Fréttablaðið - 19.12.2015, Page 154

Fréttablaðið - 19.12.2015, Page 154
Við erum alls ekki alltaf með það sama, jú kannski þetta hefðbundna meðlæti svo sem grænar baunir og heimatilbúið rauðkál,“ segir Hildur Ársælsdóttir, annar hluti tvíeykisins Mæðgurnar, bloggsíðu þar sem heilnæmar upp- skriftir ráða ríkjum. Á móti Hildi er móðir hennar, sjálf hráfæðis- drottningin Sólveig Eiríksdóttir, svo óhætt er að segja að þar kenni ýmissa meinhollra grasa. „Þegar ég var yngri var hnetusteikin ekki orðin svona vinsæl eins og hún er í dag, og þá voru góðir grænmetis- réttir í boði á aðfangadag. Nú er það svoleiðis að við höfum alltaf hnetusteik einhvern daginn yfir hátíðarnar, en hún er ekki eini kost- ur grænmetisæta,“ bendir Hildur á og skellir upp úr. Hún segist þó æði oft taka hana með sér í boð þar sem ekki er boðið upp á annað en kjöt- meti, vegna þess að steikin passi svo vel með hinu hefðbundna meðlæti almennu jólasteikarinnar ef svo má að orði komast. „Ég finn fyrir mikilli grósku þegar kemur að grænmetisréttum. Það er svo jákvætt að draga úr kjötneysl- unni, hvort sem fólk ætlar sér að gerast vegan eða ekki. Margir virðast farnir að átta sig á að manni geti liðið betur af að fá sér léttari rétti í og með,“ segir Hildur. Þrátt fyrir að vera grænmetisæta er ekki svo að öll fjölskyldan sé á sömu bux- unum í þeim efnum.  „Við mamma og sonur minn erum grænkerar, eða grænmetisætur, en restin ekki. Við höfum oft haft humar fyrir þau, þannig að það er alltaf eitthvað fyrir alla,“ útskýrir hún og bendir á að allir geti þó sammælst um ágæti smákakanna og konfektsins, sem hún deilir með lesendum Frétta- blaðsins, ásamt dýrindis hugmynd að jólasteik. gudrun@frettabladid.is Þarf alltaf Marsipan 75 g kasjúhnetur 1/8 tsk. salt ¼ dl hlynsíróp ½ tsk. vanilluduft 2 msk. kókosolía 3-4 möndludropar Karamella 2/3 dl hlynsíróp 1/3 dl kókosolía 2 msk. möndlusmjör ½-¾ tsk. sjávarsaltflögur Súkkulaðið 200 g lífrænt og fairtrade súkkulaði Byrjið á að útbúa marsipanið og karamelluna og látið stífna í kæli á meðan þið bræðið súkkulaðið. Marsípan: Setjið allt í matvinnslu- vél og blandið vel saman. Stöðvið og skrapið niður með hliðunum. Setja má marsipanið í frysti í um 15 mínútur svo það stífni. Karamella: Allt sett í blandara og blandað þar til orðið er silkimjúkt og kekkjalaust. Fyrir dekkri karamellu er upplagt að setja smá kakóduft út í. Súkkulaði: Okkur finnst best að nota dökkt fairtrade súkkulaði. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Best er að tempra súkkulaðið því þá verður konfektið fallega glansandi. Notið lítil sílikonkonfektform. Hellið smá súkkulaði í formin, veltið með börmunum svo það verði súkkulaði á hliðunum. Setjið smá stund inn í kæli/frysti á meðan súkkulaðið stífnar. Setjið ½-1 tsk. af fyllingu í formið og endið á að loka molanum með því að setja smá súkkulaði yfir fyllinguna. Setjið aftur í kæli/frysti. Ef þetta er jólagjöf er upplagt að setja í fallegan kassa eða aðrar umbúðir. Jólakonfekt Eggaldin með hnetu- og kryddjurtapestói Eggaldin fyrir 4 2 eggaldin 4 msk. ólífuolía 1 tsk. timjan (við notum lífrænt, bragðið er svo gott) 1 tsk. paprikuduft Smá sjávarsaltflögur Nýmalaður svartur pipar Skerið eggaldinið í tvennt, skerið í sárið rákir á ská. Hrærið saman olíu, timjan, papriku- dufti, salti og pipar. Penslið eggaldinið með krydd- blöndunni. Setjið í ofnskúffu og bakið við 200° í 35 mínútur. Lykilatriði er að grilla eggaldinið nógu vel, svo það verði alveg meyrt í gegn, þannig er það langbest. Látið kólna smá stund. Setjið um 5 msk. af pestó ofan á hvert eggaldin og svo um 3 msk. af granateplasalsa. Kryddjurtapestó 100 g ferskt kóríander 50g ristaðar heslihnetur 50g ristaðar kasjúhnetur 1-2 smátt skornar döðlur Safinn úr 1 sítrónu 1-2 hvítlauksrif 1 tsk. chiliflögur Sjávarsalt 1 dl jómfrúarólífuolía Eggaldinjólasteik Súkkulaðibitasmákökur 2½ dl kókosolía (líka hægt að nota t.d. vegan smjör), við stofuhita 3 dl kókospálmasykur 4 dl fínt malað spelt 1 tsk. vanilla 1 tsk. matarsódi ½ tsk. salt 2-3 msk. vökvi (t.d. kókosmjólk eða önnur jurtamjólk) 2 dl heslihnetur, þurrristaðar og smátt saxaðar 150 g dökkt súkkulaði (helst fairtrade), saxað Setjið kókosolíu og kókospálma- sykur í matvinnsluvél og hrærið saman. Bætið spelti, vanillu, matarsóda og salti út í og hrærið í smá stund eða þar til þetta hefur hrærst vel saman. Bætið þá vökvanum út í og hrærið örstutt eða þar til hann hefur blandast vel saman við deigið. Ef deigið virðist of þurrt má bæta smá vökva/olíu í deigið. Bætið að lokum heslihnetum og súkkulaðibitum út í og hrærið þar til þetta hefur blandast vel saman. Setjið deigið inn í ísskáp í klukku- tíma áður en þið setjið á plötu og bakið. Notið teskeið við að setja deig- kúlur á plötuna, kökurnar fletjast vel út svo passið að hafa gott bil á milli. Bakið við 180°C í 8-10 mín. Látið kólna áður en þið freistist til að smakka. Jólakruðerí MyNd/MatthíaS ÁrNi iNgiMarSSoN hildur segir ekki mikið vesen að henda í hnetusteik sé því að skipta, og jafnvel tölu- vert fljótlegra en flest annað sem fólk leggur sér til munns yfir jólin. hnetusteik? Stutta svarið er nei. Hildur Ársælsdóttir grænkeri segir fjölbreytn- ina heilmikla þegar kemur að jólamat þeirra sem kjósa að leggja sér ekki kjöt til munns og segir einhæfnina ekki þurfa að vera til staðar. að vera 1 9 . d e s e m b e r 2 0 1 5 L A U G A r d A G U r118 L í f i ð ∙ f r É T T A b L A ð i ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.