Fréttablaðið - 23.02.2016, Qupperneq 54
Í flestum veislunum voru skreyt
ingar einfaldar og stílhreinar, yfir
leitt var kertaskreyting, skreytt
ur kassi undir kort til fermingar
barnsins, gestabók og myndir af
fermingarbarninu. Einnig var vin
sælt að nota M&Msælgæti til að
skreyta, fánaveifur og alls kyns
blóm. Mæðurnar töluðu um að hafa
fengið hugmyndir að skreytingum
á Pinterest en fermingarbörnin
sjálf voru yfirleitt dugleg að segja
sína skoðun á þeim líka.
Origami áberandi
Í fermingu Guðmundar Þórs Hann
essonar voru þemalitirnir svart/
hvítt og túrkisblátt. „Hugmyndirn
ar að skreytingunum komu víða að,
til dæmis er YouTube og Pinterest
ómissandi,“ segir Marsibil Brák
Vignisdóttir, móðir Guðmundar.
„Ég reyndi bara að hafa skreyt
ingarnar karlmannlegar, því oft
finnst mér fermingarskreyting
ar svo stelpulegar, líka hjá strák
unum. Þannig að fiðrildi, rósir og
þess háttar urðu ekki fyrir valinu.
Ég byrjaði strax eftir áramót að
gera origamiskrautið og viða að
mér efni og borðbúnaði. Origami
pappírsskreytingarnar voru meðal
annars úr blöðum úr gamalli bók
og þær voru svo hengdar í loftið
og dreift á borðin. Fermingarkert
ið og gestabókin eru frá Karmel
systrum í Hafnarfirði og svo mál
aði ég hilluna sem er undir kertinu
í svörtu og túrkis.“
Stílhreinar og einfaldar
Fermingarbarnið Amalía Sif Jes
sen og móðir hennar, Berglind
Þórðardóttir, vildu hafa skreyting
arnar líflegar, skemmtilegar og í
uppáhaldslitunum hennar Amalíu
sem eru blár og túrkis.
„Við lögðum upp með að hafa
skreytingarnar einfaldar, stíl
hreinar og án þess að þurfa að
kosta miklu til. Á borðunum vorum
við með krukkur með lituðu vatni,
fallegum borða og flotkerti. Til að
blanda vatnið notuðum við túrkis
bláan matarlit og blönduðum í
nokkrar könnur með mismörg
um dropum af lit, þannig fengum
við mismunandi tóna. Fermingar
kertið var hefðbundið kerti vafið
með borða og skreytt með krossi,“
segir Berglind.
Kristín, amma Amalíu, gerði
servéttublóm og svo var merkt
M&M í þemalitunum notað á
kransakökuna og á borðin en á
þeim var ýmist nafn Amalíu, kross
eða mynd af fermingarbarninu.
„Litla fánalengju settum við á
kökuborðið, til að gera hana prent
uðum við litina á blöð og klippt
um út í þríhyrninga sem við límd
um á band með límbandi. Á borð
unum var döðlugott pakkað inn í
gjafapappír, eitt fyrir hvern gest
og gestabókin var gerð úr Cheer
ioskössum og scrappappír.“
Flugvélar til að skreyta
Fermingarbarnið Sigurður Ernir
Axelsson leyfði mömmu sinni, Lauf
eyju Sigurðardóttur, alveg að ráða
skreytingunum í veislunni hans.
„Bláir litir voru mest áberandi
ásamt hvítum og mildum pastellit
um. Ég notaði mikið sem ég átti til
heima, alls konar krukkur sem ég
skreytti og setti blóm í, ég prentaði
út myndir úr fermingarmyndatök
unni og setti í ramma, prentaði líka
út fánalengjur með nafninu hans á
til að gera salinn aðeins persónu
legri. Ég var með hvíta og gula tú
lipana á öllum borðum í alls konar
krukkum. Drengurinn er mikill
flugáhugamaður, þannig að flugvél
ar fengu að vera með í skreyting
um,“ lýsir Laufey.
Hún segir mikið af skreytingun
um hafa verið gert fyrirfram og að
hún hafi dundað við þær í einhvern
tíma fyrir daginn sjálfan.
liljabjork@365.is
Fallega skreyttar fermingarveislur
Mæður fermingarbarna virðast sjá að mestu leyti um skreytingarnar í fermingarveisluna ef taka má mið af þessum þremur veislum barna
sem fermdust í fyrra. Í þeim flestum er lagt upp með að láta persónueinkenni fermingarbarnsins eða áhugamál þess skína í gegn.
Sigurður Ernir er mikill flugáhugamaður, þannig að flugvélar fengu að vera með í
skreytingum í veislunni hans ásamt fermingarmyndum í ramma og á kerti.
Marsibil setti lítið batteríljós undir gamlan öskubakka og lét lýsa
upp vasa hjá gestbókinni í veislu Guðmundar.
Á borðunum í fermingu Amalíu voru krukkur með lituðu vatni sem var blandað með túrkísbláum matarlit, mismörgum dropar af lit í hverri könnu.
Sama var gert með blómaskreytinguna en þá var gerviblóm, sandur, litað vatn og flotkerti sett í stóran vasa. Túrkisbláa límonaðið sló svo í gegn.
Móðir Guð-
mundar Þórs
málaði hilluna
sem er undir
kertinu í svörtu
og túrkis, sem
voru þemalitir
veislunnar.
KRINGLUNNI ISTORE.ISSérverslun með Apple vörur
MacBook Air 13"
Þunn og létt með rafhlöðu
sem dugar daginn
Frá 199.990 kr.
MacBook Pro Retina 13"
Alvöru hraði í nettri og léttri hönnun
Ótrúleg skjáskerpa
Frá 264.990 kr.
Mac skólabækurnar
fást í iStore Kringlunni
10 heppnir sem versla frá 1. mars til 15. maí
vinna miða á Justin Bieber.
FErMinG Kynningarblað
23. febrúar 201638