Fréttablaðið - 23.02.2016, Side 42

Fréttablaðið - 23.02.2016, Side 42
Snæbjörn Ragnarsson, samfélags­ miðlafulltrúi og tónlistarmaður, betur þekktur sem Bibbi í Skálm­ öld, fermdist í Húsavíkurkirkju á hvítasunnu árið 1992. Hann segir fermingardaginn ekki vera eftir­ minnilegan í stóra samhenginu. Af hverju fermdist þú? Ég var ekki í skólanum þegar við vorum spurð hvort við vildum fermast (ef það var nokkurn tímann gert) svo ég var einhvern veginn sjálfkrafa kominn í ferlið. Ég gerði bara eins og hinir enda of ungur og bitlaus til að taka sjálfstæðar ákvarðanir án hvatningar. Og svo fékk ég gjafir og peninga. Hvernig var fermingar- fræðslan? Kjánaleg og barnaleg. Ég man að ég reyndi framan af að taka þessu eins og hverju öðru námi, kannski meira eins og sögu­ kennslu eða slíku. Sérann reyndi hins vegar frá upphafi að segja okkur að þetta væri allt satt. Það var nú asnalegt. Ég man ekki eftir því að þarna hafi í raun neitt komið fram annað en órökstutt skrum og skoðanaof­ beldi, svona eftir á að hyggja. Siðferðisleg­ ir hlutir og það sem kannski mætti taka gott með sér úr skipulögðum trúarbrögðum var skilið eftir. Full­ orðið fólk að heilaþvo börn. Hvernig var fermingin? Ógeðslega löng. Hitastigið í kirkjunni var svo ótrúlega hátt að meðbörn mín féllu sum hver í yfirlið, og nú er ég ekki að ýkja. Ég man að ég var ansi mikið stressaður, og við sennilega flest. Það var nú enn eitt ruglið, að spana „heilagt“ stress upp í öllum. En þetta var svo annars bara ein af þessum allt of löngu og tilgerðar­ legu athöfnum kirkjunnar. Búning­ ar og allt. Hvernig var veislan? Veislan var heima hjá okkur á Húsa­ vík, sirka fimmtíu manns og mjög vel mannað man ég. Ég hefði nú ekki munað það nema af myndum og eftir móður minni, að í boði voru smárétt­ ir og tertur. Alvöru, íslenskt kvenfélags­ borð af besta tagi sýnist mér. Var þetta eftirminni- legur dagur? Nei, ekki í stóra samhenginu. En þetta er auðvitað í eina skiptið sem ég hef fermst. Það fær daginn aðeins til að standa upp úr. Í hvernig fötum varstu? Ég var að sjálfsögðu í hvíta kirtlinum í kirkjunni, en annars í rauðum ullarjakka. Alveg Lego­rauðum og allt annað en pass­ ífum. Svo bara svörtum buxum og hvítri skyrtu, með svart bindi og í svörtum rúskinnsskóm. Hef oft litið kjánalegar út en þetta. Oft. Hvað fékkstu í fermingargjöf? Pen­ inga og orðabækur og Passíusálma og penna og alls konar svoleiðis óeftirminnilegt. Eina gjöfin sem ég man virkilega eftir var frá for­ eldrum mínum og fleira nærfólki. Svartur Ibanez­rafmagnsgítar sem ég á enn í dag. Þvílík uppfærsla sem það var fyrir þungarokkið, sem sérann sagði okkur einmitt að væri frá djöflinum komið. Feis. Myndir þú fermast í dag? Nei. Aldrei. Vegna þess að ég er full­ orðinn og þyrði að standa með sjálfum mér og skoðunum mínum. Skipulögð trúarbrögð eru úrelt þar sem vísindin hafa fyrir löngu varp­ að ljósi á það sem eitt sinn var óút­ skýranlegt. Það er kjánalegt í besta falli og aðför gegn sjálfstæðri hugs­ un að gera ráð fyrir því að skipuleg trú sé eðlilegt ástand og þátttaka í henni hverju mannsbarni sjálfsagt. Ég hljóma auðvitað eins og ég sé bitur eftir að hafa fermst, en ég er það alls ekki. Ég hefði samt viljað vera eldri áður en þessi aðför fór fram. Mér þætti gaman að sjá þjóð­ kirkjuna hækka fermingaraldurinn upp í átján ár. Sjáum hversu margir fermast þá. liljabjork@365.is Fékk rafmagnsgítar Tónlistarmaðurinn Snæbjörn Ragnarsson myndi ekki fermast ef hann ætti kost á því í dag. Hann gerði það þó á sínum tíma eins og allir hinir og fékk gjafir og peninga. Bibbi með æskuvinum sínum, Villa og Kára Naglbítabræðrum. „Þeir bjuggu á Akur- eyri á þessum tíma og ég á Húsavík. Við ólumst upp saman á Laugum í Reykjadal en vorum nýaðskildir þarna. Við Villi erum jafnaldrar, Kári ári yngri.“ Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Flott föt, fyrir flottar konur Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur s: 571-5464 Vertu einstök – eins og þú ert stærðir 38-52 my styleStærðir 38-52 Netverslun á tiskuhus.is Nýjar vorvörur streyma inn Í S L E N S K H Ö N N U N K Í K T U Á Ú R V A L I Ð Á 2 4 I C E L AND . I S FeRmiNg Kynningarblað 23. febrúar 201626

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.