Fréttablaðið - 18.03.2011, Blaðsíða 4
18. mars 2011 FÖSTUDAGUR4
KÖNNUN Verulega hefur dregið
úr trausti almennings á Jóhönnu
Sigurðardóttur forsætisráðherra
og Steingríms J. Sigfússonar fjár-
málaráðherra samkvæmt skoðana-
könnun MMR.
Alls segjast 16,9 prósent treysta
Jóhönnu í nýrri könnun MMR, en
23,9 prósent báru traust til henn-
ar í síðustu könnun, sem gerð var
í maí í fyrra. Fallið er þó mun
hærra ef farið er lengra aftur,
en 63,6 prósent treystu Jóhönnu
í sambærilegri könnun sem gerð
var í desember 2008.
Traust almennings á Steingrími
J. Sigfússyni fjármálaráðherra
hefur einnig minnkað. Nú segjast
22,3 prósent bera traust til Stein-
gríms, en 37,6 prósent sögðust
treysta honum í maí í fyrra.
Traust á Ólafi Ragnari Gríms-
syni, forseta Íslands, eykst hins
vegar milli kannana, og nálg-
ast nú það sem var árið 2008. Nú
segjast 41,7 prósent þeirra sem
afstöðu tóku treysta forsetanum,
en 26,7 prósent treystu honum í
maí í fyrra.
Traust almennings á Bjarna
Benediktssyni, formanni Sjálf-
stæðisflokksins, eykst milli kann-
ana. Um 19,1 prósent segist treysta
honum nú, en 13,8 prósent treystu
honum í síðustu könn-
un.
Litlar breytingar
hafa orðið á trausti
almennings á Sig-
mundi Davíð Gunn-
laugssyni, formanns
Framsókn-
arflokks-
ins. Alls
segj-
ast 15,3
prósent
treysta
honum nú, svipað hlutfall og í maí
í fyrra.
Könnunin var síma- og netkönn-
un, gerð 8. til 11. mars.
Alls tóku 902 þátt í
könnuninni. - bj
Traust á forseta Íslands eykst verulega en traust á forystumönnum stjórnarflokkanna hefur dalað umtalsvert:
Traust á Jóhönnu fellur úr 64 í 17 prósent
SAMFÉLAGSMÁL Mottudagurinn er
haldinn í dag, en þessi dagur er
hluti af átakinu Mottumars, þar
sem safnað er áheitum til að kosta
forvarnir og rannsóknir á krabba-
meini í körlum.
Í dag eru landsmenn hvattir til
að láta karlmennskuna njóta sín,
eins og segir í tilkynningu frá
Krabbameinsfélaginu, og skarta
öllum mögulegum karlmennsku-
táknum. Þá verða mottunælur
seldar um land allt um helgina.
Þegar hafa safnast 12 milljónir
það sem af er mánuðinum, en ein-
staklingar og fyrirtæki eru hvött
til að láta sitt ekki eftir liggja. - þj
Mottumars að ná hámarki:
Mottudagurinn
haldinn í dag
TRAUST Færri treysta
Jóhönnu Sigurðar-
dóttur nú, en fleiri
Ólafi Ragnari
Grímssyni.
GENGIÐ 17.03.2011
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
216,0823
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
114,87 115,41
185,41 186,31
160,98 161,88
21,580 21,706
20,372 20,492
17,833 17,937
1,4625 1,4711
160,98 161,88
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is
Ranglega var sagt í blaðinu í gær að
Ragnar Önundarson hefði ítrekað
vænt Fjármálaeftirlitið um að leka
gögnum um samráð á greiðslukorta-
markaði til fjölmiðla. Hið rétta er að
hann hefur vísað til Samkeppniseftir-
litsins.
LEIÐRÉTTING
Þingholtsstræti 5 • Sími 552 5588
domo.is
Afmælistilboð Domo
BBQ svínarif, franskar eða bökuð kartafla og hrásalat 1.490 kr.
NEYTENDUR Krónan, í samráði við
matvælaeftirlit Heilbrigðiseftir-
lits Reykjavíkur, hefur innkallað
úr verslunum sínum „Lasagna
ferskt“, merkt versluninni.
Er það gert vegna þess að
ofnæmis- og óþolsvaldurinn
glúten er ekki merktur á umbúð-
um vörunnar. Ekki kemur fram í
innihaldslýsingu á umbúðum vör-
unnar að hún inniheldur afurðir
úr korni sem inniheldur glúten.
Korn sem inniheldur glúten og
afurðir úr því eru á lista yfir
ofnæmis- og óþolsvalda og eiga
að vera skýrt merktar á umbúð-
um matvæla. - sv
Krónan innkallar lasagna:
Ofnæmisvaldur
ekki merktur
REYKJAVÍKURBORG Áætlað er að
framkvæmdum við uppbyggingu á
Laugavegi 4 og 6 og á brunareitn-
um svokallaða við Lækjartorg
ljúki á næstu vikum. Í apríl verða
húsin á Laugavegi tilbúin og bygg-
ingarnar á brunareitnum í maí.
Allar þessar byggingar eru
reistar af Reykjavíkurborg. Krist-
ín Einarsdóttir, aðstoðarsviðs-
stjóri framkvæmda- og eigna-
sviðs, segir bæði Laugaveg 4 og
6 vera komna í útleigu og verða
afhenta leigjendum 1. apríl. Fyr-
irtækið Timberland hyggist opna
verslun á Laugavegi 6 og félagið
Power muni reka lífsstílsbúð á
Laugavegi 4.
