svör annarra þjóða, en spurt er á sama hátt í 32 ríkjum innan ESB og utan, kemur í ljós að fáar Evrópuþjóðir upplifa sig í betri aðstæðum en Íslendingar. Einungis Svíar telja persónulegar atvinnuaðstæður sínar betri. - kóþ Íslendingar telja eigin stöðu góða en stöðu nágrannans slæma, samkvæmt könnun Evrópusambandsins: Treysta Evrópusambandinu betur en Alþingi STJÓRNSÝSLA Innanríkisráðuneytið er eina ráðuneytið sem er í van- skilum við Ríkisendurskoðun, sem kallaði eftir öllum þjónustusamn- ingum ráðuneytanna í desember. Samningarnir eru alls 141 tals- ins og hafa þeir allir skilað sér í hús að undanskildum 16 samning- um sem liggja hjá innanríkisráðu- neytinu. Ítrekað hefur verið kallað eftir þeim og skilafrestur lengdur. Miðað er við alla núgildandi samn- inga sem eru í fjárlagafrumvarp- inu 2011. Ákveðið var að endurskoða alla samningana í kjölfar úttekt- ar Ríkis endurskoðunar á þjón- ustusamningum menntamála- ráðuneytisins við Menntaskólann Hraðbraut og félagsmálaráðuneyt- isins við meðferðarheimilið Árbót. Verið er að ganga úr skugga um að eftirfylgni með fjárlögum ráðu- neytanna til hinna ýmsu stofnana sé samkvæmt áætlun. Sveinn Arason ríkisendurskoð- andi segir að sá tími sem liðinn er frá því að Ríkisendurskoðun óskaði fyrst eftir samningunum til endurskoðunar sé orðinn allt of langur. Beiðni til innanríkis- ráðuneytisins hafi verið ítrekuð en Sveinn segir engar útskýring- ar hafa borist. „Þetta hefur ekki háð okkur fram að þessu, en nú fer þetta að tefja vinnuna,“ segir Sveinn. „Við gefum mönnum frest og höfum ekki verið með nein læti fram að þessu, en ítrekuðum þetta engu að síður. En við fáum engin við- brögð.“ Ríkisendurskoðun mun ekki byrja að skoða neina samninga fyrr en innanríkisráðuneytið hefur skilað af sér. Þeir 16 samningar sem ráðu- neytið á eftir að skila í hús er meðal annars þjónustusamning- ur við Þjóðkirkju Íslands, sem hljóðar upp á 1,4 milljarða króna, og við Isavia, upp á 2,8 milljarða. Jóhannes Tómasson, upplýs- ingafulltrúi ráðuneytisins, segir töfina fyrst og fremst Ríkisendur- skoðun að kenna vegna óná- kvæmra fyrirmæla. „Fyrst mátti skilja fyrir- spurnina eins og verið væri að biðja um alla samninga sem ráðu- neytið hefur gert; eins og við almenna verktaka og Vegagerð- ina, sem nema hundruðum,“ segir Jóhannes. „En hún var svo umorð- uð og það er verið að tína saman upplýsingarnar.“ Hann segir lík- legt að samningunum verði skil- að inn til Ríkisendurskoðunar í næstu viku. sunna@frettabladid.is Ráðuneyti í vanskil- um vegna samninga Innanríkisráðuneytið er eina ráðuneytið sem ekki hefur skilað inn þjónustu- samningum til Ríkisendurskoðunar. Farið að tefja vinnu stofnunarinnar sem hefur ítrekað málið. Alls eru þetta 16 samningar sem hljóða upp á 6,3 milljarða. Gildandi þjónustusamningar innanríkisráðuneytisins Samningur 2010 (m.kr) Áður samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið: 1. Samningar um áætlunarflug innanlands 290 2. Slysavarnaskóli sjómanna 61,2 3. Flugvellir og flugleiðsöguþjónusta 2.847 4. Samningar við sérleyfishafa 298 5. Rekstur Hríseyjarferjunnar Sævars 55 6. Rekstur Grímseyjarferjunnar Sæfara 76 7. Rekstur Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs 416 8. Rekstur Breiðafjarðarferjunnar Baldurs 106 9. Samningur um Mjóafjarðarferjuna Skrúði 10 10. Flutningar til og frá Vigur í Ísafjarðardjúpi 