Fréttablaðið - 23.02.2016, Síða 14

Fréttablaðið - 23.02.2016, Síða 14
Í dag 19.30 Arsenal - Barcelona Sport 19.30 Juventus - Bayern Sport 3 21.45 Meistaradeildarmörk Sport fótbolti „Það var erfitt að velja hópinn. Ég get ekki sagt annað,“ segir Freyr Alexandersson, lands- liðsþjálfari kvenna, en hann til- kynnti í gær 23 manna hóp sem tekur þátt á Algarve-mótinu í byrjun næsta mánaðar. Íslenska liðið er í riðli með Dan- mörku, Kanada og Belgíu. Leikir liðsins verða 2., 4. og 7. mars. Svo er leikur um sæti þann 9. mars. Mikið spilað á stuttum tíma. „Það er bara einn hvíldardagur á milli fyrsta og annars leiks þannig að ég geri ráð fyrir því að það verði 8-9 breytingar á liðinu þá. Við munum því rúlla vel á hópnum í þessu móti. Það styttist í alvöru leiki hjá okkur og við þurfum að fá síðustu svör með ákveðna leik- menn,“ segir Freyr og bætir við: „Við höfum verið að fá bæði jákvæð og neikvæð svör frá nokkrum leik- mönnum sem eru ekki með okkur núna. Við vitum hvað við höfum þar. Þetta mót er því síðasta próf fyrir nokkra leikmenn.“ Rakel Hönnudóttir er meidd og Guðmunda Brynja Óladóttir er ekki valin. „Hún er að banka á dyrnar sem og Ásgerður Stefanía. Ég veit hvað ég fæ frá þessum stelpum og ákvað að prófa aðra leikmenn núna.“ Fengum góðan riðil Þetta mót hefur alla tíð verið gríðar- lega sterkt en er ekki eins sterkt núna og áður. Bandaríkin, Þýska- land og Frakkland taka þátt í öðru móti að þessu sinni en mótið er eftir sem áður sterkt. „Við fengum góðan riðil og svo snýst þetta um hversu vel gengur hjá okkur. Ég er mjög ánægður með mótið. Það sem ég er að von- ast eftir að fá út úr þessu móti er svör í ákveðnum leikstöðum þar sem er lítil breidd. Til að mynda í bakvarðarstöðunum. Svo vil ég sjá hvernig ákveðnir leikmenn eru í hóp í svona aðstæðum í tíu daga. Bæði andlega og félagslega,“ segir Freyr en hann er óhræddur við að segja að hann ætli sér stóra hluti á mótinu. „Mig langar að fara með liðið í úrslitaleikinn. Við höfum ekki verið að setja okkur svona mark- mið áður. Ég vænti þess að Brasilía vinni hinn riðilinn og það væri mjög gaman að mæta þeim í úrslit- um. Þetta er undir okkur komið og við getum alveg reynt að vinna þetta. Ég vil búa til meiri metnað og að við þorum að segja að við ætlum að vinna þetta mót. Sama þó þetta sé æfingamót. Það gerist ekkert ef við vinnum ekki. Ég vil að við þorum og ætlum okkur að gera eitthvað.“ henry@frettabladid.is Stefni á að komast í úrslit Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari er með háleit markmið fyrir Algarve-mótið sem fram fer í næsta mánuði. Hann tilkynnti leikmannahóp sinn í gær. Ég vænti þess að Brasilía vinni hinn riðilinn og það væri mjög gaman að mæta þeim í úrslitum. Freyr Alexanders- son, landsliðs- þjálfari United vann skyldusigur á Shrewsbury í bikarnum Bikarsigur Louis van Gaal heldur starfinu sínu, í bili að minnsta kosti, eftir 3-0 sigur manna hans í Manchester United á C-deildarliðinu Shrews- bury í ensku bikarkeppninni í gær. Tap hefði væntanlega þýtt að Hollendingurinn væri á útleið hjá félaginu. FréttABlAðið/getty Enska bikarkeppnin, 16-liða úrslit Shrewsbury - Man. Utd. 0-3 0-1 Chris Smalling (37.), 0-2 Juan Mata (45.), 0-3 Jesse Lingard (61.). Nýjast BeSTi ÁRAnGuR FReyDÍSAR Búast má við því að Freydís Halla einarsdóttir hoppi upp um 130 sæti á heimslist- anum í svigi eftir frækinn árangur á FiS-móti í Bandaríkjunum. Hún hafnaði í öðru sæti í svigi og fékk fyrir það 23,25 FiS-stig sem er hennar besti árangur á ferlinum. Freydís Halla, sem keppir fyrir Plymouth State- háskólann í Bandaríkjunum og er þar á fyrsta ári, var í 508. sæti heimslistans þegar keppnistíma- bilið hófst og er nú í 332. sæti. Árangurinn nú mun samkvæmt til- kynningu Skíðasambands Íslands duga til að hún verði í kringum 200. sætið. HuLL eðA BARceLonA? Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að það hafi verið auð- veldara að undirbúa lið sitt fyrir leikinn gegn Hull í bikarnum um liðna helgi en stórslag liðsins gegn Barcelona í 16 liða úrslitum Meistaradeildar evrópu í kvöld. „Fyrir leik gegn Barcelona eru allir leikmenn sjálfkrafa með ein- beitinguna í lagi. Það snýst meira um að efla sjálfstraust og fá menn til að trúa á sigur því Barcelona er mun sigurstranglegri aðilinn í leiknum,“ sagði Wenger. „Gegn Hull þurfti að koma mönnum á tærnar. en á morgun [í kvöld] eru menn algjörlega einbeittir og ég segi mönnum að kýla á það.“ Þess má geta að Arsenal náði ekki að skora gegn B-deildar- liði Hull í bikarnum um helgina. Leikurinn í kvöld er fyrri viðureign Arsenal og Barcelona í 16 liða úrslitunum og fer fram í Lundúnum. Í hinni viðureign kvöldsins eigast við önnur tvö stórlið, Juv entus frá Ítalíu og Bayern München frá Þýskalandi. SVeinBJöRn Á ToPP 100 Júdókappinn Sveinbjörn iura hefur verið að gera það gott á sterkum mótum að undanförnu og komst um helgina áfram í aðra umferð á sterku móti í Düsseldorf eftir að hafa borið sigurorð af Austurríkis- manninum Marcel ott í fyrstu umferð. er það í þriðja skiptið í röð sem Sveinbjörn kemst áfram úr fyrstu umferð en það gerði hann einnig á Grand Slam-mótum í Tókýó og París. Með þessum árangri hefur hann skotið sér úr 232. sæti heimslistans í það 99. og er hann nú á meðal 100 efstu í -81 kg flokki í fyrsta sinn á ferlinum. Þormóður Árni Jónsson er í 71. sæti á heimslistanum í +100 kg flokki en báðir eru að keppa að því að vinna sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar. 365.is Sími 1817 BÖRSUNGAR ERU MÆTTIR TIL LONDON „Ekkert lið er fullkomið, Arsenal getur sigrað,“ sagði Arsène Wenger um þennan risaleik sem bíður Skyttanna þegar Barcelona kemur í heimsókn. Engum dylst að Katalónarnir verða illviðráðanlegir, en Arsenal verður að sækja í kvöld. Þessi leikur í Meistaradeildinni gæti orðið rosalegur. ARSENAL–BARCELONA Í KVÖLD kl. 19:30 JUVENTUS GEGNBAYERN MUNCHEN 2 3 . f E b r ú a r 2 0 1 6 Þ r i Ð J U D a G U r14 s p o r t ∙ f r É t t a b l a Ð i Ð sport

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.