Fréttablaðið - 23.02.2016, Síða 2
Mér finnst hann
vera að
segja hið
augljósa.
Illugi Gunnarsson
menntamála
ráðherra
Í dag er áfram útlit fyrir hæglætisveður á
öllu landinu. Bjartviðri víðast hvar, en þó
útlit fyrir einhver snjókorn við ströndina,
bæði vestan til og norðan. Áfram er frost í
kortunum, allt að 15 gráður inn til landsins
norðaustan til en hlýnar lítið eitt vestan til
um tíma yfir daginn. Sjá SÍðu 18
Veður Fjör á frumsýningu
LögregLumáL Landspítalinn hefur
verið kærður til lögreglu fyrir leka á
persónuupplýsingum víetnömsku
hjónanna Thuy Nguyen og Hao Van
Tio.
Fréttablaðið greindi frá því í októ-
ber að Útlendingastofnun hefði farið
fram á lögreglurannsókn á persónu-
högum hjónanna vegna gruns um
málamyndahjónaband. Á meðan
veitti Útlendingastofnun Thuy ekki
dvalarleyfi. Eiginmaður hennar hefur
alist hér upp frá barnsaldri.
Í bréfi Útlendingastofnunar til lög-
reglu kom fram að samkvæmt upp-
lýsingum frá Landspítalanum væri
konan barnaleg og maðurinn ófram-
færinn. Eina þjónustan sem hjónin
höfðu nýtt sér frá spítalanum var við
fæðingu dóttur þeirra sem kom í heim-
inn þremur mánuðum áður en beiðni
Útlendingastofnunar barst til lögreglu.
Í október sagði Skúli Á. Sigurðsson,
verkefnastjóri hælismála hjá Útlend-
ingastofnun, um upplýsingarnar frá
Landspítalanum: „Við fengum upp-
hringingu frá Landspítalanum. Þetta
kom bara í símtali og það liggur fyrir í
dagbókarfærslu í okkar innri kerfum.“
Þá upplýsti Fréttablaðið að símtalið
hefði komið frá félagsráðgjafa á Land-
spítalanum.
Landspítalinn mun segja að engin
gögn innan spítalans styðji að hringt
hafi verið í Útlendingastofnun með
fyrrgreindar lýsingar á hjónunum.
Björg Valgeirsdóttir, lögmaður
hjónanna, segir málið fyrst og fremst
vera kært til lögreglu til að fá formlega
rannsókn á því hvaðan upplýsingarnar
bárust til Útlendingastofnunar. Málið
hafði áður verið til skoðunar hjá Pers-
ónuvernd.
„Landspítalinn frábiður sér alla
ábyrgð í svörum til Persónuverndar og
þá er ekki annað hægt en að kæra og
gera þar með kröfu um að málið verði
rannsakað með formlegum hætti.“
Björg segir það skýrt í svörum til
Persónuverndar að Landspítalinn
vilji ekki kannast við málið. „Það eru
engar skráningar um þetta og starfs-
maðurinn sem um ræðir neitar,“ segir
Björg sem kveður viðkomandi starfs-
mann hættan hjá spítalanum.
Eftir umfjöllun fjölmiðla um málið
fékk Thuy Nguyen dvalarleyfi hér á
landi. snaeros@frettabladid.is
Kæra leka um sig til að
fá formlega rannsókn
Landspítalinn neitar því að persónuupplýsingum um víetnömsk hjón hafi verið
lekið þaðan til Útlendingastofnunar. Hjónin hafa nú kært hinn meinta leka til
lögreglunnar. Það er gert til að fá formlega rannsókn, að sögn lögmanns þeirra.
menntamáL „Ég held að menn mis-
skilji forsætisráðherra. Mér finnst
hann vera að segja hið augljósa. Það
þarf að tryggja nægt fjármagn fyrir
háskólastarfsemi, hvort sem er úti
á landi eða í Reykjavík,“ segir Illugi
Gunnarsson menntamálaráðherra.
