Fréttablaðið - 18.03.2011, Page 44

Fréttablaðið - 18.03.2011, Page 44
18. mars 2011 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is Myndlist ★★★★ Hugarlundur Brynhildur Þorgeirsdóttir Þolgæði Jón Henrysson Listasafn ASÍ Brynhildur Þorgeirsdóttir sló í gegn á síðustu öld með persónulegum og frumlegum skúlptúrum úr steypu og gleri. Pönkuð furðudýr með ein- hvers konar gadda eða hanakamb komu, sáu og sigruðu. Brynhildur hefur alla tíð síðan verið trú mynd- heimi sínum, en innan hans hefur hún fetað ýmsa stíga. Nú sýnir hún aftur furðudýr, ef til vill er hún þar frjóust og upp á sitt besta. Pönkið hefur nú að mestu vikið fyrir lífrænum og mýkri formum og fágaðra yfirborði en verkin eru heillandi. Samspil glers og sands býður upp á nær óþrjótandi mögu- leika og formin, ofurviðkvæm og brothætt eða þung og sterk, kall- ast á. Brynhildur er í góðri þróun í verkum sínum og sýnir hér sínar bestu hliðar. Ásmundarsalur er þó kannski full stór í sniðum fyrir þau verk sem hér eru sýnd, en framsetning þessara verka skiptir nokkru máli. Afstaða Brynhildar til listarinn- ar er af gamla skólanum. Skúlptúr- ar hennar eiga kannski meira sam- eiginlegt með t.d. verkum Sigurjóns Ólafssonar en með verkum margra samtímalistamanna. Listhluturinn heldur hér gildi sínu, það er rétt eins og brambolt síðustu áratuga hafi aldrei átt sér stað. Brynhild- ur eyðir ekki tímanum í vangavelt- ur um hlutverk listamannsins eða stöðu listar í samtímanum. Reynir ekki á þanþol og mörk og rannsak- ar ekki rýmið, helstu tilhneigingar samtímalistar láta hana ósnerta. Skúlptúrar hennar eru ekki minna virði fyrir vikið, myndheimur henn- ar er sterkur og frjór. Sýning Jóns Henryssonar í Gryfju kallast skemmtilega á við sýningu Brynhildar og myndheim- ur hans er ekki síður frjór. Efnis- notkun Jóns er sterkur þáttur í verkum hans. Hér notar hann plast- efni og líklega akrýlliti, við sköp- un samsettra, litríkra málverka. Myndir úr plastperlum (Hama) eru settar inn á myndflötinn, ofan á þykkan litinn eða fljótandi plast- efni sem harðnar. Allt þetta í sam- spili við texta, álímd orð eða teikni- myndasögur í bakgrunni. Fígúrur á myndum minna á teiknimynda- fígúrur úr ríki Svamps Sveinsson- ar en líka á myndverk eftir Egil Sæbjörnsson. Í gryfjunni hefur listamaðurinn reist indíánatjald með trjábolum, klæðningin úr glæru plasti. Stól- ar og kerti skapa tilfinningu fyrir híbýlum, kósíhorni. Jón býður áhorfandanum afdrep í erilsöm- um heimi. Myndirnar eru í anda nýrra strauma í málverki sem hafa verið ríkjandi um nokkurt skeið. Litrík- ur myndflötur, mynstur, samsett- ur myndflötur, graffití – hræri- grautur ólíkra áhrifa er settur fram á mismunandi máta á mynd- fleti málaranna. Form, línur eða myndbygging er ekki aðalatriðið, heldur að ná tökum á því að vinna með svo margbrotin áhrif og miðla á myndfletinum, og skapa um leið eitthvað merkingarbært. Jón hefur gott vald á myndmáli sínu, samspil orða og mynda er frjótt í verkum hans og litanotkunin, hin efnis- lega ofgnótt, áhugaverð. Í hráleika sínum minna verkin líka á nýja málverkið á níunda áratug. Jóni tekst ágætlega að miðla þeirri blöndu af gleði og angist nútímamannsins sem hann sækist eftir, vangaveltur um „hamingju- harðdiskinn“ eins og hann orðar það skila sér vel. Ragna Sigurðardóttir Niðurstaða: Frjóar og persónulegar sýningar spila skemmtilega saman. Brynhildur Þorgeirsdóttir sýnir sínar bestu hliðar og innsetning Jóns Henryssonar skapar litríkan, heild- stæðan heim þar sem áhorfandinn hefur úr miklu að moða. Furðudýr og hamingjuharðdiskur PAUL AUSTER Í NÝRRI ÞÝÐINGU Bókafélagið Ugla hefur gefið út skáldsöguna Maður í myrkri eftir Paul Auster í þýðingu Kjartans Más Ómarssonar. Bókin segir frá rosknum bókmenntagagnrýnanda, sem dvelur í húsi dóttur sinnar í Vermont í Bandaríkjunum til að jafna sig eftir bílslys. VILTU VINNA MIÐA? SENDU SMS ESL LDV Á NÚMERIÐ 1900 ÞÚ GÆTIR UNNIÐ BÍÓMIÐA! Fullt af aukavinningum: Tölvuleikir · DVD myndir og fleira! NÚ Í BÍÓ VINNINGAR AFHENTIR Í ELKO LINDUM. 149 KR/SKEYTIÐ. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB. 9. HVER VINNUR! VILTU VINNA MIÐA?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.