Fréttablaðið - 18.03.2011, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 18.03.2011, Blaðsíða 44
18. mars 2011 FÖSTUDAGUR menning@frettabladid.is Myndlist ★★★★ Hugarlundur Brynhildur Þorgeirsdóttir Þolgæði Jón Henrysson Listasafn ASÍ Brynhildur Þorgeirsdóttir sló í gegn á síðustu öld með persónulegum og frumlegum skúlptúrum úr steypu og gleri. Pönkuð furðudýr með ein- hvers konar gadda eða hanakamb komu, sáu og sigruðu. Brynhildur hefur alla tíð síðan verið trú mynd- heimi sínum, en innan hans hefur hún fetað ýmsa stíga. Nú sýnir hún aftur furðudýr, ef til vill er hún þar frjóust og upp á sitt besta. Pönkið hefur nú að mestu vikið fyrir lífrænum og mýkri formum og fágaðra yfirborði en verkin eru heillandi. Samspil glers og sands býður upp á nær óþrjótandi mögu- leika og formin, ofurviðkvæm og brothætt eða þung og sterk, kall- ast á. Brynhildur er í góðri þróun í verkum sínum og sýnir hér sínar bestu hliðar. Ásmundarsalur er þó kannski full stór í sniðum fyrir þau verk sem hér eru sýnd, en framsetning þessara verka skiptir nokkru máli. Afstaða Brynhildar til listarinn- ar er af gamla skólanum. Skúlptúr- ar hennar eiga kannski meira sam- eiginlegt með t.d. verkum Sigurjóns Ólafssonar en með verkum margra samtímalistamanna. Listhluturinn heldur hér gildi sínu, það er rétt eins og brambolt síðustu áratuga hafi aldrei átt sér stað. Brynhild- ur eyðir ekki tímanum í vangavelt- ur um hlutverk listamannsins eða stöðu listar í samtímanum. Reynir ekki á þanþol og mörk og rannsak- ar ekki rýmið, helstu tilhneigingar samtímalistar láta hana ósnerta. Skúlptúrar hennar eru ekki minna virði fyrir vikið, myndheimur henn- ar er sterkur og frjór. Sýning Jóns Henryssonar í Gryfju kallast skemmtilega á við sýningu Brynhildar og myndheim- ur hans er ekki síður frjór. Efnis- notkun Jóns er sterkur þáttur í verkum hans. Hér notar hann plast- efni og líklega akrýlliti, við sköp- un samsettra, litríkra málverka. Myndir úr plastperlum (Hama) eru settar inn á myndflötinn, ofan á þykkan litinn eða fljótandi plast- efni sem harðnar. Allt þetta í sam- spili við texta, álímd orð eða teikni- myndasögur í bakgrunni. Fígúrur á myndum minna á teiknimynda- fígúrur úr ríki Svamps Sveinsson- ar en líka á myndverk eftir Egil Sæbjörnsson. Í gryfjunni hefur listamaðurinn reist indíánatjald með trjábolum, klæðningin úr glæru plasti. Stól- ar og kerti skapa tilfinningu fyrir híbýlum, kósíhorni. Jón býður áhorfandanum afdrep í erilsöm- um heimi. Myndirnar eru í anda nýrra strauma í málverki sem hafa verið ríkjandi um nokkurt skeið. Litrík- ur myndflötur, mynstur, samsett- ur myndflötur, graffití – hræri- grautur ólíkra áhrifa er settur fram á mismunandi máta á mynd- fleti málaranna. Form, línur eða myndbygging er ekki aðalatriðið, heldur að ná tökum á því að vinna með svo margbrotin áhrif og miðla á myndfletinum, og skapa um leið eitthvað merkingarbært. Jón hefur gott vald á myndmáli sínu, samspil orða og mynda er frjótt í verkum hans og litanotkunin, hin efnis- lega ofgnótt, áhugaverð. Í hráleika sínum minna verkin líka á nýja málverkið á níunda áratug. Jóni tekst ágætlega að miðla þeirri blöndu af gleði og angist nútímamannsins sem hann sækist eftir, vangaveltur um „hamingju- harðdiskinn“ eins og hann orðar það skila sér vel. Ragna Sigurðardóttir Niðurstaða: Frjóar og persónulegar sýningar spila skemmtilega saman. Brynhildur Þorgeirsdóttir sýnir sínar bestu hliðar og innsetning Jóns Henryssonar skapar litríkan, heild- stæðan heim þar sem áhorfandinn hefur úr miklu að moða. Furðudýr og hamingjuharðdiskur PAUL AUSTER Í NÝRRI ÞÝÐINGU Bókafélagið Ugla hefur gefið út skáldsöguna Maður í myrkri eftir Paul Auster í þýðingu Kjartans Más Ómarssonar. Bókin segir frá rosknum bókmenntagagnrýnanda, sem dvelur í húsi dóttur sinnar í Vermont í Bandaríkjunum til að jafna sig eftir bílslys. VILTU VINNA MIÐA? SENDU SMS ESL LDV Á NÚMERIÐ 1900 ÞÚ GÆTIR UNNIÐ BÍÓMIÐA! Fullt af aukavinningum: Tölvuleikir · DVD myndir og fleira! NÚ Í BÍÓ VINNINGAR AFHENTIR Í ELKO LINDUM. 149 KR/SKEYTIÐ. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB. 9. HVER VINNUR! VILTU VINNA MIÐA?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.