Morgunblaðið - 11.10.2019, Síða 1

Morgunblaðið - 11.10.2019, Síða 1
þess vegna þarf að lækka hámarkshraða á köflum niður í 30 km og ljósastýra umferð. Við það geta orðið tafir. Eftir að mal- bikun lýkur verður umferð hleypt á Ölfusveg sem notaður Starfsmenn ÍAV vinna að malbikun og lokafrágangi við breikk- un Hringvegar frá Hveragerði að Kotstrandarkirkju. Vegna framkvæmdanna þarf að beina umferðinni um nýja hjáleið og hefur verið undanfarna mánuði. ÍAV er auk þess að setja niður víravegrið, mála merkingar og setja upp skilti. Stefnt er að opnun vegarins eftir endurbætur í lok mánaðarins. Morgunblaðið/Eggert Unnið að malbikun og lokafrágangi við breikkun vegarins BJÖRGUM HEIMINUM BLAÐAUKI UM NORÐURSLÓÐIR F Ö S T U D A G U R 1 1. O K T Ó B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  239. tölublað  107. árgangur  Baldur Arnarson baldura@mbl.is Jin Zhijian, sendiherra Kína á Ís- landi, segir opnun Daxing-flugvallar í Peking fela í sér mikil tækifæri fyrir íslenska ferðaþjónustu. Það hafi staðið kínverskri ferðaþjónustu fyrir þrifum að hafa aðeins einn al- þjóðaflugvöll í Peking. Með nýja flugvellinum megi efla millilanda- flugið. Zhijian bendir á að tíðni flugferða milli Peking og Norðurlanda hafi verið aukin. Þar sem kínverskir ferðamenn heimsæki gjarnan nokk- ur lönd í sömu ferðinni muni þessi umferð skapa tækifæri á Íslandi. Þá muni flug flugfélagsins Tianjin til Íslands, með viðkomu í Helsinki, verða lyftistöng fyrir ferðaþjón- ustuna. Flogið yrði frá Wuhan og er rætt um þrjár ferðir á viku. Pétur Yang Li, viðskiptafulltrúi í sendiráði Íslands í Peking, tekur í sama streng og segir gríðarstóran markað geta opnast íslenskri ferða- þjónustu með því að gera Ísland að tengistöð fyrir Kína á leið til austurstrandar Bandaríkjanna. Milljónir Kínverja fari þá leið á hverju ári. Styðja formennsku Íslands Fjölmenn sendinefnd frá Kína situr nú Hringborð norðursins. Zhijian segir kínversk stjórnvöld áhugasöm um að efla samstarfið við Íslendinga á ýmsum sviðum. Meðal annars sé horft til formennsku Ís- lands í Norðurskautsráðinu. Þá vilji kínversk stjórnvöld leggja lóð sitt á vogarskálarnar í baráttunni gegn loftslagsvánni og stuðla að friði og sjálfbærri nýtingu auðlinda í norðri. Spáir mikilli fjölgun Pétur segir fjölgun kínverskra ferðamanna byggða á grunni frí- verslunarsamnings ríkjanna. Eigi Ísland að vera tengistöð fyrir fjölda kínverskra ferðamanna þurfi landið að vera í stakk búið til þess. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir óvíst hversu margir erlendir ferðamenn komi til landsins á næsta ári. Kínverskir ferðamenn vegi orðið þungt. Eflir sóknina á Kínamarkað  Nýr alþjóðaflugvöllur í Peking talinn skapa tækifæri í íslenskri ferðaþjónustu  Bent á möguleika Íslands sem tengistöðvar  Milljónir Kínverja fara yfir hafið AFP Í Peking Daxing-flugvöllur gæti reynst aflvaki ferðaþjónustunnar. M Mikil tækifæri »11  Fyrirtækið IMS ehf., sem sérhæfir sig í að varðveita og selja sögulegar myndir, hefur til þessa skannað inn um tvær milljónir mynda í Reykjavík og er stór hluti þeirra kominn í sölu. Fyrirtækið hefur þegar afgreitt um eina milljón mynda frá Daily Tele- graph í Bretlandi. „Við erum núna með samninga við Independent og Svenska Dagbladet í Svíþjóð og fleiri viðræður eru í gangi. Síðan erum við búnir að opna skrifstofu í Ríga í Lettlandi og ráða þar um átta til tíu manns. Þar erum við að vinna í því að koma upp miklu öfl- ugri skönnum,“ segir Arnaldur Gauti Johnson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. »14 Skanna inn ljós- myndir í Lettlandi Sögulegt Mynd af Bítlinum skönnuð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.