Fréttablaðið - 18.03.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 18.03.2011, Blaðsíða 6
18. mars 2011 FÖSTUDAGUR6 MENNTAMÁL Foreldrar nemenda við Hólabrekkuskóla í Breiðholti eru afar ósáttir við fyrirhugaðar breytingar á starfi skólans en til stendur að sameina skólann við Fellaskóla. Ályktun var samþykkt á fundi sem haldinn var um málið þar sem tillögur um sameiningu voru fordæmdar. „Þetta eru róttækar breytingar sem skapa óróa og óstöðugleika í viðkvæmu samfélagi okkar,“ segir meðal annars í yfirlýsingu frá foreldrum. - sv Ósætti í Hólabrekkuskóla: Fordæma sam- einingu skóla PALESTÍNA, AP Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórnar, hefur tilkynnt að hann ætli ekki að bjóða sig fram til forseta aftur. Hann býðst jafnframt til að gefa Hamas-samtökunum tækifæri til að vera með í nýrri stjórn. Á miðvikudag sagðist hann reiðubúinn að fara til Gasa að hitta Ismaíl Haniyeh, leiðtoga Hamas þar. Haniyeh tók vel í tilboðið og ætlar að skipuleggja heimsóknina, sem stefnt er að á næstu dögum. Abbas hefur ekki komið til Gasa síðan blóðugum átökum milli Fatah og Hamas lauk árið 2007 með því að Hamas-liðar tóku völdin á Gasa-strönd en Fatah á Vesturbakkanum. Abbas hefur boðað til kosn- inga í haust, en þó aðeins ef sættir takast fyrst milli þessara tveggja helstu fylkinga Palest- ínumanna. Á þriðjudag héldu þúsundir Palestínumanna út á götur bæði á Vesturbakkanum og á Gasa- svæðinu og kröfðust þess að leið- togar fylkinganna bindi enda á djúpstæðan ágreining sinn. - gb Mahmoud Abbas býður Hamas aðild að nýrri Palestínustjórn: Ætlar til Gasa á sáttafund MAHMOUD ABBAS Hefur tilkynnt að hann ætli ekki að bjóða sig aftur fram til forseta Palestínustjórnar. NORDICPHOTOS/AFP Smiðsbúð 6 210 Garðabæ Sími 564 5040 STOFUHÚSGÖGN og sjónvarpsskápar ! T il bo ð w w w .h ir zl an .is Tilboð 47.280,- Fullt verð 78.800,- aðeins í hlyn og hvítu: 32.900,- 26.700,- 39.900,- 53.500,- 39.800,- 150.900,- FÓLK Langþráður draumur Tryggva Jóns Jónatanssonar, fimmtán ára stráks frá Akureyri, rættist um síðustu helgi. Hann heimsótti Old Trafford, heima- völl uppáhaldsfótboltaliðsins síns, Manchester United. Og ekki nóg með það því United lagði Arsenal að velli og að leik loknum heilsaði markvörður United, Edwin van der Sar, upp á Tryggva. „Tryggvi Jón hefur þráð það heitast í lífi sínu að komast á Old Trafford og nú hefur draumur hans ræst,“ segir Ásta Reynisdótt- ir, móðir hans. Tryggvi Jón er með sjaldgæf- an hrörnunarsjúkdóm og er háður hjólastól. Hann hefur misst allan mátt í höndum, hefur örlítinn mátt í fótum, heyrir ekki og sér vart. Að sögn Ástu bar utanförina brátt að og þurfti að fara króka- leiðir til að fá miða á völlinn. Er Ásta þakklát Kristni Halldóri Ein- arssyni, formanni Blindrafélags- ins, og nokkrum styrktaraðil- um sem gerðu ferðina mögulega. Fimm voru í föruneyti Tryggva Jóns; foreldrar hans, tveir aðstoð- armenn og Kristinn Halldór. Ásta segir Tryggva Jón hafa setið á besta stað ásamt aðstoð- armanni sem hjálpaði honum að fylgjast með öllu sem fram fór með aðstoð tölvubúnaðar. Sjálf sat hún skammt frá og fylgdist með honum. „Hann sat sem aðdáandi númer eitt í sæti fyrir fatlaða og ég fylgdist með svipbrigðunum á honum og bara grét. Slíkar voru tilfinningarnar.