Fréttablaðið - 23.02.2016, Síða 10

Fréttablaðið - 23.02.2016, Síða 10
Hjúkrunafræðingar segja stuðningsmenn Clinton hafa villt á sér heimildir VEGNA TILBOÐS til hluthafa í BAKKAVOR GROUP LIMITED Í samræmi við II. tl. 1. mgr. (c) 978. gr. breskra hlutafélagalaga frá árinu 2006, hefur verið tilkynnt að Bakk AL Holdings Limited og Bakkavor Group Limited er að gera tilboð í alla almenna hluti í Bakkavor Group Limited. Allir skilmálar tilboðsins (þ.m.t. upplýsingar um hvernig samþykkja megi tilboðið) koma fram í dreibré til hluthafa sem dagsett er og póstlagt í dag og meðfylgjandi því er einhliða afsal, undirritað af kaupandanum og félaginu, ásamt skjali um samþykki afsalsins. Sérhver hlutha sem samþykkir tilboðið á gildan hátt mun fá £2,6909 fyrir hvern hlut. Sækja má afrit af dreibrénu, einhliða afsalinu og samþykkisskjali- nu til Bakkavor Foods Limited á Fiskislóð 31, 101 Reykjavík. Einnig má skila undirrituðum eintökum í móttöku Kviku banka hf. ásamt upplýsingum fyrir millifærslu. Nánari upplýsingar og öll gögn um tilboðið má nna á heimaslóð félagsins: www.bakkavor.co.uk. Þá er einnig hægt að hringja í síma 550-9700 til að fá nánari upplýsingar. Tilboðið er gert öllum hluthöfum, þ.m.t. þeim sem mögulega hafa ekki fengið dreibréð. Hægt verður að samþykkja tilboðið fram til kl. 17:30 hinn 15. mars 2016. Þessi tilkynning er ekki útgáfulýsing heldur auglýsing og hluthafar ættu ekki að samþykkja tilboðið nema á grundvelli upplýsinga í dreibrénu, einhliða afsalinu og samþykkisskjalinu. 22. febrúar 2016 Heilbrigðismál Sálfræðingur segir um þrjátíu manns leita til sín á ári vegna átkastaröskunar og gagnrýnir ofgreiningar á matarfíkn. Segir hún að minnsta kosti hundrað leita á hverju ári beint til sálfræðinga. Um hundrað manns leita til átröskunarteymis Landspítalans á ári hverju eins og kom fram í Frétta­ blaðinu í gær. Þórdís Rúnarsdóttir sálfræðingur sinnir átröskunarsjúkl­ ingum á stofu. Hún segir að minnsta kosti hundrað í viðbót leita beint til sálfræðinga á ári. „Ég fæ um það bil fjörutíu beiðnir árlega sem koma fyrir utan tilvís­ anir Landspítalans þannig að ég get ímyndað mér að í það minnsta hund­ rað leiti sér aðstoðar utan átröskunar­ teymisins,“ segir Þórdís. Allt að fimm mánaða bið er eftir meðferð á Land­ spítalanum. „Sumir sjúklingar eru of veikir til að vera sinnt inni á stofu og þá vísa ég þeim á spítalann. Því finnst mér mikilvægt að átröskunarteymið sé styrkt og bið listum útrýmt.“ Helmingur þeirra sem leita til Þór­ dísar þjáist af átkastaröskun sem ein­ kennist af átköstum, en ekki uppköst­ um eða að svelta sig. Átkastaröskun er lítið meðhöndluð á spítalanum en er mjög algeng og segir Þórdís sífellt fleiri leita aðstoðar vegna hennar. Í flestum tilfellum konur. „Sumar hafa verið þybbnar alla ævi og fengið skilaboð frá samfélag­ inu um að það sé ekki í lagi. Gífurleg áhersla á vigtina hefur farið illa í þær. Til dæmis vigtun hjá skólahjúkrunar­ fræðingi þegar þær voru börn. Þetta eru kannski hraustar stúlkur í íþrótt­ um með mikinn vöðvamassa en svo hringja einhverjar viðvörunarbjöllur í vigtun.“ Þórdís segir þessar konur ekki læra að borða á heilbrigðan hátt. „Þær hafa nammidaga á laugardögum sem er í átkastastíl. Þær læra ekki að borða hóflega, hlusta á magann, tengjast líkamanum og vita hvenær þær eru saddar.“ Þórdís segir marga rugla röskun­ inni saman við matarfíkn en setur spurningarmerki við greiningar­ aðferðir og meðferð við henni sem ákveðnir aðilar hafa boðið upp á. Þar sé ekki um meðferð fagaðila að ræða. „Fólk hefur notað öfgafullar aðferðir eins og að vigta allan mat, taka út ákveðnar fæðutegundir, tyggja marga pakka af sykurlausu tyggjói eða jafnvel tyggja mat og spýta honum út. Þetta er strangt prógramm sem fólk springur á og þá kemur slæmt átkast í kjölfarið. Fólk með átkastaröskun er að kljást við sálrænan vanda sem hefur gífurleg áhrif á lífsgæði þess. Það þarf aðstoð sálfræðings til að vinna úr þeim málum.“ erlabjorg@frettabladid.is Átkastaröskun er ekki það sama og matarfíkn David Cameron gerði óspart grín að Boris Johnson, borgarstjóra í London, fyrir að vilja hafna aðild í von um að ná fram enn betri samningum. NorDiCphotos/AFp bretland David Cameron, forsætis­ ráðherra Bretlands, hvetur Breta til þess að kjósa áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu. Þjóðar­ atkvæðagreiðsla um breytingar á aðildarsamningnum verður haldin í Bretlandi 23. júní næstkomandi. Cameron hélt þrumuræðu á breska þinginu í gær þar sem hann stærði sig af því að hafa fengið Evr­ ópusambandið til að fallast á allar helstu kröfur sínar. Hann hefði náð því fram að Bret­ land hafi skýra sérstöðu innan Evr­ ópusambandsins. Hagsmunir Breta gagnvart evrusvæðinu hefðu verið tryggðir og Bretar yrðu til fram­ búðar undanþegnir öllum kröfum af hálfu ESB um „æ nánara samband“, sem fælu í sér aukin yfirráð Brussel­ stjórnarinnar yfir málefnum Bret­ lands. Jafnframt skaut Cameron föstum skotum að flokksbróður sínum, Boris Johnson, sem bæði er þingmaður og borgarstjóri í London. Boris vill að Bretar hafni samningnum, sem Cameron hefur gert við Evrópusam­ bandið, í von um að hægt verði að ná fram betri samningi. „Við ættum að hafa það á hreinu að þetta verður endanleg ákvörð­ un,“ sagði Cameron. Það væri ekkert hægt að kjósa gegn aðild í von um að samið yrði upp á nýtt og þá efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu á ný. „Ég hef því miður þekkt nokkur hjón sem hafa byrjað á skilnaðar­ ferli,“ hélt Cameron áfram, og vísaði þar augljóslega til Johnsons. „En ég þekki engin sem hafa byrjað á skiln­ aðarferli í þeim tilgangi að endurnýja hjúskaparheit sín.“ Cameron sagðist sannfærður um að Bretlandi væri betur borgið innan Evrópusambandsins en utan. Mikil óvissa myndi fylgja því að segja skilið við Evrópusambandið. Það væri ekk­ ert annað en „stökk út í myrkrið“. Með samningnum við Bretland hafi Evrópusambandið því í raun staðfest „tveggja hraða“ fyrirkomu­ lag, þannig að sum ríki Evrópusam­ bandsins geti tekið þátt í öllu sem til­ heyrir hinu „æ nánara sambandi“, en önnur geti staðið utan við evrusam­ starfið og fleiri þætti án þess þó að missa áhrif sín innan sambandsins. Þetta þýði að Bretland geti nú notið hins „besta úr báðum heimum“, bæði verið innan Evrópusambandsins, og þar með í „bílstjórasætinu“, en um leið undanskilið samstarfi á þeim sviðum, sem henta ekki Bretlandi. gudsteinn@frettabladid.is Cameron stærir sig af því að hafa beygt ESB Bretar kjósa um aðild að ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu 23. júní. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segist hafa náð fram öllum helstu kröfum sínum um breytingar á aðildarsamningnum. Úrsögn úr ESB væri stökk út í myrkrið. Við ættum að hafa það á hreinu að þetta verður endanleg ákvörðun. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands Þetta eru kannski hraustar stúlkur í íþróttum með mikinn vöðva- massa en svo hringja ein- hverjar viðvörunarbjöllur í vigtun. Þórdís Rúnarsdóttir sálfræðingur bandaríkin Landssamband hjúkr­ unarfræðinga í Bandaríkjunum skor­ aði í gær á framboð Bernie Sanders til forseta í forkosningum demókrata að fara fram á að kosningaeftirlits­ menn frá Sameinuðu þjóðunum vöktuðu kjörstaði forkosninganna til að koma í veg fyrir svindl. Áskorun sambandsins, sem er stærsta stéttarfélag hjúkrunarfræð­ inga í landinu, er tilkomin eftir að hópur stuðningsmanna andstæðings Sanders, Hillary Clinton, mætti á kjörstað í Nevada um helgina í rauð­ um bolum, keimlíkum einkennis­ klæðnaði sambandsins. Vakti þetta reiði forsvarsmanna sambandsins, sem hefur lýst yfir stuðningi við Sanders. Vilja þeir meina að stuðn­ ingsmenn Clinton reyni þar að villa á sér heimildir. Talsmaður sambandsins, Chuck Idelson, sagði í samtali við frétta­ miðla vestanhafs að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem framboð Clinton gerðist sekt um slíkt. Segir hann að um leið og meðlimir stéttarfélagsins hafi bent fjölmiðlum á stuðnings­ menn Clinton hafi þeir verið fljótir að skipta í bláa boli, merkta fram­ boði hennar. Hjúkrunarfræðingar vilja eftirlit frá Sameinuðu þjóðunum með kosningum Landssamband hjúkrunarfræðinga skorar á Bernie sanders að krefjast kosninga- eftirlits frá sameinuðu þjóðunum. NorDiCphotos/Getty Clinton bar sigur úr býtum í for­ kosningunum í Nevada. Hlaut hún rúm 52 prósent atkvæða en Sanders rúm 47. Næst verður kosið í Suður­ Karólínu á laugardaginn. – þea 2 3 . f e b r ú a r 2 0 1 6 Þ r i ð J U d a g U r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.