Fréttablaðið - 19.12.2015, Síða 64

Fréttablaðið - 19.12.2015, Síða 64
FÓLK| MATUR Nú er tími skötuveislna að renna upp með tilheyr-andi ilmi – eða ólykt, allt eftir því hvernig litið er á málið og hver á í hlut. Margir kvarta yfir lyktinni og jafnvel hefur verið talað um að banna ætti eldun á skötunni í fjölbýlis- húsum sökum lyktmengunar. Þuríður Guðmundsdóttir hefur áratuga reynslu í að elda skötu og lumar á nokkrum góðum ráðum til að sleppa við fnykinn sem fylgir skötusuðunni. „Ég sýð skötuna alltaf í steikar- poka, pokarnir fást bara úti í búð og eru þeir yfirleitt notaðir til að steikja læri í inni í ofni. Auk þess set ég bómull bleytta í ediki á barmana á pottinum og loka honum vel. Svo passa ég mig á að opna ekki pott- inn fyrr en skatan er tilbúin. Þá klippi ég gat á pokann og helli vatninu af skötunni beint í vaskinn og hreinsa hann vel,“ útskýrir Þuríður. Auk þess að nota poka við skötusuðuna sýður hún kanil og edik í litlum potti við hliðina á pottinum með fiskinum. „Þeg- ar gufan af skötunni kemur upp eyðir edikið lyktinni af henni fljótt. Það er gott að nota það almennt til að losna við vonda lykt. Svo gefur kanillinn svo jólalega lykt. Ég hef líka notað epli með kanilnum og edikinu og virkar það vel.“ SKÖTUVEISLA FYRIR HVER JÓL Þuríður ólst upp við skötu á borðum enda frá Tálknafirði en skötuát er eins og margir vita vestfirskur siður. Þegar hún flutti aftur heim til Íslands frá Svíþjóð árið 1981 fór hún að hafa þann háttinn á að bjóða þeim systkinum sínum sem bjuggu í Reykjavík til skötu- veislu á Þorláksmessu en Þur- íður er ein sautján systkina. „Mig langaði svo í skötu en það er ekkert gaman að borða hana ein þannig að ég fór að bjóða systkinunum. Fyrir nokkrum árum tók einn yngri bróðir minn við veisluhaldinu og við systkinin förum í skötuveislu til hans í dag. Við hjálpumst að við matseldina, til dæmis roð- flettir annar bróðir minn sköt- una og býr hana undir suðu og ég baka flatkökur. Við höfum svo alltaf ábrysti með rjóma og kanilsykri í eftirrétt. Það er gaman að hittast og gera þetta einu sinni á ári. Við höfum alltaf verið samrýnd systkinin og er þessi matur sveipaður ákveðnum æskuljóma,“ segir hún og hlær. ELDAÐ ÚTI Á SVÖLUM Þuríður fór að leita leiða við að sleppa við skötulyktina þegar barnabörnin fóru fyrir mörgum árum að skammast yfir lyktinni. Hún segist þó ekki muna hvaðan ráðin komu. „Ég hef annaðhvort lesið mér til eða fengið ráð frá mömmu. Að minnsta kosti virka þau að sögn ættingjanna. Sumir hafa farið þá leið að elda ekki skötu nema þeir eigi bílskúr til að sjóða hana í. Bróðir minn eldar skötuna fyrir veisluna í dag á prímusi úti á svölum. Það kemur þó alltaf lykt þegar skatan er borðuð en hún er fljót að fara hjá mér því ég nota edikið og kanilinn sem eyða henni.“ FJÖLSKYLDAN KVARTAR EKKI LENGUR UNDAN LYKTINNI GÓÐ RÁÐ Að elda skötu í poka er góð leið til að losna við lyktina sem fylgir henni. Þuríður Guðmundsdóttir hefur gert það í fjölda ára og kann hún fleiri ráð við eldamennskuna. Hún ætlar að fara í skötuveislu með systkinum sínum í dag eins og undanfarin ár. VEISLUMATUR Mörgum finnst skatan vera hinn mesti herramannsmatur en að sama skapi finnst mörgum vera óþefur af henni. MYND/GVA SKÖTUVEISLA Þuríður Guðmundsdóttir ætlar að gæða sér á skötu í dag. SS býður nýja vöru, taðreykt hangikjöt. Kjötið er verkað eftir gömlum íslenskum aðferðum sem hafa verið notaðar um aldir í sveitum landsins. Kjötmeistarar velja kjötið af kostgæfni, það er pækilsaltað og reykt við tað þar til réttum lit, bragði og áferð er náð. Þeir sem vilja gamaldags þjóðlegt hangikjöt með miklu bragði ættu að velja Taðreykta hangikjötið frá SS. Veldu rétt Taðreykt hangikjöt Það bragðmikla Tindfjallahangikjet Það ljúffenga Birkieykt hangikjöt Hið bragðmilda Þessi gullverðlaunavara er tvíreykt, þurrkuð og söltuð með sjávarsalti. Verkunartíminn getur verið allt upp í 3 mánuðir en lærið heldur áfram að verkast og batna með tímanum, ársgamalt er úrvals. Tindfjallahangi kjetinu er pakkað í lofttæmdar umbúðir og sett í sérsaumaðan strigapoka og er sælgæti sem borðað er hrátt. Hentar sérstaklega vel sem forréttur eða smáréttur og er tilvalið í jólapakkann eða til þess að hafa uppi við á aðventu og bjóða gestum og gangandi jólabita. Birkireykta hangikjötið frá SS er sígilt og löngu landsþekkt. Það er aðeins framleitt úr fyrsta flokks hráefni. Við reykingu er notað íslenskt birki. Þeir sem vilja mjúkt, safaríkt og bragðmilt hangikjöt ættu að velja Birkireykta hangikjötið frá SS. HVernig HangikjÖT VilTU Um jÓlin? Sjáið jÓlaúrValið inná HeimaSíðU SS, SS.iS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.