Fréttablaðið - 18.03.2011, Blaðsíða 20
20 18. mars 2011 FÖSTUDAGUR
Athygli vekur endurtekinn fréttaflutningur um lyfja-
notkun Íslendinga. Þjóðin hefur
verið methafi langtímanotkun-
ar á svefn- og kvíða (róandi)lyfj-
um sem og geðlyfjum í áratugi
samanborið við vestræn lönd.
Lyfjanotkun eykst með aldrinum
og er mest hjá 70 ára og eldri.
Íbúar hjúkrunarheimila sem eru
að meðalaldri 84 ára, nota enn-
fremur verulega meira af lyfjum
í fyrrnefndum lyfjaflokkum en
íbúar hjúkrunarheimila í öðrum
löndum.
Hvað veldur og hvaða skýring
er á því að þrátt fyrir að þessi
þekking um ástandið í lyfjamál-
um hafi legið fyrir svo áratugum
skiptir að ekki hefur verið ráðist
í umbótastarf.
Að hvaða leyti er þjóðfélagið
okkar frábrugðið, að réttlætan-
legt eða þörf sé á að nota svefn-
lyf, róandi lyf og geðlyf í þessum
mæli? Íslendingar hampa því á
tyllidögum að hér sé skipulagt
norrænt velferðarkerfi og að
við verður allra manna elst. Því
ætti að fylgja vellíðan þar sem
ofnotkun lyfja væri óþörf. Þegar
aldurinn færist yfir og líkaminn
byrjar að hnigna og slitna fara
að koma fram sjúkdómar sem
oftar fylgja hækkandi aldri. Þá
koma heilbrigðisvísindin mjög
að gagni og lyfjanotkun dregur
úr afturför, eykur vellíðan og
lífsgæði einstaklinga samhliða
heilsueflingu og annarri með-
ferð s.s. þjálfun, aukinni hreyf-
ingu og útivist. Lykilatriði er að
lyfjanotkun geri gagn, sé örugg
og hagkvæm.
Breytingaskeið
Einstaklingurinn gengur í gegn-
um mikið breytingaskeið þegar
líður að skilgreindum ellilífeyr-
isaldri samkvæmt lögum. Sam-
félagið hefur búið sér til regl-
ur sem steypa aldurshópinn í
eitt. Ákveðið er hvenær launa-
vinnu skuli hætt, hvaða ráðstöf-
unartekjur eru nægjanlegar og
margvíslegar skorður eru sett-
ar á daglegt líf. Flestir þurfa
að hlíta þessum lögmálum óháð
heilsufari, vilja eða félagslegri
stöðu. Munur getur verið mik-
ill á aðstæðum karla og kvenna,
einstæðinga og fólks í sambúð,
launamanna og atvinnurekenda.
Í raun tapast ákveðið sjálfræði
og tök á eigin fjármálum. Mögu-
leikar til að afla aukinna tekna
verður illmögulegur. Samhliða
getur fólk verið að glíma við
sjúkdóma og afleiðingar þeirra
s.s. verki og þá staðreynd að
samtímamönnun fækkar jafnt
og þétt.
Það er mikill missir að ganga í
gegnum breytingar á eigin stöðu,
jafnvel heilsufari og að missa
sína nánustu. Kvíði grípur um
sig og þunglyndi og einangrun
getur ágerst. Svefn getur trufl-
ast vegna kvíðans og andlegra og
líkamlegra verkja. Þá er gripið
til lyfjagjafanna sem vissulega
geta átt rétt á sér tímabund-
ið. Því miður er eins og skorti
á önnur verkfæri hér á landi til
aðstoðar fólki og lyfjanotkunin
verður að langtímanotkun. Eldar
eru slökktir í stað þess að fyrir-
byggja eldinn. Fylgikvillar lang-
tímanotkunar eru jafnvel farnir
að hafa verri áhrif en gagnsemi
lyfs.
Þriðjungur á hjúkrunarheimilum
Um þriðjungur aldurshópsins
67 ára og eldri býr á hjúkrun-
arheimilum. Þar er meðalaldur
84 ára. Hjá þeim einstakling-
um hefur heilsufar hnignað með
þeim hætti jafnt og þétt að þeir
geta ekki annast eigið heimilis-
hald, né daglegar þarfir sínar
án hjúkrunar allan sólarhring-
inn. Heilabilun hrjáir stærstan
hluta þeirra, síðan hjarta- og
lungnasjúkdómar, gigt, þung-
lyndi, kvíði, langvinnir hrörnun-
arsjúkdómar, krabbamein, blóð-
sjúkdómar, sykursýki og léleg
nýrnastarfsemi. Verkir eru dag-
legt viðfangsefni.
