Fréttablaðið - 18.03.2011, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 18.03.2011, Blaðsíða 35
FÖSTUDAGUR 18. mars 2011 3 Ég valdi þetta leikrit vegna þess að það er bara tveggja ára gamalt og skrifað fyrir ungt fólk fyrir þjóð- leikhúsið í Bretlandi,“ segir Sara Marti Guðmundsdóttir, leikstjóri verksins DNA sem Stúdentaleik- húsið frumsýnir í Norðurpólnum annað kvöld. Höfundur verksins er Dennis Kelly, sem skrifaði meðal annars Munaðarlaus og Elsku barn sem sýnt er í Borgarleikhúsinu um þessar mundir. Sara segir verkið vera mikið leikarastykki. „Stúdentaleikhús- ið hefur sett upp margar sýning- ar undanfarið þar sem þau búa til sýningarnar frá grunni sjálf, þann- ig að bæði ég og þau vorum æst í að nota tímann til að vinna leikara- vinnu eftir handriti. Síðustu átta vikurnar erum við búin að vinna í því að búa þessar persónur til og að mínu mati hefur tekist mjög vel til. Ég er bara svakalega ánægð með sjálfa mig og leikhópinn minn.“ Söru vefst eilítið tunga um tönn þegar hún er beðin um að flokka verkið en segir þó að þetta sé spennuleikrit. „Já, þetta er spenna en sett fram á léttu nótunum, þótt húmorinn sé svolítið svartur.“ segir hún. „Ég vil ekki ljóstra of miklu upp um söguþráðinn en þetta fjallar um prakkarastrik sem fer aðeins yfir strikið og hvernig hóp- urinn vinnur sig út úr því.“ Sýningin annað kvöld er frum- sýning í tvennum skilningi hjá Söru því hún útskrifaðist sem leik- stjóri í desember og hefur ekki sett upp verk hér heima áður. „Ég var í námi í London og er bara nýkom- in heim. Fór beint í þetta verkefni og er óskaplega ánægð með leik- hópinn og vinnuna með honum. Ég er meira að segja svo ánægð með útkomuna að tveimur dögum fyrir frumsýningu er ég meira spennt en stressuð. Það hefur aldrei gerst fyrr.“ Leikarar í sýningunni eru ellefu talsins, aðstoðarleikstjórn er í höndum Sigríðar Eirar Zophoní- asardóttur, Ragnheiður Maísól sér um leikmyndagerð og Sóley Stef- ánsdóttir sér um tónlist við verkið. Birgit Ortmeyer hefur yfirumsjón með búningum og henni til aðstoð- ar eru þær Hera Guðbrandsdóttir og Rebekka Magnúsdóttir. Önnur sýning verður mánudaginn 21. mars og sýningar eru fyrirhugað- ar fram til 9. apríl. fridrikab@frettabladid.is Prakkarastrik sem fer yfir strikið Stúdentaleikhúsið frumsýnir annað kvöld í Norðurpólnum verkið DNA eftir Dennis Kelly í leikstjórn Söru Marti Guðmundsdóttur. Sara Marti Guðmundsdóttir, leikstjóri sýningarinnar. Stúdentaleikhúsið frumsýnir DNA eftir Dennis Kelly í Norðurpólnum annað kvöld. Tónleikar Kristjönu Stefáns- dóttur og Kjartans Valde- marssonar, Bland í poka, dægurperlur samtímans í djassbúningi, verða haldnir í Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi í kvöld klukkan 20. Kristjana Stefánsdóttir söng- kona og Kjartan Valdemars- son píanóleikari hafa starfað saman í fjölda ára. Í Gerðu- bergi í kvöld munu þau leika lög úr öllum áttum, allt frá djassperlum til glænýrra dægurlaga, en þau stóðu meðal annarra að tónleika- röðinni Söngbók djassins á Tíbrá í Salnum. Þar léku þau eigin útsetningar á þekktum perlum djasstónlistarinnar. Sunnudaginn 20. mars verður einnig í Gerðubergi djasssöngsmiðja fyrir klass- ískt menntaða söngvara í umsjón þeirra Kristjönu og Kjartans. - rat Bland í poka Kjartan Valdemarsson og Kristjana Stefánsdóttir flytja djass í Gerðubergi í kvöld. Ný pelsa sending Í GYLLTA KETTININUM AUSTURSTRÆTI 8 - 10 • SÍMI 534 0005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.