Fréttablaðið - 23.02.2016, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.02.2016, Blaðsíða 6
SAMFÉLAG Sýslumaðurinn á Norður- landi eystra kallar nú eftir bótakröf- um fyrrverandi nemenda Heyrn- leysingjaskólans fyrir árið 1947 og eftir árið 1992 og nemenda Landa- kotsskóla. Í desember síðastliðnum var lögum um sanngirnisbætur úr ríkis- sjóði til þeirra sem máttu sæta illri meðferð á stofnunum, sérskólum og heimilum á vegum hins opinbera breytt. Ráðherra er nú heimilt að víkja frá því skilyrði að könnun vist- heimilanefndar liggi fyrir svo greiða megi sanngirnisbætur. Unnt er að hafa til viðmiðunar aðrar skýrslur sem varpa kunni ljós á málið. „Þetta var einkum gert til að mæta fyrrverandi nemendum Landakots- skóla sem rekinn var af Kaþólsku kirkjunni. Hún skipaði á sínum tíma rannsóknarnefnd sem fór yfir viðbrögð kirkjunnar við ásökunum um að nemendur hefðu mátt sæta ofbeldi í skólanum, þar á meðal kynferðisofbeldi,“ greinir Halldór Þormaður, lögfræðingur hjá Sýslu- manninum á Norðurlandi eystra, frá. Niðurstaða nefndarinnar var að allmargar frásagnir hefðu borist um ofbeldi og illa meðferð á nem- endum og starfsmenn kirkjunnar hefðu ekki brugðist við þeim og í einhverjum tilvikum beitt þöggun. Samkvæmt frétt í Fréttablaðinu í júní 2014 bauð kirkjan bætur frá rúmum 80 þúsund krónum og upp í 300 þúsund krónur. Fólk sem sætti illri meðferð á vistheimilum ríkisins á síðustu öld fékk frá 400 þúsund krónum og upp í 6 milljónir í sanngirnisbætur frá ríkinu. Svokölluð vistheimilanefnd afmarkaði könnun á Heyrnleys- ingjaskólanum við tímabilið 1947- 1992. Árið 1947 tóku gildi fyrstu lögin um vernd barna. „Nefndin taldi að með þau að leiðarljósi væri einfaldara en ella að skilgreina hvenær börnum væri misboðið auk þess sem erfiðara væri að afla upplýsinga eftir því sem fjær drægi samtímanum,“ segir Halldór. Hann segir síðari mörkin, árið 1992, hafa verið ákveðin þar sem nefndin hafi litið svo á að það væri ekki hlutverk hennar að upplýsa einstök atvik sem gætu verið refsi- verð. Þegar könnun nefndarinnar hafi hafist árið 2008 hafi öll mögu- leg brot verið fyrnd á grundvelli hegningarlaganna. „Jafnframt taldi nefndin að með þessu yrði einfaldara að afla upp- lýsinga þar sem viðmælendur nefndarinnar gætu ekki bakað sér refsiábyrgð með því sem þeir ræddu við nefndina,“ segir Halldór. Kona sem var nemandi í skól- anum eftir 1992 og var synjað um greiðslu bóta höfðaði mál á hendur ríkinu vegna þessa. Samkvæmt dómi Hæstaréttar 17. desember síðastliðinn var afmörkun tímabils- ins talin stangast á við lög þar sem nefndin hefði ekki umboð til þess auk þess sem í því fælist mismunun. Halldór segir að í ljósi þessarar niðurstöðu sé nú kallað eftir bóta- kröfum frá þeim sem voru nem- endur í skólanum fyrir árið 1947 og eftir árið 1992. Frestur til að lýsa kröfu er til 10. júní næstkomandi. ibs@frettabladid.is Kalla eftir bótakröfum fórnarlamba í skólum Fyrrverandi nemendur Heyrnleysingjaskólans fyrir árið 1947 og eftir 1992 geta nú sótt um sanngirnisbætur úr ríkissjóði vegna illrar meðferðar í skólanum. Einnig er kallað eftir bótakröfum fyrrverandi nemenda í Landakotsskóla. Matarpakkar í Jemen Fjölskyldur í Sanaa, hinni stríðshrjáðu höfuðborg Jemens, taka við matarpökkum frá hjálparstofnunum. Tugir milljóna íbúa landsins búa nú við skort á matvælum og öðrum nauðsynjum vegna stríðsins, sem staðið hefur yfir í tíu mánuði. Fréttablaðið/EPa Þetta var einkum gert til að mæta fyrrverandi nemendum Landakotsskóla sem rekinn var af Kaþólsku kirkjunni. Halldór Þormar, lögfræðingur hjá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra Flogið með Icelandair Fararstjórarnir Héðinn Svarfdal Björnsson og Þórhallur Heimisson kynna ferðirnar í Skógarhlíð 12, fimmtudaginn 25. febrúar kl. 17:30 Gengið inn neðan við húsið, gegnt Hlíðarenda. Ferðakynning: Tvær glæsilegar sérferðir Grand Indókína og Bútan Héðinn Svarfdal Björnsson Þórhallur Heimisson Flísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is Gæði og glæsileik i endalaus t úrval af hágæða flísum Finndu okkur á facebook VW Up! frá aðeins: 1.790.000 kr. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is 2 3 . F e b r ú A r 2 0 1 6 Þ r I Ð J U D A G U r6 F r É t t I r ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.