Morgunblaðið - 23.10.2019, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 23.10.2019, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019 Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 12-16Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 LISTHÚSINU Ný sending af vinyl gólf- og diskamottum Stærðir: 60x80 60x100 80x140 70x180 80x200 100x160 90x250 120x200 135x230 230x300 Skip Síldarvinnslunnar hafa lokið veiðum á norsk-íslenskri síld þetta ár- ið og sömuleiðis þau skip sem leggja upp afla hjá fiskiðjuveri Síldarvinnsl- unnar í Neskaupstað. Fjögur skip sáu fiskiðjuverinu fyrir hráefni: Börkur NK, Beitir NK, Bjarni Ólafsson AK og Margrét EA. Einnig hefur Hákon EA landað frystri síld í Neskaupstað. Margrét EA var væntanleg til Norðfjarðar síðdegis í gær með 900 tonn og Börkur NK er væntanlegur til hafnar í dag, einnig með 900 tonn. Á landleiðinni fundu menn fyrir því að vetur konungur er að taka völdin. Barkarmenn sáu vindmælinn fara í 40 metra en þeir á Margréti sáu hann fara í 47 metra. Margrétin þurfti að stoppa í eina sex tíma í fyrrinótt vegna veðursins og var þess beðið að lægði, segir á heimasíðu Síldarvinnsl- unnar. Þar segir að síldarvertíðin hafi gengið vel hjá Síldarvinnslunni. Veiðar hafi lengi vel farið fram skammt austur af landinu og veður verið hagstætt. Þá hafi vinnslan verið samfelld alla vertíðina. aij@mbl.is Biðu af sér verstu vind- hviðurnar Beitir NK Eftir góða vertíð hefur veturinn minnt á sig undanfarið.  Góðri síldarvertíð lýkur í vetrarveðri Ljósmynd/Börkur Kjartansson Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Í umsögn Minjastofnunar um breytingar á skipulagi á sjómannaskólareit í Reykjavík segir að ekki komi til álita að heimila uppbyggingu á reit fyrir námsmannaíbúðir eins og hann sé sýndur á deiliskipulagsuppdrætti. Þar segir að Minjastofnun telji að breytt útfærsla á reitnum komi ekki til móts við athugasemdir stofnunar- innar frá því í apríl um að ekki verði skyggt á ásýnd Sjómannaskólans eða byggt fyrir mikil- vægar sjónlínur að honum. Í deiliskipulagstillögu fyrir sjómanna- skólareit felst uppbygging á lóð Sjómannaskól- ans fyrir allt að 150 nýjum íbúðum fyrir eldri borgara, námsmenn, félagsbústaði og hag- kvæmt húsnæði (almennar íbúðir). Frestur til að skila umsögnum og athugasemdum vegna auglýstra skipulagsbreytinga rann út 11. októ- ber. Minjar verði sýnilegri Í umsögn Minjastofnunar er því fagnað að í deiliskipulagstillögunni sé lögð til hverfisvernd á stakkstæðið á sjómannaskólareitnum, norðan Háteigsvegar, í samræmi við tillögu Borgar- sögusafns. Þó þurfi að tilgreina með skýrum hætti hvernig skuli standa að verndun hans. Hvatt er til þess að trjágróður á fiskreitnum verði fjarlægður, ytri mörk minjanna könnuð og afmörkuð og þannig verði þær gerðar sýnilegri. Fiskreiturinn er talinn síðasta manngerða stakkstæðið sem eftir er í Reykjavík. Hann var gerður 1933 og er því yngri en 100 ára og nýtur því ekki verndar samkvæmt ákvæðum laga um menningarminjar. Yngri minjar, þar með taldar minjar um atvinnusögu, eru mikilvægur minja- flokkur sem bera að standa vörð um, segir í um- sögninni. Leiðrétta þarf merkingar Um vatnsgeymana á reitnum segir að þeir séu áberandi kennileiti á Rauðarárholti og tengist sögu vatnsveitu og brunavarna og uppbyggingu innviða í ört vaxandi bæ á fyrri hluta 20. aldar. Minjastofnun fagnar því að í deiliskipulagstillög- unni sé lögð til hverfisvernd á svæðinu umhverfis vatnsgeymana í samræmi við álit Borgar- sögusafns. Bent er á að leiðrétta þurfi merkingu á deili- skipulagsuppdrætti þar sem austari geymirinn sé auðkenndur sem friðuð bygging, en það sé sá vestari sem sé friðaður. Í heild beri þó að líta á geymana tvo ásamt dælustöðvarhúsi sem eina friðaða heild. Breytt útfærsla dugar ekki  Athugasemdir Minjastofnunar vegna Sjómannaskólans  Fagna hverfisvernd á stakkstæði og við vatnsgeymana  150 íbúðir í skipulagi á lóðinni við skólann Morgunblaðið/Árni Sæberg Breytingar Þrengt verður að Stýrimannaskól- anum og minjum við skólann með nýbyggingum. Meðal athugasemda sem hafa borist borginni vegna fyrirhugaðra skipulagsbreytinga á sjó- mannaskólareit eru athugaemdir í nokkrum liðum fyrir hönd húsfélags á svæðinu frá Lög- mannsstofunni Rétti. Þar bendir Sigurður Örn Hilmarsson hrl. á að breyting á deiliskipulagi samhliða breytingu á aðalskipulagi sé í and- stöðu við grundvallarrök skipulagslaga. Bent er á að í athugasemdum með frum- varpi að skipulagslögum sé gerð grein fyrir rétthæð einstakra skipulagsstiga en aðal- skipulag sé rétthærra en deiliskipulag. „Ástæða ofangreinds er að sjálfsögðu sú að deiliskipulagið á að taka mið af aðalskipulag- inu, sökum þess hvar því er skipað í skipulags- stiga. Með því að kynna og afgreiða bæði aðal- skipulagið og deiliskipulagið á sama tíma er unnið gegn þessu markmiði. Því telur umbjóð- andi minn ótækt að tillögurnar séu afgreiddar á sama tíma, því annars ber málsmeðferðin merki um sýndarleik þar sem gert er ráð fyrir því við afgreiðslu deiliskipulagsins að aðal- skipulagið verði samþykkt án tillits til þeirra athugasemda sem óskað er eftir,“ segir í at- hugasemdum. Engin brýn nauðsyn sé til þess að keyra þurfi málið í gegn „með svo miklum hraða, í andstöðu við þá meginreglu skipulagslaga að deiliskipulag sé unnið í samræmi við endanlegt aðalskipulag þegar það hefur verið afgreitt“. Unnið gegn markmiðum laga ÓTÆKT AÐ AÐAL- OG DEILISKIPULAGS- TILLÖGUR SÉU AFGREIDDAR SAMTÍMIS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.