Fréttablaðið - 18.03.2011, Page 45

Fréttablaðið - 18.03.2011, Page 45
FÖSTUDAGUR 18. mars 2011 29 Feneyjatvíæringurinn verður í brennidepli á málþingi sem Lista- safn Reykjavíkur og Kynningarmið- stöð íslenskrar myndlistar standa fyrir á Kjarvalsstöðum á sunnudag. Framsögumenn hafa allir komið að Feneyjatvíæringnum með einum eða öðrum hætti og munu þeir miðla af reynslu sinni og reifa ýmis álita- mál varðandi hátíðina. Birta Guðjónsdóttir, sýningar- stjóri og myndlistarmaður, munu ræða um Feneyjatvíæringinn út frá þátttöku hennar sem aðstoðar- manns við uppsetningu í íslenska skálanum árið 2005. Börkur Arn- arsson rekur gallerí i8 í Reykjavík og hefur komið að tvíæringnum í gegnum listamenn á vegum gall- erísins, til dæmis Ragnar Kjart- ansson. Börkur fjallar um stöðu og eftirfylgni við listamenn sem taka þátt í Feneyjatvíæringnum. Dor- othée Kirch hefur mótað nýja stefnu sem forstöðumaður Kynningarmið- stöðvar íslenskrar myndlistar, KÍM, og mun varpa ljósi á framtíðarsýn miðstöðvarinnar á tvíæringinn. Að lokum mun Ellen Blumenstein, sýn- ingarstjóri íslenska skálans í Fen- eyjum 2011, fjalla um tvíæringinn í alþjóðlegu samhengi og í tengslum við íslenskan myndlistarveruleika. Fríða Björk Ingvarsdóttir stýrir málþinginu, sem fer fram á ensku og stendur frá klukkan 15 til 17. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Tvíæringurinn tekinn til kostanna HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 18. mars ➜ Tónleikar 20.00 Kristjana Stefánsdóttir, söng- kona, og Kjartan Valdemarsson, píanóleikari,halda tónleika í Menn- ingarmiðstöðinni Gerðubergi kl. 20. Aðgangseyrir er kr. 2.000. 23.00 Fjáröflunartónleikar Of Mon- sters and Men fara fram á Faktorý í kvöld kl 23. Sveitin er á leið í hljóðver að taka upp sína fyrstu breiðskífu. Einnig koma fram Orphic Oxtra og Who Knew?. Húsið opnar kl. 22. Aðgangseyrir kr. 1.000. ➜ Síðustu forvöð Síðasta sýn- ingarhelgi mál- verkasýningar Huldu Hlínar, Huldir heimar, er um helgina. Listamaðurinn verður á staðn- um frá kl. 13-15 á laugardag. Sýningu lýkur á sunnudag. Opið frá kl. 9-22. ➜ Málþing 12.00 Málþing um niðurstöður rannsókna á aðstæðum og upplifun kvenna í fjórum greinum á verkfræði- og náttúruvísindasviði HÍ fer fram í dag kl. 12. Aðgangur er ókeypis. Allir velkomnir. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is ÚR SÝNINGU SÝNINGANNA Steingrímur Eyfjörð er í hópi þeirra listamanna sem hafa sýnt á Feneyjatvíæringnum sem fulltrúar Íslands. Ólafur Elíasson myndlistarmað- ur hefur hannað frímerki í til- efni þess að Harpa verður tekin í notkun 4. maí næstkomandi. Ólafur hannaði glerhjúpinn utan á tónlistarhúsinu, sem er tilvísun í stuðlaberg sem finna má víða á landinu, og dregur frímerkið einnig dám af því. Henning Lar- sen Architects hönnuðu bygg- inguna en Artec Consultants hljómburðinn. Íslandspóstur gefur frímerk- ið út 4. maí næstkomandi, sama dag og Harpa verður opnuð með tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Vladimírs Ashkenazy. Ólafur hann- ar frímerki fyrir Hörpu Canon Powershot SX30 Verðlaun febrúar- mánaðar 2011 1. verðlaun: Canon EOS 60D Samtals 13 glæsileg verðlaun frá Sense, dreifingaraðila Canon neytendavara á Íslandi Ljósmyndakeppni fyrir dagatal Eimskips 2012 Taktu þátt í ljósmyndakeppni Eimskips og freistaðu þess að fá landslagsmyndina þína gefna út á dagatali félagsins næsta ár. Hægt er að senda inn mynd í hverjum mánuði og veitt eru glæsileg verðlaun fyrir bestu mynd mánaðarins. Fyrstu verðlaun fyrir bestu myndina, glæsileg Canon EOS 60D myndavél, verða síðan kynnt í lok nóvember um leið og það kemur í ljós hverjir eiga þær myndir sem valdar voru myndir mánaðarins. Myndefnið: Landslag í náttúru Íslands er myndefnið. Á myndinni, sem á að vera í lit, mega ekki sjást mannvirki eða fólk. Dýr mega ekki vera í forgrunni. Myndina skal taka í þeim mánuði sem hún tilheyrir, þ.e. janúarmyndina í janúar osfrv. Skiladagur í hverjum mánuði: Skiladagur myndar mánaðarins hverju sinni er í síðasta lagi 20. dag mánaðarins á eftir. Febrúarmynd á þannig að skila inn í síðasta lagi 20. mars. Um fyrirkomulag keppninnar, skil á myndum og nánari keppnisreglur er að öðru leyti vísað á www.eimskip.is/ljosmyndakeppni 20. Munið skilafrestinn mars að verðmæti 94.900 kr.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.