Fréttablaðið - 26.11.2019, Side 67

Fréttablaðið - 26.11.2019, Side 67
Hjördís Erna Þorgeirsdóttir hjordiserna@frettabladid.is Við erum báðar í námi, Helga í söngnámi í Svíþjóð og ég í viðskiptafræði í HÍ en sam­ hliða því rekum við heimasíðuna Veganistur og erum að gefa út bókina Úr eldhúsinu okkar núna fyrir jól. Við höfum báðar verið vegan í tæp átta ár og lært ótrúlega mikið á þeim tíma,“ segir Júlía. Eru mikil jólabörn „Við erum virkilega hrifnar af þessum tíma árs en við komum frá heimili þar sem er mikið umstang í kringum jólin og við erum mikil jólabörn. Við elskum að skreyta og gera notalegt á þessum dimma tíma og borða allan góða matinn sem fylgir.“ Þær bökuðu mikið áður en þær ákváðu að hætta að neyta dýraafurða. „Við höfum alltaf bakað mikið í kringum jólin og mamma bakaði alltaf margar sortir af smá­ kökum og fullt af góðum kökum á þessum tíma árs.“ Líkt hefðbundnum bakstri Júlía segir þær enn baka mikið og hefur þeim tekist vel að útfæra uppskriftir án dýraafurða sem þær segja lítið mál. „Við bökum mikið af smákökum, tertum og f leira því líkt. Við höfum náð að veganæsa (endurskapa án dýraafurða) nánast alls sem okkur hefur dottið í hug og margt sem við erum ekki einu sinni aldar upp við að borða. Við gerum fjöldann allan af smákökum, hvort sem það eru hefðbundnar kökur eða marengs­ toppar, lagtertur og alls konar tertur. Það hefur gengið ótrúlega vel og sýnt okkur að vegan bakstur er í raun alveg eins og hefðbundinn bakstur.“ Einhverjum kann að þykja tilhugsunin um bakstur án eggja undarleg en Júlía segir þau raunar alls óþörf, enda ótalmargir staðgenglar í boði og stundum er ein­ faldlega hægt að sleppa þeim alfarið. „Við komumst mjög snemma að því að egg eru nánast alveg óþörf í bakstur og þarf í raun mjög sjaldan að skipta þeim út fyrir neitt, nema auðvitað þegar bakaður er marengs eða marengstoppar.“ Þá hafa þær prófað sig áfram með svokallað aquafaba en það þykir mikið töfraefni. „Í mar­ engsinn höfum við hins vegar notað vatnið sem kemur þegar Egg nánast alveg óþörf í bakstur Systurnar Júlía Sif og Helga María eru ótrúlega hæfileikaríkar þegar kemur að því að endurgera sígildar uppskriftir án dýraafurða. Þær hafa haldið úti vinsælu matarbloggi um árabil undir heitinu Veganistur og nú fyrir jólin ætla þær að gefa út uppskriftabók. Systurnar Júlía Sif og Helga María Ragnars- dætur njóta þess að baka og elda án dýraafurða. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK kjúklingabaunir eru soðnar og það gengið ágætlega. Þessi vökvi sem kallast aquafaba er einfald­ lega vökvinn sem er í kjúklinga­ baunadós. Hann þeytist líkt og eggjahvítur og hefur notið mikilla vinsælda í vegan heiminum. Það er ekkert mál að baka toppana en stærri kökur krefjast aðeins meiri þolinmæði og æfingar. Með smjörið hefur það ekki verið neitt mál, það er til alls konar vegan smjör og svo er gamla góða smjörlíkið einnig vegan en það er það sem margir nota í bakstur hvort sem er. Mjólkin hefur heldur ekki verið neitt mál þar sem alls konar vegan mjólk er aðgengileg í öllum búðum.“ Júlía ráðleggur þeim sem eru áhugasöm um vegan bakstur að vera ekkert að f lækja hlutina og frekar leita að einföldum vegan uppskriftum, enda til mikið úrval af þeim. „Okkar ráð er í raun bara að vera ekkert að festa sig í að finna eitthvað til að nota í staðinn fyrir egg og mjólk heldur einfald­ lega finna vegan uppskriftir að kökum. Innihaldsefnin eru oft ótrúlega einföld og algjör óþarfi að fara í einhverjar kúnstir til að veganæsa þær uppskriftir sem til eru. Það er til dæmis fjöldinn allur af bakstursuppskriftum á blogg­ inu okkar og mjög stór kaf li í bókinni sem inniheldur alls kyns ljúffengar kökur og bakkelsi.“ VEGAN LAGTERTA 150 g vegan smjör (við notum Krónu smjörlíki) 3 dl sykur 6 msk. aquafaba 7½ dl hveiti 2 tsk. kanill 1½ tsk. negull 1½ tsk. matarsódi 1 msk. kakó 2½ dl plöntumjólk (við notum Oatly haframjólkina) Þeytið smjörið og sykurinn í hrærivél og bætið síðan aquafaba út í. Þeytið þetta þar til það er orðið létt og ljóst. Blandið þurrefnunum saman í aðra skál. Bætið því út í smjörhræruna ásamt mjólkinni og hrærið saman. Skiptið deiginu jafnt í tvennt og bakið tvo botna í 18 mínútur við 175°C. Botnarnir eiga að vera u.þ.b. 25 x 35 cm. Skerið hvorn botn í tvennt svo þið hafið fjóra botna og smyrjið smjörkreminu jafnt á milli þeirra. Smjörkrem: 200 g vegan smjör 3 msk. aquafaba 2 tsk. vanilludropar 1 pakki flórsykur (500 g) Setjið öll hráefnin í hrærivél og þeytið vel saman. Smyrjið á milli botnanna.G Ó Ð U P P S K R I F T A Ð N O TA L E G U M J Ó L U M Í S L E N S K F R A M L E I Ð S L A JÓL 2019 2 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 946
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.