Fréttablaðið - 18.03.2011, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 18.03.2011, Blaðsíða 42
18. mars 2011 FÖSTUDAGUR26 BAKÞANKAR Þórunnar Elísabetar Bogadóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. skrambi, 6. í röð, 8. tré, 9. háttur, 11. mun, 12. tónstigi, 14. yfirbragð, 16. sjó, 17. stúlka, 18. munda, 20. þys, 21. steypuefni. LÓÐRÉTT 1. líkamshluti, 3. átt, 4. eyja í Miðjarðarhafi, 5. svelg, 7. aftursæti, 10. op, 13. festing, 15. löngun, 16. pumpun, 19. frá. LAUSN LÁRÉTT: 2. ansi, 6. áb, 8. við, 9. lag, 11. ku, 12. skali, 14. stíll, 16. sæ, 17. mey, 18. ota, 20. ys, 21. gifs. LÓÐRÉTT: 1. háls, 3. nv, 4. sikiley, 5. iðu, 7. baksæti, 10. gat, 13. lím, 15. lyst, 16. sog, 19. af. Jájá. Í dag hneppi ég alveg upp! Við hvað ertu hræddur? Að einhver fari að strjúka þér og reyna við þig? Pondus! Þú ert mættur!! Jááá... Einu sinni enn? Jæja, þá er sá dagur runn- inn upp. Ég er á leiðinni í hommapartí! Takk kærlega fyrir! Látt‘ekki svona! Við förum nú ekki oft í partí og þetta verður bara hýrt! Nei! En ég kann bara betur við veislur þar sem menn ræða um liðs- uppstillingu af innlifun! Þú ert bara fordóma- fullur! Þeir eru alveg eins og við, sann- aðu til! Úff! Af hverju leggur hann Palli ekkert upp úr útlitinu? Solla, ertu búin að hugsa um hvað þú ætlar að búa til fyrir mömmu á mæðradaginn? Er það ekki hlutverk kennarans míns? Hátækni- sjúkrahús Sko, hjartadeildin er uppi á tólftu hæð. Því miður er lyftan ekki komin í gagnið svo þú verður að fara upp stigann. Tölvur eru hinir mestu tímaþjófar. Það geta væntanlega flestir verið sammála um, þó notagildi þeirra sé líka nokkuð óumdeilt. Það er þó ekki fyrr en tölvurnar eru teknar út úr jöfnunni, hvort sem það er gert meðvitað eða ekki, sem það kemur í ljós nákvæmlega hversu miklum tíma er eytt í þessum tækjum. NÚ Í kvöld ætlar hópur fólks að komast að þessu með því að halda hátíðlegan „National Day of Unplugging“ sem mætti þýða sem „Tökum úr sam- bandi dagur“ eða „Ótengdi dag- urinn“ á íslensku. Hvíldardagur í raun. Hann á að standa fram á morgundaginn, heill sólarhringur án farsíma og nets. Þetta er erf- itt fyrir marga, erfiðara en þeir kannski gera sér grein fyrir. ÉG TÓK óviljandi forskot á sæl- una fyrr í vikunni. Hleðslu- tæki tölvunnar minnar gaf sig og ég sat uppi með hleðslulausa tölvu. Þetta reyndist mér erfitt, opinbera skýringin á því var að sjálfsögðu sú að ég er að skrifa BA-rit- gerð og hún er jú skrifuð á tölvu. Þó það sé satt og rétt og hafi sett strik í reikninginn þótti mér alveg jafn erfitt ef ekki erfiðara að kom- ast ekki á fréttamiðla, á tölvupóstinn, á Facebook. JAFNVEL þó að ég vissi innst inni að ég væri nú líklega ekki að missa af neinu brjálæðislegu truflaði þetta mig. Ég er bara allt of vön því að vera með tölvuna opna einhvers staðar, þó ég sé ekkert að gera í henni. Hún bara er þar og það er hægt að kíkja á hina ýmsu staði á netinu hvenær sem er. FLJÓTLEGA fór þetta þó að hafa mjög jákvæð áhrif og ýmislegt sem hefur lengi setið á hakanum var framkvæmt. Það þurfti bara nokkra daga til að afeitrast aðeins og sjá hversu mikill tími fer í ekki neitt þegar maður á fullhlaðna fartölvu. Ég missti heldur ekki af neinu stórfeng- legu, í mesta lagi sparaði ég mér pirring. ÞÓ ÞURFTI ég á endanum að útvega mér hleðslutæki, enda nauðsyn fyrir bæði nám og vinnu. Nú verður hins vegar minni tíma eytt í bullið, svo lengi sem það loforð endist. ÞAÐ KREFST smá tíma að venjast því, en hvíldardagur er jafn nauðsynlegur frá tölvunni sem öðru. Prófaðu bara. Tæknipása
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.