Við Lækjartorg hafa eigend-
ur Fiskmarkaðarins tryggt sér
fyrstu hæðina og kjallarann í
svokölluð Nýja bíós húsi í Aust-
urstræti 22b. Þar á að vera veit-
ingastaður á tveimur hæðum.
Efri hæðirnar tvær í því húsi eru
enn lausar. Þær eru ætlaðar fyrir
skrifstofur eða vinnustofur.
Í húsinu við Lækjargötu 2 hefur
skartgripa- og úraverslunin Leon-
ard leigt rými. Þar verður einnig
Nordic Store sem sérhæfir sig í
íslenskum vörum. Í Austurstræti
22 – nýja húsinu sem snýr út að
Lækjartorgi – verður heilsuveit-
ingastaðurinn Happ.
Að sögn Kristínar Einarsdóttur
vill borgin allt eins selja húsin á
brunareitnum. „Við viljum selja
húsin í einu lagi enda eru þau
á einni lóð,“ segir Kristín. Hún
bætir við að enginn verðmiði sé á
eignunum en að öllum sé frjálst að
gera tilboð. Reyndar hafi nokkr-
um tilboðum þegar verið hafnað
því að þau hafi ekki verið nógu há.
„Það hafa engin alvörutilboð
komið. Ég kalla það að minnsta
kosti ekki alvöru eins og einn aðili
nefndi við mig að hann vildi borga
fimm hundruð milljónir fyrir
eignirnar,“ segir Kristín. Að frá-
dregnu tryggingarfé greiddi borg-
in 369 milljónir fyrir byggingar-
réttinn á brunareitnum. Áætlaður
byggingarkostnaður er í kring-
um eitt þúsund milljónir króna.
Kostnaðurinn nálgast því hálfan
annan milljarð.
Byggingarkostnaður við Lauga-
veg 4 og 6 er um 130 milljónir.
Borgin keypti þær eignir ásamt
Skólavörðustíg 1a með byggingar-
rétti á 560 milljónir króna. Húsin
þrjú standa á sameiginlegum reit
og þar er enn hægt að byggja tölu-
vert á baklóðinni. gar@frettabladid.is
Hafnar 500 milljóna
boði í brunareitshús
Framkvæmdum við nýbyggingar á brunareitnum við Lækjartorg lýkur í maí og
endurbyggð hús á Laugavegi 4 og 6 verða tilbúin í apríl. 500 milljóna króna til-
boði í brunareitshúsin var hafnað. Talsverður hluti er kominn í útleigu.
LAUGAVEGUR 4 OG 6 Endurgerðinni er að ljúka og leigjendur
taka við 1. apríl.
NÝBYGGINGAR RISNAR ÚR ÖSKUNNI Húsin í Lækjargötu 2 og
Austurstræti 22 eyðilögðust í stórbruna í apríl fyrir þremur
árum. Í maí verða ný hús á reitnum tilbúin. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
18°
12°
6°
5°
10°
10°
3°
3°
19°
10°
17°
20°
27°
-1°
13°
13°
0°Á MORGUN
Stíf SV-átt A-til, annars
hæg norðlæg.
SUNNUDAGUR
5-10 m/s.
-3
-5
-5
-7
-6
-4
-2
-9
0
-2
0
6
8
9
7
7
13
11
12
5
13
7
4
4
-2
-6 -5
-2
-5
-4
3
3
ÁFRAM NOKK
VETRARLEGT Það
verður nokkuð
vetrarlegt um að
litast um helgina
enda verður áfram
kalt í veðri og er
spáð éljum í all-
fl estum lands-
hlutum. Á morgun
hlýnar þó lítillega
sunnan og austan
til og suðvestan-
lands á sunnudag.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
Ölvaður keyrði utan í bíla
Ölvaður, dópaður og próflaus
ökumaður ók á jeppa sínum utan í
fjóra kyrrstæða bíla og á ljósastaur við
Hverfisgötu í Hafnarfirði um miðnætti
í fyrrinótt. Maðurinn var handtekinn.
Jeppinn er stórskemmdur en bílarnir
fjórir eitthvað minna.
Innbrot í fimm bíla
Brotist var inn í fimm bíla í Reykjavík í
fyrrinótt. Úr þeim var stolið GPS-tækj-
um og fartölvum en þjófarnir voru á
ferðinni í miðborginni, Vesturbænum
og Skerjafirði. Sem fyrr ítrekar lög-
reglan að verðmæti séu ekki skilin
eftir í bílum.
LÖGREGLUFRÉTTIR
FASTEIGNAMARKAÐUR Vísitala
íbúðaverðs á höfuðborgarsvæð-
inu var 308,1 stig í febrúar síðast-
liðnum og hafði hún hækkað um
1 prósent frá janúar. Þetta kemur
fram í tölum Þjóðskrár Íslands.
Síðastliðna þrjá mánuði hefur
vísitalan hækkað um 0,6 prósent,
síðastliðna sex mánuði um 1,8
prósent og um 2 prósent síðast-
liðna tólf mánuði.
Vísitala íbúðaverðs á höfuð-
borgarsvæðinu sýnir breytingar
á vegnu meðaltali fermetraverðs
og er upphafspunktur hennar
janúar 1994. Hæst fór vísitalan í
357,3 í október árið 2007. - þj
Fasteignamarkaðurinn:
Hækkun á vísi-
tölu íbúðaverðs
FASTEIGNAMARKAÐURINN Vísitala
íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu
hefur hækkað lítillega að undanförnu.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR