Fréttablaðið - 23.02.2016, Síða 68

Fréttablaðið - 23.02.2016, Síða 68
www.versdagsins.is Send ljós þitt og trúfesti þína, þau skulu leiða mig... H E I L S U R Ú M A R G H !!! 0 90 21 6 #6 REKKJAN KYNNIR ROYAL AVIANA KYNNINGARVERÐ Stærð: 153x200 cm. Með botn: 115.080 kr. Án botns: 73.486 kr. „Við reynum að sýna fegurðina í hversdagslegu hlutunum, hvort sem er á íslenska hversdagsleikanum eða á Balí,“ segja þau Dagbjört Eilíf Baldvinsdóttir og Aron Bjarna- son sem halda úti óvenjulega sætu hjónalífsstílsbloggi, þar sem þau setja inn myndir og segja frá því sem á daga þeirra drífur. Bloggið, sem ber heitið Justus.is, einkennist af fallegum myndum úr smiðju parsins, bæði af þeim sjálfum sem og öðru myndefni. Þúsundir gesta hvaðanæva úr heiminum kíkja á síðu turtildúfnanna, sem segja meðal annars í lýsingu síðunnar að þau séu yfir sig ástfangin. Sést það svo bersýnilega á myndunum, sem þykja einkar fallegar. Hjónin eru saman í blíðu og stríðu, hvort sem er við kaffidælingu eða myndasmíðar á blogginu. Fréttablaðið/anton brink „Maður gleymir stundum hvað Ísland er fallegt á veturna. Þessi mynd er tekin í Hvalfirðinum í vetur.“ „Við höfum unnið með ýmsum hótel­ um á ferðalögum okkar um asíu og Ísland.“ Þau eru iðin við að smella af myndum er varða tísku, lífsstíl og ferðalög. Sameiginlegur áhugi á ljósmyndun og vefhönnun dregur parið saman. Áhugamálunum sinna þau í sameiningu, líkt og um það bil öllu öðru í lífinu, þar sem þau starfa einmitt saman sem vefhönnuðir og lífsstílsbloggarar hálfa vikuna og svo sem kaffibarþjónar á Súfist- anum til móts við það. Fær maður aldrei leið á mótspilaranum í svona aðstæðum? „Við njótum þess mjög að vera í félagsskap hvort annars. Við fáum oft spurninguna hvort við höfum um eitthvað að tala, verandi svona mikið saman. Við verðum oftar en ekki eitt stórt spurningar- merki, þar sem okkur skortir aldrei umræðuefni,“ segir Dagbjört og hlær innilega. Parið kynntist er þau lögðu stund á nám við Fjölbraut í Garða- bæ og varð þá ekki aftur snúið. „Við vorum vinir frá fyrstu stund, og giftum okkur svo árið 2012.“ Segir Dagbjört bloggið sækja sífellt í sig veðrið, og bendir á að Instagram hafi formlega komið þeim á kortið ef svo má að orði komast. „Við fluttum saman til Balí og gátum þá sinnt blogginu enn betur. Þá jókst aðsóknin sömuleiðis. En Instagram er besti farvegurinn fyrir okkur með myndirnar, en um þrettán þúsund manns fylgja okkur þar.“ Aðspurð hvernig kaupin gangi fyrir sig á eyrinni Instagram, segir hún að þar fái þau að „reppa“ fyrir- tæki, það er að endurspegla fyrir- tæki, sem þá bjóði þeim að koma og prófa þjónustu eða vöru hverju sinni. „Það getur verið gaman að fá hótelgistingu og svoleiðis,“ útskýrir hún og brosir. Launin eru þó ekki farin að láta á sér kræla þannig séð, en parið nýtur fríðindanna sem þessu fylgir út í ystu æsar. „Við erum nánast alltaf með myndavélarnar á lofti, en ef þær gleymast höfum við símana okkar tiltæka.“ gudrun@frettabladid.is Sýna fegurðina í hversdagsleikanum Hjónakornin Dagbjört Eilíf Baldvinsdóttir og Aron Björnsson halda saman úti rómantískri lífsstílsbloggsíðu, milli þess sem þau sjá um kaffiþyrstar miðbæjarmýs. „Við bjuggum í tæpt ár á balí í indó­ nesíu. Við fengum að vinna með í verkefni sem heitir Happy Healthy kids, sem sér barnaheimilum fyrir  hreinlætisnauðsynjum.“ Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is 2 3 . f e b r ú a r 2 0 1 6 Þ r I Ð J U D a G U r24 L í f I Ð ∙ f r É T T a b L a Ð I Ð Lífið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.