Fréttablaðið - 23.02.2016, Page 57

Fréttablaðið - 23.02.2016, Page 57
F ó l k ∙ k y n n i n g a r b l a ð ∙ X X X X X X X X 3Þ r i ð J U D a g U r 2 3 . F e b r ú a r 2 0 1 6 Hleypt egg Hleypt egg eru afar lystug á diski og skemmtilegt að búa þau til. Það getur þó verið vanda- samt að fá þau til að halda lagi þar sem þau eru soðin án skurn- ar en með því að nota glæný egg og beita nokkrum trixum sjón- varpskokksins Altons Brown, ætti það að takast. Hitið vatn í háum potti, um þriggja sentimetra djúpt. Bætið 1 teskeið af salti út í vatnið og 2 teskeiðum af borðediki. Látið suðuna koma upp og látið malla á miðlungs hita. Notið ný egg og köld beint úr ísskápnum. Brjótið eitt egg í lít- inn bolla. Notið sleif til að hræra hratt í vatninu, í sömu átt svo hring- iða myndist. Legg- ið eggið ofan í miðju hringið- unnar en snún- ingurinn á vatn- inu verður til þess að eggið heldur lagi. Þetta á við ef einungis á að elda eitt egg. Ef fleiri eru í mat ætti að nota víða steikarpönnu, bæta salti og ediki í vatnið, sleppa því að hræra í vatninu en leggja eggin eitt af öðru varlega í vatnið. Þegar eggið er komið út í skal slökkva undir pottinum, setja lokið yfir og stilla klukk- una á 5 mínútur. Ekki freistast til að kíkja undir lokið, hræra í eða pota í eggið fyrr en klukk- an hringir. Takið þá lokið af og veiðið eggið varlega upp úr. Best er að bera eggið strax fram, til dæmis með ristuðu rúg- brauði, með lárperu og steiktum tómötum, eða á beði af spínati og grilluðum aspas. Ef ekki á að borða eggið strax ætti að demba því beint í ís- kalt vatn þegar það kemur upp úr pottinum og svo í ísskápinn. Borða það svo innan átta tíma. Hrærð egg Hrærð egg eru einnig ljúffeng á morgnana. Til að enda ekki með þurra gúmmíbita á disk- inum mætti reyna þessa uppskrift og aðferð. Byrjið á að hræra sa ma n 3 egg í skál. Bætið k l ípu af salti út í og ögn af svörtum pipar og að endingu 3 matskeiðum af mjólk. Þeytið þar til blandan er létt og froðukennd. Smellið matskeið af smjöri á pönnu yfir háum hita. Þegar smjörið fer að bulla skal hella eggjablöndunni ofan í miðjuna svo smjörið renni til hliðanna. Hrærið varlega í eggjunum með silíkonspaða þar til klumpar fara að myndast, lækkið þá hitann vel, hættið að hræra og byrjið að velta brúnunum inn að miðju. Gott er að hrista pönnuna aðeins á meðan. Þegar blandan hætt- ir að fljóta um ætti að slökkva undir og velta eggjunum yfir á disk, helst heitan og láta hvíla í eina mínútu áður það er borðað. Ráð Altons Brown eru fengin af síðunni foodnetwork.com morgunverður á tvo vegu Egg eru afar næringarrík og innihalda lítið magn hitaeininga eða um 77 kaloríur. Hvítan er afar próteinrík og rauðan inniheldur fjölbreytt vítamín og steinefni. Það er því tilvalið að hefja daginn á góðum eggjarétti. Hleypt egg eru ljúffeng ofan á gróft brauð í morgunmat. noRdic pHotos/getty gott er að blanda ediki og salti í vatnið og hræra í því áður en eggið fer út í. Hrærð egg með reyktum laxi og brauði. Skipholti 29b • S. 551 0770 F ó l k ∙ k y n i n g a r b l a ð ∙ h e i l s a

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.