Vísar Illugi þar til ummæla Sig-
mundar Davíðs Gunnlaugssonar
forsætisráðherra um að ákvörðun
Háskóla Íslands um að hætta með
íþróttakennaranám á Laugarvatni
muni „væntanlega kalla á að fjárveit-
ingum verði í auknum mæli beint til
skóla á landsbyggðinni á þeirra eigin
forsendum“.
Ummæli forsætisráðherra vöktu
nokkra reiði. Eiríkur Rögnvaldsson,
prófessor í íslenskri málfræði, sagði
þau hótanir og minna á stjórnarfar í
alræðisríkjum. Þá sagði Magnús Karl
Magnússon, prófessor í læknadeild,
forsætisráðherrann hóta að svelta
háskóla á höfuðborgarsvæðinu.
Illugi segir fráleitt að halda því fram
að forsætisráðherra sýni alræðistil-
burði eða standi í hótunum.
„Það sem forsætisráðherra bendir
á er að háskólakerfið er undirfjár-
magnað. Ef við viljum halda úti starf-
semi úti á landi, og það viljum við, þá
þarf að tryggja fjármagn til að það sé
hægt,“ segir Illugi og bendir á að fyrir
liggi stefnumótun á vegum Vísinda-
og tækniráðs um að auka fjármagn til
háskólanna. Háskóli Íslands hafi sjálf-
stæði samkvæmt lögum og taki sínar
ákvarðanir.
„Háskólinn hefur sjálfur bent á að
það voru ekki nógu margir nemendur
til að halda úti þessu námi,“ segir
menntamálaráðherra. – þea
Illugi telur
Sigmund
misskilinn
ViðSkipti Allir hluthafar í Bakka-
vör Group munu fá sent kauptil-
boð í hluti sína á næstu dögum.
Tilboð þessa efnis er auglýst í dag-
blöðunum í dag. Um 1,5 prósent
af hlutafé í Bakkavör Group eru í
eigu 2.800 íslenskra hluthafa og
nemur heildarvirði þeirra um 900
milljónum. Tilboðið er í breskum
pundum en samsvarar um 500
krónum á hlut. Þetta er hið sama
og greitt var í janúar til íslenskra
lífeyrissjóða og BG12, þegar 50,1
prósents hlutur í Bakkavör Group
var seldur.
Tilboðið er frá Bakkavör Group
og Bakk Al Holdings Limited, sem
er félag í eigu sjóða í stýringu hjá
Baupost og bræðranna Ágústs og
Lýðs Guðmundssona, stofnenda
Bakkavarar. – jhh
Bræður bjóða í
hlut allra hinna
Svandís Dóra Einarsdóttir, Snorri Engilbertsson, Hafdís Helga Helgadóttir og Hilmir Snær Guðnason, sem fara með helstu hlutverk í kvikmyndinni
Fyrir framan annað fólk, voru mætt ásamt leikstjóranum Óskari Jónassyni á frumsýningu myndarinnar í Háskólabíói í gær. Myndin fjallar um hlé-
dræga auglýsingateiknarann Húbert. Snorri fer með aðalhlutverkið. Fréttablaðið/Vilhelm
thi thuy Nguyen og hao Van Do ásamt dóttur sinni sem fæddist á Íslandi. Fyrir
það greiddu þau háa fjárhæð því thuy hafði ekki dvalarleyfi. Fréttablaðið/Vilhelm
Landspítalinn
frábiður sér alla
ábyrgð í svörum til Persónu-
verndar og þá er ekki annað
hægt en að kæra og gera þar
með kröfu um að málið verði
rannsakað með formlegum
hætti.
Björg Valgeirsdóttir,
lögmaður Thuy
Nguyen og Hao
Van Tio
2 3 . f e b r ú a r 2 0 1 6 Þ r i ð j u D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð