Fréttablaðið - 23.02.2016, Síða 4
SlyS Helgafell, skip Samskipa, missti
um tíu gáma í sjóinn suðvestur af Fær-
eyjum. Skipið fékk á sig brotsjó þannig
að gámarnir féllu fyrir borð.
Skipið var á leið til Englands. Að
sögn Pálmars Óla Magnússonar, for-
stjóra Samskipa, var ákveðið að skipið
færi til Færeyja til að fjarlægja gáma
sem höfðu losnað.
Enn er ekki ljóst hvert innihald
gámanna er, né hversu mikið tjónið
er. „Við munum nú upplýsa þá við-
skiptavini sem áttu vörur í þessum
gámum og síðan fer það í ferli,“ sagði
Pálmar. – þv
Gámar í sjóinn
við Færeyjar
Orkumál Eftirspurn eftir raforku
eykst mikið og Landsvirkjun getur
ekki annað heildareftirspurn iðn-
aðar eins og sakir standa. Þetta
kom fram í máli Harðar Arnars-
sonar, forstjóra Landsvirkjunar,
á uppgjörsfundi sem fram fór í
gærmorgun. Hann sagði að eftir-
spurnin væri meiri en hefði sést
áður á Íslandi.
Hörður sagði að þessi mikla eftir-
spurn væri mjög sérstök í því efna-
hagsumhverfi sem ríkir í heiminum
í dag. Almennt væri lítið um fjár-
festingar og orkuverð í heiminum
væri lágt.
„Þetta staðfestir alveg sam-
keppnishæfni okkar. Sumir vilja
halda það að við séum að verð-
leggja okkur of hátt. En þegar
staðan er þannig að eftirspurnin er
meiri en framboðið þá myndu flest
markaðslögmál segja að við værum
frekar að verðleggja okkur of lágt,“
sagði hann.
Hörður benti á að tveir nýir
kaupendur væru að koma inn í
viðskiptavinahópinn, annars vegar
United Silicon í Helguvík og hins
vegar PCC á Bakka. Þá sé uppbygg-
ing í gagnaverum mikil viðbót en
sala á markaðnum til gagnavera er
nú í heild 30 megavött á ári. „Síðan
er vöxtur í almenna markaðnum
og að mati Orkustofnunar er sá
vöxtur um sex til tólf megavött á
ári,“ sagði Hörður. Það væri því
fjölbreytt eftir spurn frá litlum og
meðal stórum fyrirtækjum
Hörður sagði að verið væri að
mæta aukinni eftirspurn með
þremur nýjum virkjanafram-
kvæmdum; Búðarhálsvirkjun,
Þeistareykjavirkjun og stækkun
Búrfellsvirkjunar. „Við myndum
gjarnan vilja að fleiri væru að
byggja virkjanir á Íslandi. En frá
árinu 2008 erum við eina fyrirtækið
sem hefur byggt eitthvað upp. Það
væri mjög gott fyrir markaðinn ef
fleiri væru að styðja við eftirspurn-
ina.“
Hörður segir unnið að því að
endursemja við viðskiptavini. Þar
séu samningar við Elkem á Íslandi
og Norðurál sem þurfi að endur-
Forstjórinn segir Landsvirkjun
bjóða gott verð á raforku
Landsvirkjun annar ekki spurn eftir raforku, segir forstjórinn. Segir fleiri aðila en Landsvirkjun þurfa að
mæta eftirspurninni. Markmiðið að endursemja við Elkem og Norðurál en aðrir kaupendur séu tiltækir.
DANmÖrk Tilkynningum til lög-
reglunnar um netsvindl í Danmörku
fjölgaði úr 4.992 árið 2014 í 10.808
árið 21015. Jótlandspósturinn hefur
eftir öryggissérfræðingi að netsvindl sé
mun skipulagðara en áður þegar menn
fengu tölvupóst um að þeir hefðu erft
milljarða einhvers ættarhöfðingja.
Netsvindlinu má skipta í þrjá
flokka. Í fyrsta lagi svokölluð Nígeríu-
bréf þegar viðtakendur eru beðnir um
kortaupplýsingar. Í öðru lagi innbrot
í tölvu þar sem gögnum er breytt og
eigandinn þvingaður til að greiða
lausnargjald. Í þriðja lagi er hefðbund-
inn netþjófnaður. Þá er upplýsingum
stolið úr tölvu án þess að eigandi verði
þess var. – ibs
Netsvindl eykst
í Danmörku
Þegar staðan er
þannig að eftir-
spurnin er meiri en fram-
boðið þá myndu flest mark-
aðslögmál segja að við
værum frekar
að verðleggja
okkur of lágt.
Hörður Arnarsson
Norðurál á Grundartanga. Hörður segir að ef ekki náist að semja muni aðrir aðilar líklegast kaupa orkuna til lengri tíma.
Fréttablaðið/ErNir
nýja fyrir árið 2019. Hörður segir að
ef ekki náist að semja við Norðurál
og Elkem verði líklegast umfram-
framboð á raforku í einhvern tíma.
„En þetta eru ekki mjög stórir
samningar,“ segir Hörður. Hann
bætir því við að það séu að koma
aðilar inn á markaðinn sem kynnu
að hafa áhuga á að kaupa þá orku
sem yrði þá afgangs. „En ég endur-
tek samt, að áformin eru skýr, að
endursemja.“
jonhakon@frettabladid.is
lÖgreglumál Lögreglan leitar enn
óþekkts karlmanns sem grunaður
er um að hafa beitt sömu konuna
ofbeldi í tvígang, á mánudag í síð-
ustu viku og sunnudagskvöld sex
dögum síðar. Ofbeldið er alvarlegt
og þurfti að færa konuna á sjúkra-
hús vegna þess. Bæði tilvik áttu sér
stað á heimili konunnar við Móa-
barð í Hafnarfirði.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins bankaði maðurinn upp
á hjá konunni á mánudagsmorgni
í síðustu viku og villti á sér heim-
ildir. Hann sagðist þurfa að lesa
af mælum fyrir orkufyrirtæki sem
varð til þess að konan hleypti
honum inn. Í kjölfarið beitti hann
konuna harkalegu ofbeldi, meðal
annars kynferðislegu. Á sunnudag
nýtti maðurinn stutt færi á meðan
konan var ein heima til að koma
aftur og beita hana hörkulegu
ofbeldi.
Lögreglu hafa borist nokkrar
ábendingar um fölleitan mann
á miðjum aldri og meðalhæð en
engin þeirra hefur borið árangur
að sögn Árna Þórs Sigmundssonar,
yfirmanns kynferðisbrotadeildar
lögreglunnar.
– snæ
Réðst á sömu konuna aftur á heimili í Hafnarfirði
StjórNSýSlA Minjastofnun Íslands
og Þjóðminjasafn Íslands verða sam-
einuð í Þjóðminjastofnun. Verkefni
laga um menningarminjar sem lúta að
friðlýsingu húsa og mannvirkja, sem
og afnám slíkrar friðlýsingar, færast til
forsætisráðuneytisins.
Þetta er lagt til í nýju lagafrumvarpi
stýrihóps á vegum Sigmundar Davíðs
Gunnlaugssonar forsætisráðherra.
Sagt er að allt að tíu prósenta hagræð-
ing geti náðst innan tíu ára. Hópinn
skipaði forsætisráðherra um tveimur
mánuðum eftir að ráðuneytið kynnti
tillögu að lagabreytingum sem fólu í
sér að ráðherrann gæti tekið lönd og
mannvirki eignarnámi og fengi rétt-
indi til friðlýsingar. – bá
Minjastofnanir í
hagræðingu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Fréttablaðið/StEFáN
Móabarð í Hafnarfirði er löng gata með fjölmörgum minni botnlangagötum. ábend-
ingar nágranna um mannaferðir hafa ekki borið árangur. Fréttablaðið/aNtoN briNk
2 3 . f e b r ú A r 2 0 1 6 Þ r I Ð j u D A g u r4 f r é t t I r ∙ f r é t t A b l A Ð I Ð