Eðli málsins samkvæmt nota
íbúar hjúkrunarheimila einna
mest af lyfjum hér á landi, yfir
60% þeirra nota yfir 9 lyfjateg-
undir að meðtöldum bætiefn-
um s.s. lýsi og ávísuðum vítam-
ínum. Langflest þessara lyfja
hefur verið ávísað löngu áður en
flutningur á hjúkrunarheimilið
átti sér stað. Í aðdraganda flutn-
ings á hjúkrunarheimili hefur
umönnun verið að mestu í umsjá
fjölskyldu, þar sem hún er til
staðar. Töluvert vantar uppá að
boðið sé uppá heildræna heima-
þjónustu þar sem fjárveitingar
eru of lágar til að tilætluð mark-
mið laganna séu raunhæf. Val-
frelsi er jafnframt takmarkað
um hvert hægt er að leita eftir
þjónustu.
Baráttan við kerfið
Bráðainnlagnir á sjúkrahús,
jafnvel endurteknar er reynsla
flestra og baráttan við kerfið um
að fá mat á því hvort vistunar er
þörf. Rétturinn til vistunarmats
er ekki til staðar nema að upp-
fylltum fjölmörgum skilyrðum
þar sem markópurinn er allur
settur undir sömu viðmið. Slík
lífsreynsla bægir ekki frá kvíð-
anum. Einstaklingurinn þarf
að takast á við að aðstæður séu
orðnar þannig að hann/hún er
orðin öðrum háður, fjölskyldu
sinni og kerfinu. Orðin fyrir á
bráðasjúkrahúsinu, bíðandi eftir
mannsæmandi búsetu og hjúkr-
un. Valfrelsi um hjúkrunar-
heimili er í raun ekki, umsókn-
areyðublaðið segir til um að
velja þurfi þrjá staði. Síðan þarf
nánast að taka það sem fyrst
býðst. Kvíðinn, hvert fer maður,
fær maður einbýli eða þarf að
búa með ókunnugum. Búset-
an á sjúkrahúsinu gæti skilið
eftir sig margvíslega reynslu
af sambýli með fárveiku fólki,
jafnvel fólki í ruglástandi. Við
flutninginn tapast sjálfræði á
eigin fjármálum. Ríkið hefur
ákveðið að rúmlega 60 þúsund
sé það sem manneskja á hjúkr-
unarheimili ber að hafa milli
handanna. Aðrar tekjur fara
til greiðsluþátttöku í dvalar-og
umönnunarkostnaði, þar með
talið lyfjakostnaði upp að rúm-
lega 290 þúsund króna hámarki
í greiðsluþátttöku.
Hjúkrunarþarfir og félagsleg-
ar þarfir kalla á meiri ummönn-
unartíma en rekstur hjúkrun-
arheimila leyfir. Samsetning
starfsfólks þarf að byggja á
meiri fagþekkingu en fjárheim-
ildir hjúkrunarheimila gera ráð
fyrir. Sú staðreynd hefur þær
afleiðingar að það er erfitt að
ná viðhlítandi árangri í gæða-
umbótastarfi hvort heldur um er
að ræða lyfjameðferð, eða lífs-
gæðatengda þætti eins og félags-
lega virkni, útivist, líf án verkja
og depurðar og hegðunarvanda-
mála. Fjárlög íslenska ríkisins
ákvarða fjárveitingar til rekst-
urs hjúkrunarheimila. Fátt virð-
ist í augsýn til umbóta í þessum
efnum. Haldbærasta skýring-
in er hversu aldurstengdir for-
dómar og forræðishyggja eru
ríkjandi í okkar þjóðfélagi. Nor-
ræna velferðarkerfið í málefn-
um eldri borgara á Íslandi er að
ríkið sjái fyrir lágmarksþörf-
um. Verður framtíðin þannig að
,,Hver er sinnar gæfu smiður”
hvað viðbótarþjónustu varðar
umfram lágmarksþjónustuna
sem velferðakerfið smíðar
okkur til handa?
Lyfjaneysla Íslendinga afleiðing af slöku velferðarkerfi?
Velferð
Anna Birna
Jensdóttir
hjúkrunarforstjóri
Sóltúns
Eðli málsins samkvæmt nota íbúar
hjúkrunarheimila einna mest af lyfjum
hér á landi, yfir 60% þeirra nota yfir 9
lyfjategundir að meðtöldum bætiefnum s.s. lýsi og
ávísuðum vítamínum.