6 11. Samningur um Vaktstöð siglinga 309 Áður dómsmála- og mannréttindaráðuneytið: 12. Rekstrarkostnaður Þjóðkirkju Íslands 1.409 13. Neyðarlínan 303 14. Þjóðskrá, afnot af þjóðskrá 6,8 15. Slysavarnafélagið Landsbjörg 108 16. Slysatryggingar lögreglumanna 32 Milljarðar í samninga ráðuneytis: 6.3 Milljarðar í samninga allra ráðuneyta: 44210 PER SANDERUD ESA samþykkir ríkisframlag: Íbúðalánasjóður lýtur fyrirvörum EFNAHAGSMÁL Hafni þjóðin nýjum Icesave-sam- ingi í þjóðaratkvæðagreiðslu er það mat seðla- bankastjóra að það tefji fyrir og torveldi endur- komu ríkissjóðs á erlenda fjármálamarkaði. „Og þar með mun það hafa þau áhrif að áform um afnám gjaldeyrishafta munu ganga hægar fram heldur en ella,“ segir hann. Þetta kom fram í umræðum að lokinni kynningu á vaxta- ákvörðun Seðlabankans á miðvikudag. Már segir hins vegar óvíst í hversu langan tíma eða hversu mikil röskun yrði á því að ríkið gæti fjármagnað sig á alþjóðlegum fjár- málamörkuðum. Yrði töfin mikil segir Már að Seðlabankinn verði að grípa til gjaldeyrisforð- ans til að greiða niður þau erlendu lán ríkisins sem eru á gjalddaga í lok þessa árs og byrjun þess næsta. „Og þá munum við væntanlega þurfa að auka eitthvað gjaldeyriskaupin, sem þýðir eitt- hvað lægra gengi og aðeins meiri verðbólgu og aðeins minni kaupmátt,“ segir seðlabanka- stjóri. Neikvæð áhrif á möguleika ríkisins til endurfjármögnunar og erlendrar lántöku segir hann eins geta varað í töluverðan tíma, eða orðið skammvinnari. „Það er engin leið að vita það. Við verðum bara að sjá hvað gerist.“ - óká Hafni þjóðin nýjum samningi um Icesave á ríkið erfiðara með fjármögnun: Nei við Icesave framlengir höft MÁR GUÐMUNDSSON Seðlabankastjóri segir fjármálamarkaði bíða niðurstöðu í Icesave og erfitt sé að spá fyrir um viðbrögð þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SVEITARSTJÓRNIR Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar segist harma örlög SpKef sparisjóðs sem Landsbankinn hefur yfirtekið. „Sjóðurinn hafði mjög sterka stöðu í samfélaginu og mikla markaðshlutdeild. Sú mikla markaðshlutdeild náðist með góðri og persónulegri þjónustu, og miklum stuðningi sjóðsins við hin ýmsu samfélagsverkefni. Fall sparisjóðsins er því gríðarlegt áfall fyrir svæðið, bæði fjárhags- lega og tilfinningalega,“ segir bæjastjórnin. Hún kveðst vonast eftir góðu samstarfi við Lands- bankann og hvetur stjórnendur hans til þess „að heimsækja hvert samfélag á Suðurnesjum til að átta sig á mikilvægi þeirrar þjón- ustu og þess samfélagslega stuðn- ings sem bankinn þarf að veita“. - gar Bæjarráð harmar fall SpKef: Landsbankinn skoði Suðurnes www.seglagerdin.is Ilusion i 690, háþekja. Verð kr. 12.890.000 Ilusion i 760, lágþekja. Verð kr. 12.890.000 Ilusion i 780, lágþekja. Verð kr. 12.490.000 Ferðafélaginn í ár Opið Mán - föstudaga 09:00-18:00 Laugardaga 11:00-16:00 milljarðar er sú upphæð sem þjón- ustusamningar innanríkis- ráðuneytisins gera ráð fyrir í rekstrarkostnað. 6,3 PATREKI FAGNAÐ Fjölmargir íbúar New York borgar fögnuðu í gær degi heilags Patreks og skrýddust margir grænum lit af því tilefni. NORDICPHOTOS/AFP Traust Íslendinga á stofnunum 60 50 40 30 20 10 0% Stjó rnm ála flok kar Alþ ing i Rík isst jórn in Evr ópu sam ban dið Evr ópu þin gið Seð lab ank i Ev róp u 12% 28% 28% 41% 54% 56%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.