Fréttablaðið - 26.11.2019, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 26.11.2019, Blaðsíða 51
Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Sæunn Ingibjörg Marinós­dóttir viðskiptaaktívisti er öf lug í rekstri sem tengist veganisma, en hún á heildsöluna Veganmat, verslunina Vegan­ búðina og veitingastaðinn Jömm. Kapítalískt hugsjónastarf Sæunn segist sjá neysluhyggjuna á jólum öðrum augum eftir að hún varð vegan. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Sæunn Ingibjörg segir að vegan hátíðarmatur sé mjög fjölbreyttur. Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir rekur Veganmat ehf., Veganbúðina og Jömm og sinnir rekstrinum með hugsjón veganisma að leiðarljósi. Hún segir auðvelt að búa til vegan hátíðarmat fyrir jólin. Þessi uppskrift að vegan hamborgarhrygg með oumph í stað kjöts er þróuð af meðeiganda Sæunnar, Rósu Maríu Hansen. Reksturinn er drifinn áfram af hugsjónamennsku. „Ég hætti að borða rautt kjöt þegar ég var 17 ára, því ég var á móti því að dýr væru drepin til matar. Smám saman þróaðist það. Fyrst varð ég grænmetisæta og svo borðaði ég fisk í smá tíma því mér var talin trú um að það væri lífsnauðsynlegt,“ segir Sæunn. „Fyrir sjö árum hlustaði ég svo á hljóðbók eftir Kimberly Snyder þar sem færð voru rosa góð rök fyrir því að borða ekki dýraafurðir. Síðan las ég bókina The China Study og fattaði að það væri misskilningur að fólk þyrfti að borða dýraafurðir og þá varð ég mjög skyndilega vegan, en ég var í miðju kafi að borða uppá­ halds mjólkursúkkulaðið mitt og henti restinni og hef ekki litið til baka síðan. Í dag er ég mjög öfgavegan, mér finnst bara ekki rétt að hagnýta dýr,“ útskýrir Sæunn. Stefndi í verðbréfamiðlun Sæunn rekur Veganmat, Vegan­ búðina og Jömm. „Aðalstarfsemi Veganmatar ehf. er heildsala og dreifing á vegan mat í veitingahús og verslanir. Veganbúðin uppfyllir alls konar þarfir sem eru ekki komnar á þann skala að eiga erindi í stór­ verslanir, en þar fást alls kyns sérhæfðari vörur,“ segir Sæunn. „Jömm er svo skyndibitastaður og vörulína í verslunum. Ég ætlaði að verða verðbréfa­ miðlari og bankakona og fór í viðskiptafræði á fjármálasviði, master í alþjóðaviðskiptum og fékk löggildingu í verðbréfa­ miðlun,“ segir Sæunn. „En það var í miðju hruni, svo það gekk illa að fá vinnu. Ég fór því að vinna sem inn­ kaupastjóri fyrir Nettó og Sam­ kaup og lærði mjög mikið þar. Ég tók við heilsuf lokknum og tók þátt í að búa til heilsudagana sem eru ennþá haldnir tvisvar á ári,“ segir Sæunn. „Eftir það varð ég markaðsstjóri og seinna rekstrar­ stjóri Gló. Þessi störf veittu mér mikla reynslu og frábært tengsla­ net til viðbótar við menntunina. Vegan hugsjónin hefur alltaf verið sterk í mér, en hún féll ekki í kramið hjá öllum, sérstaklega ekki á þessum tíma þegar vegan­ isminn var margfalt fámennari hreyfing,“ segir Sæunn. „Á end­ anum ákvað ég því að nýta krafta mína til að gera heiminn betri á mínum eigin forsendum. Út frá því hafa fæðst alls konar skrítnar hugmyndir sem hafa virkað vel. Þetta er hugsjónastarf byggt á kapítalískri reynslu sem við nýtum til að gera hlutina öðru­ vísi,“ segir Sæunn. „Við förum inn í framleiðslu­ og dreifingar­ bransann og gerum allt á vegan forsendum. Þó að aðalmarkmiðið sé að bjarga dýrum sinnum við öllum rekstrinum öðruvísi en venjulega. Því veljum við starfs­ fólk og samstarfsaðila vel og leggjum okkur fram um að hafa jákvæð áhrif og skilja við hlut­ ina betri en þeir voru áður. Við göngum lengra en að reyna bara að hafa ekki slæm áhrif.