Fréttablaðið - 23.02.2016, Side 40

Fréttablaðið - 23.02.2016, Side 40
 Ég var leiddur út í bílskúr, hurðin var opnuð og þar stóð skellinaðran. Ég eyddi löngum stund- um á henni í bænum og fram í firði, sannkallaðir dýrðartímar sem standa svo sannarlega upp úr. Arnar Jónsson ferming Kynningarblað 23. febrúar 201624 Leikarinn góðkunni Arnar Jónsson ólst upp á Akureyri og fermdist í Akureyrarkirkju árið 1957 ásamt stórum hópi skólasystkina sinna. Þótt tæp 60 ár séu síðan minnist hann fermingardagsins með hlýju, ekki síst fyrir þær sakir að þá fékk hann skellinöðru í fermingargjöf frá foreldrum sínum. Skellinöðr- unni fylgdi gleðitilfinning sem fleygði honum ansi langt fram á veginn að eigin sögn. En margt annað gerði daginn eftirminnileg- an; fjöldi góðra gesta, ljúffengar veitingar og svo var dansinn stig- inn á stofugólfinu heima. „Ágæt- ir prestar héldu utan um ferm- inguna, bæði undirbúninginn og fræðsluna, en það voru þeir Pétur Sigurgeirsson sem síðar varð bisk- up og Kristján Róbertsson. Þetta voru ágætir prestar og héldu form- lega utan um fermingarfræðsluna þannig að allir vissu nokkurn veg- inn hvað þeir áttu að gera. Allir voru ágætlega undirbúnir og ég minnist ekki neinna alvarlegra uppákoma frá þessu tímabili.“ Fermingarhópurinn þekktist nokkuð innbyrðis og í minning- unni var þetta skemmtilegur tími, að sögn Arnars. „Auðvitað þurft- um við að læra trúarjátninguna og það var messað svolítið yfir okkur. Það var þó allt frekar kunnuglegt fyrir mér og kom mér ekki í opna skjöldu enda var karl faðir minn meðhjálpari í Akureyrarkirkju á sínum tíma. Því var ég þó nokkuð að þvælast þar á þessum árum og því flest vel kunnuglegt.“ Teppinu rúllað upp Þrátt fyrir það segist Arnar ekki hafa verið sérstaklega trúað- ur á þessum tíma. Það að ferm- ast hafi einfaldlega verið eitthvað sem nær allir gengu í gegnum án frekari umhugsunar. „Að fermast var einfaldlega sjálfsagður hlutur sem fæstir, held ég, veltu þannig séð fyrir sér. Sjálfur var ég satt að segja búinn að fá nóg af kirkju- ferðum og var frekar í uppreisnar- liðinu, vildi bara að þetta kláraðist sem allra fyrst.“ Fermingarveislan var haldin á heimili Arnars auk þess sem hann leit í kaffi til annarra fermingar- systkina sinna. „Þetta var ágæt- is kaffiboð þar sem boðið var upp á allt almennt bakkelsi og óholl- ustu og hollustu í bland. En svo var dansað sé ég á gömlum mynd- um en slíkt þekkist nú varla leng- ur, eða hvað? Það var gott hol á æskuheimilin mínu, teppinu var rúllað upp og hópurinn dansaði og skemmti sér vel. Þessi siður tíðkað- ist á þessum árum. Dansað var við lögin í útvarpinu enda ekkert sjón- varp sem truflaði í þá daga. Og þá kunnu nær allir að dansa enda var það kennt í grunnskólum.“ Eins og fyrr segir var það ferm- ingargjöfin frá foreldrum hans, skellinaðran, sem stendur upp úr. „Ég var leiddur út í bílskúr, hurðin var opnuð og þar stóð skellinaðran. Ég eyddi löngum stundum á henni í bænum og fram í firði, sannkall- aðir dýrðartímar sem standa svo sannarlega upp úr þegar ég horfi til baka til æskuáranna á Akur- eyri.“ starri@365.is Dýrðartímar sem standa upp úr Þótt tæp 60 ár séu liðin frá fermingu Arnars Jónssonar leikara í Akureyrarkirkju man hann vel eftir deginum. Fermingarhópurinn þekktist vel innbyrðis og fræðslan gekk vel. Á fermingardaginn var boðið upp á hefðbundið bakkelsi á æskuheimili hans og svo var dansað. „Að fermast var einfaldlega sjálfsagður hlutur sem fæstir, held ég, veltu þannig séð fyrir sér,“ segir Arnar Jónsson leikari sem fermdist árið 1957. mYnD/ernir Allt sem þú þar ... Skv. prentmiðlakönnun Gallup, okt.– des. 2015. íbúa á höfuðborgarsvæðinu á aldursbilinu 12–80 ára lesa Fréttablaðið daglega.* 59,9% Sá öldi myndi fara langt með að fylla sæti Laugardalsvallar tíu sinnum. 59,9% lesa Fréttablaðið 29,9% lesa Morgunblaðið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.