Fréttablaðið - 23.02.2016, Side 8

Fréttablaðið - 23.02.2016, Side 8
það er verið að setja kvaðir á skattgreið- endur um að borga mjög háar upphæðir en það koma engar kvaðir á móti Þórólfur Matthías- son, prófessor í hagfræði við Há- skóla Íslands, Samtök atvinnulífs- ins lýsa fullkominni andstöðu við frumvarpið. Vinnutími er samningsatriði í kjarasamningum og er óeðlilegt að Alþingi hafi afskipti af þessum mikilvæga hluta þeirra. Umsögn SA við frumvarp um breytingu á lögum um 40 stunda vinnuviku LögregLumáL Við hraðamælingar lögreglunnar á Miklubraut síðast- liðið laugardagskvöld var öku- maður bíls stöðvaður. Sá var kærður og sviptur ökurétt- indum til bráðabirgða eftir að hann mældist á 160 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar á klukkustund. Að auki barst lögreglunni til- kynning um meðvitundarlausa konu á gangstétt í miðborginni sama kvöld og var hún flutt á bráðamóttöku Landspítalans. Við skoðun á bráðamóttökunni kom í ljós að konan var ekki slösuð heldur ofurölvi og gisti hún því fangageymslur lögreglunnar þar til af henni rann. – gló Á 160 km hraða á Miklubraut SVÍÞJÓÐ Karlar eru nú í fyrsta sinn frá því að talningar hófust fleiri en konur í Svíþjóð. Það er ekki bara vegna þess að fleiri karlar flytja til landsins, heldur einn- ig vegna þess að meðalævilengd karla hækkar hraðar en kvenna og er farin að nálgast meðalævilengd kvennanna. Samkvæmt tölum sænsku hag- stofunnar fjölgaði íbúum Svíþjóðar um 103.662 í fyrra. Við árslok var íbúafjöldinn 9.851.017. Flestir sem fluttu til Svíþjóðar í fyrra komu frá Sýrlandi. – ibs Karlar fleiri í fyrsta sinn LandbúnaÐur „Núna er verið að hverfa yfir í kerfi sem varð til þess að til urðu smjörfjöll og rjóma- tjarnir,“ segir Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, um nýja búvörusamninga sem undirritaðir voru á föstudag- inn. Þórólfur segir að það að fara úr kerfi greiðslumarks muni að öllum líkindum valda offramleiðslu hér á landi. Stefnt er að því að afnema mjólkurkvóta í landbúnaði árið 2021 þó ákvörðun um það hafi verið frestað til ársins 2019. „Það eru ótrúlegir fingurbrjótar gagnvart almenningi,“ segir Þór- ólfur. „Þetta er mjög einhliða samn- ingur, það er verið að setja kvaðir á skattgreiðendur um að borga mjög háar upphæðir en það koma engar kvaðir á móti. Það er ekki einu sinni einhver sölukvöð gagn- vart neytendum. Þegar það gerðist fyrst eftir hrun að verðið á nauta- kjöti í íslenskum krónum var betra erlendis en hér, þá fóru þeir að flytja út kjöt í gríð og erg,“ segir hann. Þá komi ákvæði um flutnings- jöfnun í veg fyrir hvata til að spara í flutningum. Flutningsjöfnun feli í sér að Mjólkursamsalan verði að kaupa og selja afurðir á sama verði um land allt. „Til þess að gera það þarf hún náttúrulega að innheimta hærra flutningsgjald en svarar til raunkostnaðar á mjólkinni nálægt mjólkurbúnum,“ segir Þórólfur. „Þannig að það á að blóðmjólka okkur hérna í bænum til þess að dreifa mjólkinni. Öll sú hagræðing sem orðið hefur í verslun síðustu 20-30 árin er vegna þess að menn hafa verið að laga til flutningakerfin hjá sér,“ bendir hann á. Þórólfur segir að með nýju samningunum sé bændum haldið föstum í kerfi þar sem nýsköpun sé hindruð. „Allur þessi beint-frá-býli hugsunarháttur er algjörlega fyrir utan þetta og það er verið að kæfa hann næstu tíu árin með þessu,“ segir hann. „Þessir bændur í hefðbundna landbúnaðinum fá mikið af pening, en það er haldið aftur af nýsköp- unarkraftinum, komið í veg fyrir strúktúrbreytingar í því.“ ingvar@frettabladid.is Spáir smjörfjalli með samningi Hagfræðiprófessor býst við offramleiðslu mjólkur í kjölfar nýrra búvörusamninga. Bændur verði festir í kerfi sem hefti nýsköpun og lítt sé hugað að hag neytenda. Íbúar SV-lands niðurgreiði mjólk fyrir aðra. Aukinn stuðningur auki óhagræði KJaramáL Alvarlegar afleiðingar hefði fyrir íslenskt efnahagslíf að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 35 án þess að kjör fólks skerðist um leið. Þetta er mat Samtaka atvinnu- lífsins (SA), sem skilað hafa inn athugasemdum við frumvarp fimm þingmanna sem vilja að leiðin verði farin. Dagvinna yrði sjö tímar í stað átta nú. Mat SA er að við breytinguna falli 32 milljónir vinnustunda brott, eða 16 þúsund ársverk. Við breytinguna myndi greidd yfirvinna stóraukast og launakostnaður atvinnulífsins aukast um 26 til 28 prósent. „Vinnu- tími er samningsatriði í kjarasamn- ingum og óeðlilegt er að Alþingi hafi afskipti af þessum mikilvæga hluta þeirra,“ segir í umfjöllun SA. Þingmennirnir sem að frum- varpinu standa eru fyrir hönd Pírata Björn Leví Gunnarsson, Ásta Guðrún Helgadóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson, en með þeim leggja það fram Sigríður Ingibjörg Inga- dóttir, Samfylkingu, og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, VG. Í greinargerð með frumvarpinu segir að markmið lagabreytingar- innar sé að auka markvisst fram- leiðni og lífsgæði launþega hér. „En líkt og skýrslur OECD hafa sýnt fram á haldast ekki endilega í hendur lengri vinnutími og meiri framleiðni,“ segir þar og margt talið benda til þess að styttri vinnudagur leiði til meiri framleiðni og aukinna lífsgæða. – óká Yfirvinna og kostnaður atvinnulífs myndi stóraukast að mati SA menntamáL Dæmi eru um að les- hópar í Háskóla Íslands greiði allt að fimm þúsund krónur á mann fyrir góðar glósur annarra nemenda fyrir próf. Formaður Stúdentaráðs segir að ráðið geri ekki athugasemd við þetta. „Ég hef ekki heyrt að það sé vanda- mál að fólk sé að selja glósur sínar. Þetta hefur verið viðloðandi bæði í þessari menntastofnun eins og öðrum. Glósur hafa oft gengið manna á milli, en það eru einstök tilvik þar sem þær eru seldar,“ segir Aron Ólafs- son, formaður Stúdentaráðs. Hann segir Stúdentaráð ekki gera athugasemdir við það að nemendur selji glósur sínar. „Það er um að gera að fólk nýti sína getu og geri góðar glósur og geti selt þær ef einhverjir vilja kaupa þær. Þetta hjálpar nem- endum að fá aukinn skilning á efn- inu,“ segir Aron Ólafsson. – sg Háskólanemar borga þúsundir króna fyrir glósur Skiptar skoðanir eru um hvort lögboð um styttingu vinnuvikunnar leiði til Lögreglan var við hraðamælingar á Miklubraut á laugardagskvöld. FréttabLaðið/Pjetur Formaður Stúdentaráðs segir sölu af glósum hafa verið viðloðandi í Háskóla Ís- lands eins og öðrum menntastofnunum. FréttabLaðið/anton brink Búvörusamningurinn er til tíu ára og kveður á um greiðslur frá ríkinu til landbúnaðarins upp á 132 milljarða króna, auk þess sem OECD hefur metið kostnað af tollvernd landbúnaðarins á tæpa 9 milljarða króna á ári. Útgjöld til landbúnaðar- mála munu aukast um 900 milljónir króna á næsta ári í um 13,8 milljarða króna á ári. Meðal þess sem bætist við er stuðningur við nautakjöts- framleiðslu og geitfjárrækt sem ekki hefur áður verið styrkt af ríkinu. „Ef það var hægt að reka þær án stuðnings til þessa, af hverju í ósköpunum að gera þær óhag- kvæmari með þessu móti?“ spyr Þórólfur. Þetta hjálpar nem- endum að fá aukinn skilning á efninu, Aron Ólafsson, for- maður Stúdentaráðs. umhVerfiSmáL Umhverfisvaktin við Hvalfjörð hefur skorað á Sig- rúnu Magnúsdóttur umhverfisráð- herra að láta gera úttekt á því hvort ákvarðanir Umhverfisstofnunar gagnvart mengandi iðjuverum á Grundartanga samræmist megin- markmiðum stofnunarinnar um að vernda náttúru og lífríki Íslands. „Iðjuverin á Grundartanga bera ábyrgð á umhverfisvöktun vegna eigin mengunar samkvæmt starfs- leyfi sem Umhverfisstofnun gefur út og ber ábyrgð á. Allt vöktunar- ferlið er á forræði iðjuveranna sem stöðugt senda eiturefni út í andrúmsloftið. Umhverfisvaktin við Hvalfjörð álítur að Umhverfis- stofnun vinni gegn eigin mark- miðum með því að veita starfsleyfi sem inniheldur slíka þjónkun við mengandi iðjuver, jafnvel þó að dæmi um slíkt megi finna í öðrum löndum,“ segir Umhverfisvaktin. – gar Skora á ráðherra vegna iðjuvera Þórólfur Matthíasson býst við að nýir búvörusamningar skapi offramleiðslu mjólkur. FréttabLaðið/gva 2 3 . f e b r ú a r 2 0 1 6 Þ r i Ð J u d a g u r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a Ð i Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.