“ Vegan Wellington í IKEA Sæunn segir að vegan hátíðar­ matur sé mjög fjölbreyttur. „Það hefur verið klassískt að hafa hnetusteikur í mörg ár, en fólk er farið að breyta til og Wellington hefur verið vin­ sælt árum saman. Jömm fram­ leiðir það núna, til að gera það enn aðgengilegra fyrir fólk,“ segir Sæunn. „Almennt borðar fólk oftast hnetusteik eða einhverja innpakkaða gourmet hnetu­ eða baunarétti. Það er líka til jurtakjöt í mörgum útgáfum og það getur auðveldað fólki sem er vant kjöt­ áti að breyta til.“ Sæunn mælir með Wellington frá Jömm fyrir þau sem vilja prófa sig áfram í vegan hátíðarmat. „Það er svo auðvelt og víða til. Frá 21. nóvember hafa áhugasöm líka getað smakkað það í IKEA, en þar er boðið upp á litlar útgáfur á jóla­ matseðlinum,“ segir hún. Jólin eru tími fyrir slökun Sæunni þótti ekki erfitt að venjast því að vera vegan um jólin. „Það er ekki erfitt að gerast vegan, það er bara f lókið í smá tíma,“ segir Sæunn. „Aðal munur­ inn á jólunum eftir að ég varð vegan er að ég er orðin svo djúpt sokkin í veganisma að ég er farin að horfa allt öðrum augum á alla neysluhyggju. Það tengist kannski veganisma ekki beint, en þetta er svipuð hugsun. Af hverju að eyða upp náttúruauðlindum til að gefa gjafir sem enginn þarf eða vill?“ Öll nánasta fjölskylda Sæunnar er vegan. „Yfirleitt gerum við tvo aðalrétti, höfum hlaðborð og alls konar heimagert meðlæti,“ segir Sæunn. „Ég hef ekki borðað það sama tvenn jól í röð síðan ég varð vegan en líklega borða ég Jömm Wellington í ár, því ég hef tak­ markaðan tíma.“ Á jóladag borðar Sæunn yfirleitt afganga af jólasteikinni. „Okkur finnst líka rosa gott að narta í eitt­ hvað og verðum örugglega búin að fylla ísskápinn af krydduðu tófú og lúxusosti sem er gerður úr kasjúhnetum og góðgerlum,“ segir hún. „Hann fæst í Veganbúðinni og við erum að panta hann í meira magni núna til að geta dreift honum í f leiri verslanir.“ Á gamlárskvöld er Sæunn dugleg að prófa eitthvað nýtt. „Það koma nýir vegan veislu­ réttir í verslanir um hver jól og það er gaman að smakka sem f lest,“ segir hún. En jólin snúast fyrst og fremst um slökun hjá Sæunni. „Uppáhaldið mitt við jólin er rólegheitin og að gera verið heima á náttfötunum án þess að það sé sími eða tölvupóstur að truf la, heldur er bara tími til að vera með fjölskyldunni,“ segir hún að lokum. Við fengum Sæunni til að gefa okkur uppskrift að vegan „ham­ borgarhrygg“ sem meðeigandi hennar, Rósa María Hansen, þróaði. VEGAN HAMBORGARHRYGGUR 2 pokar Salty & Smokey Oumph! ½ rauðrófa soðin ½ sæt kartafla soðin 1-2 dl vatn 1 dl næringager 3 msk. púðursykur 1 msk. liquid smoke 3 tsk. salt 1 dl hveiti 5 dl glútenmjöl Gljái ef vill: 1 dl púðursykur 1 dl pylsusinnep Sjóðið sætu kartöf luna og rauð- rófuna (ef ekki forsoðin). Blandið Oumph! í matvinnsluvél þar til það er alveg maukað (gott að bæta út í 1-2 dl af vatni til að fá áferðina sem besta). Maukið sætu kartöf luna og rauð- rófuna vel saman. Blandið saman við Oumph! maukið. Bætið við salti, liquid smoke, nær- ingargeri og púðursykri og blandið vel saman. Blandið glúteninu og hveitinu saman við og hnoðið vel – gott er að vera með hanska. Mótið í fallegan hleif og vefjið inn í álpappír. Sjóðið i vatni með 3 tsk. af salti og 1 pilsner i 45-60 mín. (Þetta er allt hægt að gera daginn áður og geyma í kæli þar til bera á fram matinn.) Takið hrygginn upp úr pottinum og færið yfir í eldfast mót eða ofn- skúffu. Bakið við 180 gráður í 20 mínútur. Útbúið gljáa á meðan hryggurinn bakast – hrærið saman púðursykri og pylsusinnepi. Takið hrygginn út, penslið gljá- anum yfir og bakið í 30 mínútur til viðbótar. JÓL 2019 2 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 930
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.