Fréttablaðið - 18.03.2011, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 18.03.2011, Blaðsíða 26
4 föstudagur 18. mars Sigríður Heimis- dóttir, eða Sigga Heimis eins og hún er betur þekkt, er líklega sá hönnuður sem hvað flestir Íslendingar eiga eitthvað eftir, án þess þó að gera sér grein fyrir því. Hún starfaði hjá IKEA í mörg ár og er nú flutt heim til Íslands eftir 15 ára búsetu erlendis. S igga hefur að eigin sögn ávallt verið frekar list- hneigð og haft mik- inn áhuga á öllu sem viðkemur menningu og hönn- un. Hún stundaði myndlistar- nám sem barn og á menntaskóla- árunum var hún virk í listafélagi MR. Sautján ára gömul fór hún sem skiptinemi til Bandaríkj- anna og segir listakennara sinn þar hafa verið mikinn áhrifavald í lífi sínu. „Þetta var í raun aukaár sem ég tók þarna úti því á þess- um tíma fékk maður skiptinám- ið ekki metið. Ég nýtti tímann vel og tók öll listafög sem ég gat kom- ist í, grafíska hönnun, ljósmynd- un og myndlist. Ég var líka með alveg frábæran listakennara sem hvatti mig áfram og ýtti á mig að halda áfram á þessari braut,“ út- skýrir Sigga. Hún íhugaði fyrst að fara út í arkitektúr en iðnhönnun- in varð ofan á, þar sem hana lang- aði heldur til að hanna staka hluti en heilar byggingar. „Ég varð að fara út að læra, enda var þetta nám ekki kennt hér heima á þessum tíma. Ítalía kom sterk inn því Ítalir eiga alveg sérstakan stað í nútíma hönnun- arsögu. Ég flutti því út til Rómar í byrjun sumars og skráði mig á ítölskunámskeið og byrjaði svo í hönnunarnáminu í Mílanó um haustið. Í fyrstu skildi ég mjög lítið af því sem fram fór í tímum og man að ég keypti í öngum mínum diktafón til að hafa með mér í skólanum,“ segir hún og skellir upp úr. NAUT SÍN HJÁ IKEA Að námi loknu ákvað Sigga að flytja aftur til Íslands og kom þá heim í miðja kreppu þegar litla vinnu var að fá. Hún tók að sér starf í húsgagnaverslun og þar segist hún hafa lært margt nyt- samlegt. Meðfram verslunarstarf- inu tók Sigga að sér ýmis hönn- unarstörf og vann meðal ann- ars fyrir Ofnasmiðjuna og GKS. Auk þess stofnaði hún fyrirtækið Hugvit og hönnun, sem hún starf- rækir enn þann dag í dag. Sigga var einnig dugleg að sækja hönn- unarsýningar til að kynna sig og það var á einni slíkri sem hönn- unarstjóri IKEA uppgötvaði hana. „Hann bauð mér að vinna nokkur verkefni fyrir IKEA og ég sagðist vera tilbúin að skoða það. Mörg- um fannst ég þó hafa selt sálu mína við þetta, og það ódýrt, en ég skildi aldrei þá hugsun. Mein- ingin með náminu er líklega sú að geta lifað af því sem maður hefur lært? Þess vegna hef ég oft brýnt fyrir unghönnuðum mikilvægi þess að sækja svona sýningar því þar leynast mörg tækifæri.“ Sigga starfaði sjálfstætt fyrir húsgagnarisann í eitt ár en ákvað svo að snúa aftur til Ítalíu og ljúka meistaranámi í iðnhönnun. Að því loknu bauðst henni föst staða hjá IKEA og starfaði hún hjá fyrir- tækinu næstu átta árin. Fyrir jól fór fram sýning á verkum Siggu í Hönnunarsafni Íslands og hefur það líklega komið mörgum sýn- ingargestum á óvart hversu kunn- ugleg mörg verka hennar eru. „IKEA er umsvifamesti húsgagna- framleiðandi í heimi og lágt vöru- verð gerir það einnig að verkum að allir hafa efni á að versla þar. Ég fæ alltaf ánægju út úr því að sjá hönnun mína heima hjá vinum og vandamönnum, en oftast veit fólk ekki einu sinni af því að ég hafi hannað hlutinn,“ segir hún bros- andi. Eftir næstum áratug hjá IKEA flutti Sigga sig um set og hóf störf hjá danska hönnunarfyrir- tækinu Fritz Hansen, sem fram- leiðir meðal annars hönnun Arne Jacobsen. „Ég fór úr einum enda hönnunarbransans yfir í hinn. Það er frábært að hafa kynnst öllum hliðum bransans