Frá og með 14. mars stendur yfir átak sem ber heitið Evrópuvika
gegn kynþáttafordómum og misrétti
og lýkur hinn 27. mars. Af því til-
efni langar mig að hugleiða stutt-
lega kynþáttafordóma og ofbeldi í
tengslum við fjölmenningu.
Árið 2006 samþykkti Reykjavík-
urborg mannréttindastefnu en hún
er í anda fjölmenningarstefnunnar
sem borgin samþykkti 2001. Í dag
eru mörg sveitarfélög, til dæmis
Akureyri og Reykjanesbær, með
sambærilega fjölmenningarstefnu.
Mismunandi skoðanir og skil-
greiningar munu vera um hvað
fjölmenningarlegt samfélag er í
raun og veru. Eitt af því sem felst
í hugtakinu um fjölmenningu er að
skapa jákvæð viðhorf til og á milli
mismunandi menningar, einnar eða
fleiri. Fjölmenning er ekki menn-
ingarleysi. Í fjölmenningu viður-
kennir fólk hvers virði menning
þess er, en um leið ber það virð-
ingu fyrir annars konar menningu,
sem kann að vera í sama samfélagi.
Gagnkvæm virðing eru lykilorðin
þegar um fjölmenningu er að ræða.
Algjör andstæða gagnkvæmrar
virðingar er ofbeldi. Ofbeldi felur
í sér að neita tilvist annarra og
eyðileggja. Þeir sem beita ofbeldi
vilja ekki eignast félaga og vini og
eiga við þá samræðu, heldur aðeins
stjórna öðrum og krefjast af þeim
hlýðni með ógnunum.
Að sjálfsögðu kemur stundum upp
ágreiningur og árekstrar verða í
fjölmenningarsamfélagi, rétt eins
og ef aðeins ein menning ríkti. En
það er ekkert rými sem viðurkennir
tilvist ofbeldis í fjölmenningu. Því
mótmælir fjölmenning og hafnar
ofbeldi af öllu tagi: Stríði, andlegu
og líkamlegu ofbeldi eins og einelti
og heimilisofbeldi en einnig trúar-
legu ofbeldi – og það er óþarfi að
segja það – rasisma.
Eðli rasisma er ofbeldið, þar sem
tilgangur rasisma er að eyðileggja
virðuleika manneskjunnar og kúga,
bæði á skipulagðan hátt og óskipu-
lagðan hátt. Að þessu leyti er ras-
ismi dæmigerð birtingarmynd
ofbeldis, rétt eins og í stríði.
Að styðja fjölmenningarstefnu
þýðir að viðkomandi hefur sjálf-
krafa vilja til að berjast gegn ras-
isma og hvers konar ofbeldi. En sú
barátta er ekki ofbeldi, þar sem fjöl-
menning neitar ekki manneskjunni
um virðuleika hennar, möguleika á
að iðrast eða að breyta hugmyndum
sínum. Málstaður fjölmenningar er
ekki eyðilegging, heldur uppbygg-
ing gagnkvæmrar virðingar.
Ég hvet sérhvern til að hugsa um
sína fordóma og meta mikilvægi
þess að virða náunga okkar í samfé-
laginu, sem og að hafna öllu ofbeldi,
hvort sem það er andlegt, líkamlegt
eða birtist í hugmyndum sem hvetja
til ofbeldis.
Ofbeldi hafnað
Fjölmenning
Toshiki Toma
prestur innflytjenda
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
FÁÐU BEITTUSTU
BRANDARANA Í SÍMANN
m.visir.is
Fáðu Vísi í símann!
Meiri Vísir.
Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar,
meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval.
Þú færð meira af öllu á Vísi.
Skopmyndir Halldórs Baldurssonar eru á Vísi
Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt
á Vísi eða fengið sendan daglegan
tölvupóst með blaði dagsins. Nánari
upplýsingar á: visir.is/dreifing
FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU
GÓÐAR
FRÉTTIR FYRIR
AUSTURLAND
Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 16 stöðum á Austurlandi og 120 stöðum um land allt.
Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing.
Fjöldi lausasölustaða á Austurlandi
Austurland
Bónus, Egilsstöðum
N1 þjónustustöð, Egilsstöðum
Olís, Fellabæ
Samkaup Úrval, Egilsstöðum
Samkaup strax, Seyðisfirði
Grillskálinn Orka, Reyðarfirði
Krónan, Reyðarfirði
Olís, Reyðarfirði
Samkaup Strax, Eskifirði
Shellskáli, Eskifirði
Olís, Neskaupstað
Samkaup Úrval, Neskaupstað
Samkaup Strax, Fáskrúðsfirði
N1, Höfn
Nettó, Höfn
Olís, Höfn