“ Ásta segir þennan viðburð í lífi sonar síns afskaplega mikils virði. Hann sé mjög hamingjusamur og þakklátur þeim sem gerðu honum kleift að láta drauminn rætast. Hann sé reyndar enn að átta sig á ferðin hafi verið raunveruleg en ekki draumur. „Hann spurði mig síðast í gær hvort þetta hefði verið draumur eða hvort við hefðum í raun farið á Old Trafford.“ Það var svo til að kóróna allt að eftir leikinn heilsaði markvörð- ur Manchester-liðsins Edwin van der Sar upp á Tryggva, gaf honum eiginhandaráritun og sat fyrir á mynd með honum. „Ég hef aldrei séð hann jafn hamingjusaman á nokkurri mynd og þessari. Það lýsir af honum,“ segir Ásta. bjorn@frettabladid.is Draumurinn rættist Fimmtán ára strákur með sjaldgæfan hrörnunarsjúkdóm er enn að átta sig á að heimsókn á heimavöll Manchester United um síðustu helgi var ekki draumur. Liðið hans sigraði og markvörður United heilsaði upp á hann að leik loknum. GÓÐUR DAGUR Edwin van der Sar, markvörður Manchester United, og Tryggvi Jón eftir sigurleik liðsins gegn Arsenal á laugardag- inn var. MYND ÚR EINKASAFNI Hrörnunarsjúkdómurinn sem Tryggvi Jón er með heitir Brown - vialetto - Wan Laere Syndrom. Hann er afar sjaldgæfur og er Tryggvi eini Íslendingur- inn sem hefur greinst með hann, svo vitað sé. Að sögn Ástu er heyrnar- skerðing fyrsta einkenni sjúkdómsins en blinda og lömun fylgja í kjölfarið. Fyrstu einkenni Tryggva Jóns komu í ljós þegar hann var á fimmta ári. Ásta segir að hrörnunin hafi fyrst komið í stökkum en frá ágústmánuði síðast- liðnum hafi hrörnunin verið stöðug. Brown - vialetto - Wan Laere Syndrom Nánari upplýsingar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 F í t o n / S Í A Sólarferð 89.900 kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum og átta nætur á hóteli. 26. mars –3. apríl Verð á mann í fjórbýli með morgunverði: EINSTAKTTILBOÐ! Sólarhopp til Orlando KJÖRKASSINN Ert þú búin(n) að skila skatta- framtalinu? JÁ 25,9% NEI 74,1% SPURNING DAGSINS Í DAG: Er eðlilegt að handhafar forsetavalds þiggi laun þegar forseti Íslands er erlendis? Segðu þína skoðun á visir.is ALÞINGI Þingmenn úr öllum flokk- um lýstu miklum áhyggjum af ástandi mála í Líbíu í utandag- skrárumræðu í gær. Össur Skarphéðinsson utanrík- isráðherra sagði að alþjóðasamfé- lagið hefði brugðist almenningi í landinu. Fyrir fáum dögum hefði virst sem almenningur væri að ná völdum en nú virtist Gaddafí einræðisherra vera kominn með yfirhöndina. Bengasí, síðasta vígi uppreisnarmanna, virðist við það að falla. Össur tók undir með Gunn- ari Braga Sveinssyni, þing- flokksformanni Framsóknar, sem hóf umræðuna, og harmaði að alþjóðasamfélagið hefði ekki skorist í leikinn. Þegar umræðan stóð yfir þóttu, að sögn Össurar, litlar líkur á að öryggisráð SÞ kæmist að þeirri einróma niðurstöðu sem þurfi til að ljá hernaðaraðgerðum gegn Gaddafí nauðsynlegt lögmæti. Gunnar Bragi sakaði alþjóða- samfélagið um hræsni. Þjóðar- leiðtogar hefðu fyrir skömmu keppst við að hvetja líbísku þjóð- ina til dáða og hallmæla harð- stjóranum. „Nokkrum dögum seinna hefur dæmið snúist við,“ sagði Gunnar Bragi. Gaddafí noti hergögn á almenning sem Vesturlönd hafa séð honum fyrir í skiptum fyrir olíu og gas. „Getur verið að við- skipti með olíu og vopn komi í veg fyrir að íbúum Líbíu sé hjálpað?“ spurði Gunnar Bragi. - pg Þingmenn í öllum flokkum lýsa yfir miklum áhyggjum af ástandinu í Líbíu: Alþjóðasamfélagið hefur brugðist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.