og ég tel mig hafa grætt mikið á því,“ segir hún. TÆKIFÆRIN LEYNAST VÍÐA Þegar talið berst að íslenskri hönn- un segir Sigga margt mjög áhuga- vert vera í gangi hér og nefnir í því samhengi fyrirtækin Aurum, Steinunni, Farmers Market og Össur. Hún segir fólk of gjarnt á að einblína á hið listræna þegar kemur að hönnun en tekur fram að hönnun lík því sem Össur er að gera sé engu að síður mikilvæg- ur liður í iðnhönnun. „Nágranna- lönd okkar búa vissulega að lengri hönnunarsögu en við. Þótt það geti reynst vel finnst mér það einnig geta virkað heftandi því þá þarf gjarnan að taka mið af þeim hönn- unararfi, á meðan við getum leyft okkur að vera tilraunagjarnari. Ég sé í það minnsta fullt af möguleik- um hér heima hvað hönnun varð- ar; það eina sem við þurfum að passa okkur á er að vera fagmann- leg í verki.“ Spurð að því hvort hún haldi sérstaklega upp á eitthvert verka sinna segist Sigga alltaf eiga erf- itt með að svara þeirri spurn- ingu. „Maður dettur svo inn í það verkefni sem maður sinn- ir hverju sinni að það verður oft- ast uppáhaldsverkefnið manns þá stundina. Núna er ég til dæmis að hanna fjölskylduvænt hjól- hýsi fyrir sænskt fyrirtæki og mér finnst það afskaplega áhugavert, enda hef ég aldrei hannað hjól- hýsi áður. Og núna á Hönnun- armars verð ég með ný húsgögn með innbakaðri ádeilu á hvernig við Íslendingar erum að fara með fallega landið okkar. Annars held ég alltaf mikið upp á glerlíffærin mín.“ ÁNÆGÐ Á ÆSKUSLÓÐUM Sigga kynntist eiginmanni sínum, David Sandahl, í gegnum starf sitt hjá IKEA, en hann vann sem vöruþróunarverkfræðingur hjá fyrirtækinu. Saman eiga hjónin þrjú börn, eina dóttur og tvo syni, sem þau eignuðust á þriggja ára bili. „Við kynntumst á plastnám- skeiði í Tékklandi, eins rómantískt og það hljómar. Vinum mínum þótti fyndið að ég hefði náð mér í sænskan mann því ég hafði talað mikið um það að ég mundi aldrei giftast Svía,“ segir hún brosandi. Fjölskyldan flutti búferlum til Ís- lands í byrjun hausts og segist Sigga alsæl yfir að vera komin aftur heim. „Það var eiginlega David sem vildi flytja hingað. Ég hélt ég hefði slegið málið út af borðinu með því að segja honum að finna sér vinnu fyrst en hann gerði það og þá var ekkert því til fyrirstöðu að við kæmum heim.“ Fjölskyldan fann sér heimili á Seltjarnarnesinu og að sögn Siggu þrífast börnin eins og blóm í eggi á þessum fallega stað. Miðjubarn Siggu var greint með einhverfu og viðurkennir Sigga að góð þjónusta og stuðningur við einhverf börn hér á landi hafi átt stóran þátt í þeirri ákvörðun að flytja heim. „Þó að ég hafi kunnað afskaplega vel við mig í Svíþjóð þurftum við að bíða lengi eftir allri aðstoð við strákinn okkar. Hér gengur þetta allt mun hraðar fyrir sig og hann er ánægðari fyrir vikið. Auk þess erum við foreldrarnir áhyggjulaus- ari hér og börnin frjálsari ferða sinna.“ Innt eftir því hvort hún sakni einhvers frá Svíþjóð verð- ur hún hugsi: „Ég held það mundi gera öllum Íslendingum gott að búa um stund í Svíþjóð. Þar lærði ég aga og ákveðið skipulag, sem er alveg nauðsynlegt,“ segir hún og hlær. KOMIN HEIM Á ÆSKUSLÓÐIR Viðtal: Sara McMahon Ljósmyndir: Valgarður Gíslason ✽ m yn da al bú m ið Þetta eru gullmolarnir mínir þrír; Anna Lovísa, Baltasar og Heimir Móses. Þarna erum við eiginmaðurinn í Landmannalaugum. Ég og dóttirin Anna Lovísa í Landmannalaugum. LIDAN-körfur, gerðar fyrir baðherbergið, og einn lang- mest seldi hlutur sem ég hef hannað. Komin heim Sigga Heimis iðnhönnuður er flutt heim til Ís- lands eftir fimmtán ára búsetu erlendis. Hún segist ánægð með að vera komin heim á æskuslóðirnar á Nesinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.