Fréttablaðið - 18.03.2011, Page 42

Fréttablaðið - 18.03.2011, Page 42
18. mars 2011 FÖSTUDAGUR26 BAKÞANKAR Þórunnar Elísabetar Bogadóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. skrambi, 6. í röð, 8. tré, 9. háttur, 11. mun, 12. tónstigi, 14. yfirbragð, 16. sjó, 17. stúlka, 18. munda, 20. þys, 21. steypuefni. LÓÐRÉTT 1. líkamshluti, 3. átt, 4. eyja í Miðjarðarhafi, 5. svelg, 7. aftursæti, 10. op, 13. festing, 15. löngun, 16. pumpun, 19. frá. LAUSN LÁRÉTT: 2. ansi, 6. áb, 8. við, 9. lag, 11. ku, 12. skali, 14. stíll, 16. sæ, 17. mey, 18. ota, 20. ys, 21. gifs. LÓÐRÉTT: 1. háls, 3. nv, 4. sikiley, 5. iðu, 7. baksæti, 10. gat, 13. lím, 15. lyst, 16. sog, 19. af. Jájá. Í dag hneppi ég alveg upp! Við hvað ertu hræddur? Að einhver fari að strjúka þér og reyna við þig? Pondus! Þú ert mættur!! Jááá... Einu sinni enn? Jæja, þá er sá dagur runn- inn upp. Ég er á leiðinni í hommapartí! Takk kærlega fyrir! Látt‘ekki svona! Við förum nú ekki oft í partí og þetta verður bara hýrt! Nei! En ég kann bara betur við veislur þar sem menn ræða um liðs- uppstillingu af innlifun! Þú ert bara fordóma- fullur! Þeir eru alveg eins og við, sann- aðu til! Úff! Af hverju leggur hann Palli ekkert upp úr útlitinu? Solla, ertu búin að hugsa um hvað þú ætlar að búa til fyrir mömmu á mæðradaginn? Er það ekki hlutverk kennarans míns? Hátækni- sjúkrahús Sko, hjartadeildin er uppi á tólftu hæð. Því miður er lyftan ekki komin í gagnið svo þú verður að fara upp stigann. Tölvur eru hinir mestu tímaþjófar. Það geta væntanlega flestir verið sammála um, þó notagildi þeirra sé líka nokkuð óumdeilt. Það er þó ekki fyrr en tölvurnar eru teknar út úr jöfnunni, hvort sem það er gert meðvitað eða ekki, sem það kemur í ljós nákvæmlega hversu miklum tíma er eytt í þessum tækjum. NÚ Í kvöld ætlar hópur fólks að komast að þessu með því að halda hátíðlegan „National Day of Unplugging“ sem mætti þýða sem „Tökum úr sam- bandi dagur“ eða „Ótengdi dag- urinn“ á íslensku. Hvíldardagur í raun. Hann á að standa fram á morgundaginn, heill sólarhringur án farsíma og nets. Þetta er erf- itt fyrir marga, erfiðara en þeir kannski gera sér grein fyrir. ÉG TÓK óviljandi forskot á sæl- una fyrr í vikunni. Hleðslu- tæki tölvunnar minnar gaf sig og ég sat uppi með hleðslulausa tölvu. Þetta reyndist mér erfitt, opinbera skýringin á því var að sjálfsögðu sú að ég er að skrifa BA-rit- gerð og hún er jú skrifuð á tölvu. Þó það sé satt og rétt og hafi sett strik í reikninginn þótti mér alveg jafn erfitt ef ekki erfiðara að kom- ast ekki á fréttamiðla, á tölvupóstinn, á Facebook. JAFNVEL þó að ég vissi innst inni að ég væri nú líklega ekki að missa af neinu brjálæðislegu truflaði þetta mig. Ég er bara allt of vön því að vera með tölvuna opna einhvers staðar, þó ég sé ekkert að gera í henni. Hún bara er þar og það er hægt að kíkja á hina ýmsu staði á netinu hvenær sem er. FLJÓTLEGA fór þetta þó að hafa mjög jákvæð áhrif og ýmislegt sem hefur lengi setið á hakanum var framkvæmt. Það þurfti bara nokkra daga til að afeitrast aðeins og sjá hversu mikill tími fer í ekki neitt þegar maður á fullhlaðna fartölvu. Ég missti heldur ekki af neinu stórfeng- legu, í mesta lagi sparaði ég mér pirring. ÞÓ ÞURFTI ég á endanum að útvega mér hleðslutæki, enda nauðsyn fyrir bæði nám og vinnu. Nú verður hins vegar minni tíma eytt í bullið, svo lengi sem það loforð endist. ÞAÐ KREFST smá tíma að venjast því, en hvíldardagur er jafn nauðsynlegur frá tölvunni sem öðru. Prófaðu bara. Tæknipása

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.